Íslenski boltinn

Edda fylgir Nik í Kópa­voginn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Þjálfarateymi Breiðabliks.
Þjálfarateymi Breiðabliks. Breiðablik

Edda Garðarsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarþjálfari Breiðabliks í Bestu deild kvenna í knattspyrnu. Þar mun hún aðstoða Nik Chamberlain sem tók nýverið við starfi aðalþjálfara liðsins en þau unnu saman hjá Þrótti Reykjavík.

Edda er gríðarlega vel menntaður þjálfari og er með hæstu þjálfararéttindi sem UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu, býður upp á. Hún stýrði kvennaliði KR á sínum tíma en hefur undanfarin tímabil aðstoðað Nik hjá Þrótti. 

Hin 44 ára gamla Edda var mjög sigursæll leikmaður og lék alls 103 A-landsleiki. Hún er uppalin í KR en spilaði einnig með Breiðablik og Val hér á landi. Þá lék hún með Örebro í Svíþjóð og Chelsea á Englandi.

Ekki kemur fram hversu langur samningur Eddu við Breiðablik er. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×