Vonar að frumvarpið skili fullum launum til Grindvíkinga Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. nóvember 2023 21:48 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra. Vísir/Ívar Fannar Frumvarp félagsmálaráðherra um launagreiðslur til Grindvíkinga mun gilda frá 11. nóvember, verði það að lögum. Þar er kveðið á um hámarkgreiðslu upp á 633 þúsund krónur til atvinnurekenda, fyrir hvern starfsmann. Ráðherra segist þó gera ráð fyrir því að frumvarpið tryggi full laun til þeirra sem hafa hærri tekjur en hámarkið sem kveðið er á um. „Þarna er ríkið að stíga inn og tryggja upp að ákveðnu hámarki greiðslur launa. Þannig að atvinnurekandi fær þá það framlag frá ríkinu, og við erum að vonast til þess að það létti undir þannig að hann geti þá greitt full laun til fólks,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hámarksgreiðsla vegna hvers starfsmanns verði 633 þúsund krónur. Guðmundur segir hugsunina vera þá að atvinnurekendur greiði svo þá upphæð sem upp á vantar, til að starfsfólk þeirra fái full laun greidd. „Og það er mikilvægt að viðhalda ráðningarsambandinu á milli atvinnurekanda og launafólks, því við vitum í raun ekki nákvæmlega hvenær þessu ástandi linnir eða það breytist með þeim hætti að hægt verði að fara að stunda aftur vinnu í Grindavík.“ Nær einnig til sjálfstætt starfandi Fyrstu umræðu um frumvarpið er nú lokið í þinginu. Verði frumvarpið að lögum tekur það gildi afturvirkt, frá 11. nóvember. Frumvarpið byggir á aðgerðum sem gripið var til í kórónuveirufaraldrinum. „Það er markmiðið að Grindvíkingar missi ekki laun. Og ef að, út af einhverjum aðstæðum, fyrirtæki getur ekki greitt laun þá geta einstaklingar sjálfir sótt um til Vinnumálastofnunar eða ríkisins, til þess að fá þá upp að þessu hámarki, 633 þúsund krónum. Þar með séum við að tryggja ákveðnar greiðslur til fólks og draga úr þeirri óvissu sem auðvitað er uppi, og fólk þarf að eiga við núna vegna afkomu sinnar.“ Frumvarpið muni einnig ná til þeirra sem starfa sjálfstætt. „Þeir geta, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, líka sótt um þetta,“ sagði Guðmundur. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Vinnumarkaður Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira
„Þarna er ríkið að stíga inn og tryggja upp að ákveðnu hámarki greiðslur launa. Þannig að atvinnurekandi fær þá það framlag frá ríkinu, og við erum að vonast til þess að það létti undir þannig að hann geti þá greitt full laun til fólks,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hámarksgreiðsla vegna hvers starfsmanns verði 633 þúsund krónur. Guðmundur segir hugsunina vera þá að atvinnurekendur greiði svo þá upphæð sem upp á vantar, til að starfsfólk þeirra fái full laun greidd. „Og það er mikilvægt að viðhalda ráðningarsambandinu á milli atvinnurekanda og launafólks, því við vitum í raun ekki nákvæmlega hvenær þessu ástandi linnir eða það breytist með þeim hætti að hægt verði að fara að stunda aftur vinnu í Grindavík.“ Nær einnig til sjálfstætt starfandi Fyrstu umræðu um frumvarpið er nú lokið í þinginu. Verði frumvarpið að lögum tekur það gildi afturvirkt, frá 11. nóvember. Frumvarpið byggir á aðgerðum sem gripið var til í kórónuveirufaraldrinum. „Það er markmiðið að Grindvíkingar missi ekki laun. Og ef að, út af einhverjum aðstæðum, fyrirtæki getur ekki greitt laun þá geta einstaklingar sjálfir sótt um til Vinnumálastofnunar eða ríkisins, til þess að fá þá upp að þessu hámarki, 633 þúsund krónum. Þar með séum við að tryggja ákveðnar greiðslur til fólks og draga úr þeirri óvissu sem auðvitað er uppi, og fólk þarf að eiga við núna vegna afkomu sinnar.“ Frumvarpið muni einnig ná til þeirra sem starfa sjálfstætt. „Þeir geta, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, líka sótt um þetta,“ sagði Guðmundur.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Vinnumarkaður Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira