Varar við sprungukerfi Krýsuvíkureldstöðvar Kristján Már Unnarsson skrifar 22. nóvember 2023 17:07 Eldgosið í Geldingadölum árið 2021 séð frá Reykjavíkursvæðinu. Gossprungan sem opnaðist við Litla-Hrút síðastliðið sumar var í um tuttugu kílómetra fjarlægð frá næstu byggð í Hafnarfirði. Vilhelm Gunnarsson Sprungukerfi Krýsuvíkureldstöðvarinnar liggur upp í Heiðmörk og í kringum Rauðavatn, segir eldfjallafræðingurinn Haraldur Sigurðsson. Hann hvetur til þess að áhættumat verði gert á höfuðborgarsvæðinu gagnvart jarðskorpuhreyfingum. „Ég held að þetta sé byrjunin á margra ára ferli af jarðskorpuhreyfingum. Allavega áratuga, myndi ég giska á,“ segir Haraldur í viðtali við fréttastofuna um umbrotin á Reykjanesskaga. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur í viðtali frá Massachusetts í Bandaríkjunum í gær.Skjáskot/Stöð 2 Hann spáir því að fleiri svæði á Reykjanesfjallgarðinum verði virk, allt til Hengils. Hann nefnir sérstaklega Krýsuvík, sem hann segir töluverða eldstöð. „Það má ekki gleyma því að sprungukerfið frá Krýsuvík, það liggur upp í Heiðmörk. Og svo heldurðu áfram til austurs, þá ertu kominn undir Morgunblaðshúsið. Þar eru sprungur alveg í hring, rétt þar hjá. Þetta getur verið virkt svæði, alveg upp í Heiðmörk. Það þarf virkilega að fylgjast vel með því. Svo að höfuðborgarsvæðið, það er viss hætta þar,“ segir eldfjallafræðingurinn og minnir á að þar hafa hraun runnið. Horft yfir í Urriðaholtshverfi í Garðabæ í átt til Heiðmerkur. Hrauntröðin Búrfellsgjá er í fjögurra kílómetra fjarlægð frá byggðinni.Vilhelm Gunnarsson -Þannig að það er alveg hugsanlegur möguleiki að það komi kvika í sprungu sem liggur undir Hádegismóa? „Já, já. Ég tel það. Það þarf virkilega að kanna það og gera áhættumat á því svæði, öllu svæðinu sem snertir Heiðmörkina.“ -En hvað með Hafnarfjörð og hugmyndir um að byggja flugvöll í Hvassahrauni? Eða Voga á Vatnsleysuströnd og nýbyggingarhverfi í Grindavík? Þarf að endurskoða byggingaráform á svæðum sem þessum? „Já, það er nauðsynlegt að taka sterklega til greina alla áhættuna sem getur stafað af jarðskorpuhreyfingum á þessum svæðum. Og hugsanlegu hraunrennsli. En fyrst og fremst jarðskorpuhreyfingum,“ svarar Haraldur Sigurðsson. Hér má sjá Harald ræða um hættuna gagnvart höfuðborgarsvæðinu: Viðtalið við Harald í heild má sjá hér: Fjallað var um æviferil Haraldar í þættinum Um land allt fyrir átta árum: Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Hafnarfjörður Garðabær Reykjavík Kópavogur Vogar Grindavík Vísindi Tengdar fréttir Telur tíu til tuttugu eldgos geta fylgt í kjölfarið á Reykjanesskaga Landsmenn þurfa að vera viðbúnir tíu til tuttugu eldgosum á Reykjanesskaga á næstu tveimur til þremur öldum, að mati Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings. Gera verði ráð fyrir mun myndarlegri hraungosum en því sem nú stendur yfir. 19. maí 2021 22:44 Eldgos líkt Surtsey gæti lokað Keflavíkurflugvelli Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur segir að neðansjávargos undan Reykjanesi í líkingu við Surtseyjargosið gæti lokað Keflavíkurflugvelli. 22. nóvember 2023 11:55 Telur að kvikugangurinn undir Grindavík sé hálfstorknaður Eldfjallafræðingurinn Haraldur Sigurðsson, einn kunnasti jarðvísindamaður Íslendinga, telur að kvikugangurinn undir Grindavík sé við það að storkna og að líkur á eldgosi hafi minnkað. Hann segir að ef hann byggi í Grindavík væri hann farinn heim fyrir jól. 21. nóvember 2023 21:11 Eldfjallafræðingurinn færi heim fyrir jól ef hann byggi í Grindavík Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur telur að kvikugangurinn undir Grindavík sé við það að storkna og líkur á eldgosi hafi minnkað. Hann segir að ef hann byggi í Grindavík væri hann farinn heim fyrir jól. 21. nóvember 2023 17:47 Kvika frá Krýsuvík gæti gosið upp í Reykjavík Eldgos gæti komið upp í jaðri Reykjavíkur, í sprungukerfi frá Krýsuvíkureldstöðinni. 11. febrúar 2015 20:32 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira
„Ég held að þetta sé byrjunin á margra ára ferli af jarðskorpuhreyfingum. Allavega áratuga, myndi ég giska á,“ segir Haraldur í viðtali við fréttastofuna um umbrotin á Reykjanesskaga. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur í viðtali frá Massachusetts í Bandaríkjunum í gær.Skjáskot/Stöð 2 Hann spáir því að fleiri svæði á Reykjanesfjallgarðinum verði virk, allt til Hengils. Hann nefnir sérstaklega Krýsuvík, sem hann segir töluverða eldstöð. „Það má ekki gleyma því að sprungukerfið frá Krýsuvík, það liggur upp í Heiðmörk. Og svo heldurðu áfram til austurs, þá ertu kominn undir Morgunblaðshúsið. Þar eru sprungur alveg í hring, rétt þar hjá. Þetta getur verið virkt svæði, alveg upp í Heiðmörk. Það þarf virkilega að fylgjast vel með því. Svo að höfuðborgarsvæðið, það er viss hætta þar,“ segir eldfjallafræðingurinn og minnir á að þar hafa hraun runnið. Horft yfir í Urriðaholtshverfi í Garðabæ í átt til Heiðmerkur. Hrauntröðin Búrfellsgjá er í fjögurra kílómetra fjarlægð frá byggðinni.Vilhelm Gunnarsson -Þannig að það er alveg hugsanlegur möguleiki að það komi kvika í sprungu sem liggur undir Hádegismóa? „Já, já. Ég tel það. Það þarf virkilega að kanna það og gera áhættumat á því svæði, öllu svæðinu sem snertir Heiðmörkina.“ -En hvað með Hafnarfjörð og hugmyndir um að byggja flugvöll í Hvassahrauni? Eða Voga á Vatnsleysuströnd og nýbyggingarhverfi í Grindavík? Þarf að endurskoða byggingaráform á svæðum sem þessum? „Já, það er nauðsynlegt að taka sterklega til greina alla áhættuna sem getur stafað af jarðskorpuhreyfingum á þessum svæðum. Og hugsanlegu hraunrennsli. En fyrst og fremst jarðskorpuhreyfingum,“ svarar Haraldur Sigurðsson. Hér má sjá Harald ræða um hættuna gagnvart höfuðborgarsvæðinu: Viðtalið við Harald í heild má sjá hér: Fjallað var um æviferil Haraldar í þættinum Um land allt fyrir átta árum:
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Hafnarfjörður Garðabær Reykjavík Kópavogur Vogar Grindavík Vísindi Tengdar fréttir Telur tíu til tuttugu eldgos geta fylgt í kjölfarið á Reykjanesskaga Landsmenn þurfa að vera viðbúnir tíu til tuttugu eldgosum á Reykjanesskaga á næstu tveimur til þremur öldum, að mati Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings. Gera verði ráð fyrir mun myndarlegri hraungosum en því sem nú stendur yfir. 19. maí 2021 22:44 Eldgos líkt Surtsey gæti lokað Keflavíkurflugvelli Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur segir að neðansjávargos undan Reykjanesi í líkingu við Surtseyjargosið gæti lokað Keflavíkurflugvelli. 22. nóvember 2023 11:55 Telur að kvikugangurinn undir Grindavík sé hálfstorknaður Eldfjallafræðingurinn Haraldur Sigurðsson, einn kunnasti jarðvísindamaður Íslendinga, telur að kvikugangurinn undir Grindavík sé við það að storkna og að líkur á eldgosi hafi minnkað. Hann segir að ef hann byggi í Grindavík væri hann farinn heim fyrir jól. 21. nóvember 2023 21:11 Eldfjallafræðingurinn færi heim fyrir jól ef hann byggi í Grindavík Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur telur að kvikugangurinn undir Grindavík sé við það að storkna og líkur á eldgosi hafi minnkað. Hann segir að ef hann byggi í Grindavík væri hann farinn heim fyrir jól. 21. nóvember 2023 17:47 Kvika frá Krýsuvík gæti gosið upp í Reykjavík Eldgos gæti komið upp í jaðri Reykjavíkur, í sprungukerfi frá Krýsuvíkureldstöðinni. 11. febrúar 2015 20:32 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira
Telur tíu til tuttugu eldgos geta fylgt í kjölfarið á Reykjanesskaga Landsmenn þurfa að vera viðbúnir tíu til tuttugu eldgosum á Reykjanesskaga á næstu tveimur til þremur öldum, að mati Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings. Gera verði ráð fyrir mun myndarlegri hraungosum en því sem nú stendur yfir. 19. maí 2021 22:44
Eldgos líkt Surtsey gæti lokað Keflavíkurflugvelli Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur segir að neðansjávargos undan Reykjanesi í líkingu við Surtseyjargosið gæti lokað Keflavíkurflugvelli. 22. nóvember 2023 11:55
Telur að kvikugangurinn undir Grindavík sé hálfstorknaður Eldfjallafræðingurinn Haraldur Sigurðsson, einn kunnasti jarðvísindamaður Íslendinga, telur að kvikugangurinn undir Grindavík sé við það að storkna og að líkur á eldgosi hafi minnkað. Hann segir að ef hann byggi í Grindavík væri hann farinn heim fyrir jól. 21. nóvember 2023 21:11
Eldfjallafræðingurinn færi heim fyrir jól ef hann byggi í Grindavík Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur telur að kvikugangurinn undir Grindavík sé við það að storkna og líkur á eldgosi hafi minnkað. Hann segir að ef hann byggi í Grindavík væri hann farinn heim fyrir jól. 21. nóvember 2023 17:47
Kvika frá Krýsuvík gæti gosið upp í Reykjavík Eldgos gæti komið upp í jaðri Reykjavíkur, í sprungukerfi frá Krýsuvíkureldstöðinni. 11. febrúar 2015 20:32