Gætum nýtt raforku átta prósent betur Árni Sæberg skrifar 21. nóvember 2023 13:46 Skýrslan var meðal annars unnin fyrir Landsvirkjun. Hörður Arnarson er forstjóri fyrirtækisins. Stöð 2/Egill Nýta má raforku á Íslandi betur en nú er gert. Alls eru tækifæri til bættrar orkunýtni um 1.500 gígavattstundir á ári, eða sem nemur um átta prósent af núverandi raforkunotkun þjóðarinnar. Þetta kemur fram í greiningu sem danska ráðgjafarstofan Implement vann fyrir Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið, Orkustofnun og Landsvirkjun. Í fréttatilkynningu um útgáfu skýrslu Implement segir að af þeim 1.500 gígavattstundum sé hægt að spara 356 gígavattstundir með núverandi tækni og án óheyrilegs kostnaðar. Sparnaði upp á 797 gígavattstundir væri hægt að ná fram með meiri fyrirhöfn og kostnaði. Raforkusparnaður um um það bil 353 gígavattstunda teljist tæknilega og fjárhagslega erfiður í framkvæmd. Talið sé að hægt sé að ná 24 prósent af þessum orkusparnaði á næstu fimm árum og 53 prósent á næsta áratug. Stærstu tækifærin í einkageiranum og opinberri þjónustu Helstu niðurstöður séu þær að stærstu auðsóttu tækifærin til orkusparnaðar sé að finna í einkageiranum og opinberri þjónustu, eða 320 gígavattstundir. Þá sé einnig að finna stór tækifæri í bættri orkunýtni til hitunar þar sem notast er við raforku, 178 gígavattstundir, endurnýtingu glatvarma frá iðnaði, 357 gígavattstundir, og bættri nýtni raforku í áliðnaði, 112 gígavattstundir. Þá séu einnig tækifæri til bættrar nýtingar innan heimila, 58 gígavattstundir, í landbúnaði, 43 gígavattstundir, í framleiðslu járnlausra málma, 38 gígavattstundir, og hjá fiskimjölsverksmiðjum, 24 gígavattstundir. Einnig felist tækifæri í því að minnka töp í flutningskerfi raforku, 25 gígavattstundir. Aukin orkuþörf staðreynd Aukin orkuþörf samfélagsins á næstu árum sé staðreynd, enda hafi stjórnvöld sett fram metnaðarfull loftslagsmarkmið auk þess sem fyrirsjáanleg fólksfjölgun og eðlilegur vöxtur atvinnulífsins kalli á meira framboð raforku á næstu árum og áratugum. Samkvæmt greiningu Landsvirkjunar nemi aukin orkuþörf samfélagsins til ársins 2035 um 6.500 gígavattstundum. „Til að mæta þessari auknu eftirspurn er nauðsynlegt að efla orkuvinnslu í landinu, en einnig er mikilvægt að draga úr orkusóun og nýta þannig endurnýjanlegar orkuauðlindir þjóðarinnar á enn ábyrgari hátt.“ Sú greining sem nú hafi verið gerð miði að því að kortleggja og meta stærð lausna og aðgerða sem eru tæknilega og fjárhagslega framkvæmanlegar, en þó ekki endilega fjárhagslega eftirsóknarverðar miðað við núverandi verðlag og regluverk. Markmið verkefnisins hafi verið að varpa ljósi á umfangi tækifæra á Íslandi til bættrar orkunýtni og raforkusparnaðar og að auka vitund um og skilning á orkunýtni. Notast hafi verið við gögn frá Orkustofnun, gögn um orkunotkun í Evrópu og upplýsingar frá hagaðilum og notendum raforku. Í ljós hafi komið að verulega skorti á gögn um orkunýtni á Íslandi, sem takmarkaði dýpt greiningarinnar og þeirra aðgerða sem hægt var að leggja til. „Meðal annars eru litlar opinberar upplýsingar um orkunotkun á framleiðslueiningu innan og milli ólíkra atvinnugreina hér á landi. Þessu var meðal annars mætt með því að kalla eftir upplýsingum beint frá ýmsum hagaðilum og eiga samtal við ólíka geira um möguleika þeirra til bættrar orkunýtni.“ Orkumál Landsvirkjun Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Þetta kemur fram í greiningu sem danska ráðgjafarstofan Implement vann fyrir Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið, Orkustofnun og Landsvirkjun. Í fréttatilkynningu um útgáfu skýrslu Implement segir að af þeim 1.500 gígavattstundum sé hægt að spara 356 gígavattstundir með núverandi tækni og án óheyrilegs kostnaðar. Sparnaði upp á 797 gígavattstundir væri hægt að ná fram með meiri fyrirhöfn og kostnaði. Raforkusparnaður um um það bil 353 gígavattstunda teljist tæknilega og fjárhagslega erfiður í framkvæmd. Talið sé að hægt sé að ná 24 prósent af þessum orkusparnaði á næstu fimm árum og 53 prósent á næsta áratug. Stærstu tækifærin í einkageiranum og opinberri þjónustu Helstu niðurstöður séu þær að stærstu auðsóttu tækifærin til orkusparnaðar sé að finna í einkageiranum og opinberri þjónustu, eða 320 gígavattstundir. Þá sé einnig að finna stór tækifæri í bættri orkunýtni til hitunar þar sem notast er við raforku, 178 gígavattstundir, endurnýtingu glatvarma frá iðnaði, 357 gígavattstundir, og bættri nýtni raforku í áliðnaði, 112 gígavattstundir. Þá séu einnig tækifæri til bættrar nýtingar innan heimila, 58 gígavattstundir, í landbúnaði, 43 gígavattstundir, í framleiðslu járnlausra málma, 38 gígavattstundir, og hjá fiskimjölsverksmiðjum, 24 gígavattstundir. Einnig felist tækifæri í því að minnka töp í flutningskerfi raforku, 25 gígavattstundir. Aukin orkuþörf staðreynd Aukin orkuþörf samfélagsins á næstu árum sé staðreynd, enda hafi stjórnvöld sett fram metnaðarfull loftslagsmarkmið auk þess sem fyrirsjáanleg fólksfjölgun og eðlilegur vöxtur atvinnulífsins kalli á meira framboð raforku á næstu árum og áratugum. Samkvæmt greiningu Landsvirkjunar nemi aukin orkuþörf samfélagsins til ársins 2035 um 6.500 gígavattstundum. „Til að mæta þessari auknu eftirspurn er nauðsynlegt að efla orkuvinnslu í landinu, en einnig er mikilvægt að draga úr orkusóun og nýta þannig endurnýjanlegar orkuauðlindir þjóðarinnar á enn ábyrgari hátt.“ Sú greining sem nú hafi verið gerð miði að því að kortleggja og meta stærð lausna og aðgerða sem eru tæknilega og fjárhagslega framkvæmanlegar, en þó ekki endilega fjárhagslega eftirsóknarverðar miðað við núverandi verðlag og regluverk. Markmið verkefnisins hafi verið að varpa ljósi á umfangi tækifæra á Íslandi til bættrar orkunýtni og raforkusparnaðar og að auka vitund um og skilning á orkunýtni. Notast hafi verið við gögn frá Orkustofnun, gögn um orkunotkun í Evrópu og upplýsingar frá hagaðilum og notendum raforku. Í ljós hafi komið að verulega skorti á gögn um orkunýtni á Íslandi, sem takmarkaði dýpt greiningarinnar og þeirra aðgerða sem hægt var að leggja til. „Meðal annars eru litlar opinberar upplýsingar um orkunotkun á framleiðslueiningu innan og milli ólíkra atvinnugreina hér á landi. Þessu var meðal annars mætt með því að kalla eftir upplýsingum beint frá ýmsum hagaðilum og eiga samtal við ólíka geira um möguleika þeirra til bættrar orkunýtni.“
Orkumál Landsvirkjun Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira