Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Þór Þ. 103-76 | Grasið grænna í Njarðvík Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 23. nóvember 2023 21:00 Njarðvík vann stórsigur. vísir/hulda margrét Njarðvíkingar tóku á móti Þór frá Þorlákshöfn í kvöld þegar 8. umferð Subway-deildar karla hóf göngu sína. Liðin áttust við í Ljónagryfjunni í Njarðvík og unnu heimamenn stórsigur. Það voru gestirnir í Þór Þ. sem unnu uppkastið og settu fyrstu stig leiksins á töfluna strax í fyrstu sókn. Njarðvíkingar settu tóninn hins vegar strax í sinni fyrstu sókn fyrir hvað koma skyldi frá þeim í þessum fyrsta leikhluta þegar þeir settu niður þrist. Heimamenn spiluðu fanta góðan leikhluta og voru að hitta virkilega vel. Njarðvík setti niður sjö þrista í þrettán tilraunum í fyrsta leikhluta á meðan gestirnir reyndu sjö þrista án árangurs. Njarðvík leiddu því nokkuð þægilega eftir fyrsta leikhluta 35-17. Þór Þ. byrjuðu annan leikhluta vel og náðu að saxa örlítið á forskotið áður en Njarðvíkingar náðu sínum fyrstu stigum í leikhlutanum. Gestirnir náðu að halda Njarðvíkingum aðeins í skefjum fyrstu mínúturnar í öðrum leikhluta en heimamenn náðu þó fljótt vopnum sínum aftur. Njarðvíkingar gáfu ekkert eftir og fóru inn í hlé með 20 stiga forskot, 53-33 stöðu í hálfleik. Síðari hálfleikur byrjaði ágætlega fyrir gestina sem virtust vera að ná að halda heimamönnum í skefjum fyrst um sinn. Fotis setti niður fyrstu fjögur stig leikhlutans og gestirnir náðu að stöðva nokkrar sóknaraðgerðir heimamanna. Heimamenn náðu þó fljótt vopnum sínum aftur og keyrðu á gestina. Njarðvikingar sóttu forskotið aftur og bættu bara í ef eitthvað var. Gestirnir náðu þó smá áhlaupi og þegar útlitið virtist vera birta til þá mættu heimamenn bara af krafti aftur og tóku öll völd. Njarðvíkingar fóru með 83-53 forystu inn í síðasta leikhlutann og því ljóst að mikið þurfti að gerast í síðasta leikhlutanum fyrir gestina að fá eitthvað úr þessum leik. Luke Moyer byrjaði fjórða leikhluta á því að setja niður þrist og auka við mun heimamanna. Njarðvíkingar slógu ekkert af í síðasta leikhlutanum. Þegar langt var liðið á leikhlutann og löngu orðið ljóst í hvað stefndi byrjuðu Njarðvíkingar að hreyfa bekkinn og fengu margir leikmenn af bekknum góðar mínútur undir beltið. Það fór svo að Njarðvíkingar höfðu betur 103-76 í leik sem náði aldrei upp alvöru spennu. Af hverju vann Njarðvík? Njarðvíkingar settu tóninn strax í fyrsta leikhluta þar sem þeir settu niður hvert skotið á fætur öðru á meðan gestirnir voru að klikka á sínum. Njarðvíkingar settu sjö þrista niður í fyrsta leikhluta á móti engum frá gestunum. Heimamenn náðu þar strax upp góðu forskoti sem þeir létu aldrei af hendi. Njarðvík setti í heildina fjórtán þrista á móti fjórum frá Þórsurum. Hverjir stóðu upp úr? Mario Matasovic var atkvæðamestur í liði heimamanna með 21 stig og reif niður 13 fráköst að auki. Dominykas Milka var líka öflugur en hann skoraði 19 stig og tók 14 fráköst. Maciej Baginski var á eldi í fyrsta leikhluta fyrir Njarðvikinga. Setti niður mikilvæga þrista og lagði góðan grunn fyrir félaga sína að hlaupa svo með leikinn svo það mætti lengi telja. Liðsheild Njarðvíkur stóð uppúr. Hvað gekk illa? Skotin voru ekki að detta fyrir gestina í dag. Til að undirstrika það þá var Þórsliðið 4/37 (10%) úr þristum. Þetta var bara því miður ekki þeirra dagur í dag. Hvað gerist næst? Njarðvíkingar heimsækja Hamar í næstu umferð í Hveragerði. Þór Þ. taka á móti Íslandsmeisturum Tindastóls í næstu umferð. Lárus: Gáfum okkur aldrei tækifæri á að komast inn í leikinn Lárus Jónsson á hliðarlínunni.Vísir/Bára Dröfn „Við bara byrjuðum á því að tapa þessum leik strax í byrjun bara með linri vörn. Þeir komust á lagið bara í fyrsta leikhluta og þeim bara leið vel það sem eftir lifði leiks. Þeir skoruðu bara af vild en svo fannst mér vörnin þéttast aðeins hjá okkur en af sama skapi þá gáfum við okkur aldrei tækifæri á að komast inn í leikinn. Vörnin þéttist og við vorum að fá kannski möguleika á einhverjum hraðaupphlaupum en þá hendum við boltanum útaf eða réttum Njarðvíking boltann svo hann gæti farið í sniðskot,“ sagði Lárus Jónsson, þjálfair Þórs. „Svo voru þeir komnir með sjálfstraust, eru 20-25 stigum yfir allan leikinn og búnir að leiða allan leikinn. Þá dettur allt ofan í. Þeir hitta svo alltaf þegar skotklukkan er að detta út og það endar spjaldið ofan í eða lekur ofan í. Þeir bjuggu sér það til í fyrsta leikhluta og ég ætla ekkert að taka það af Njarðvíkingum en stór hluti af því er okkur að kenna líka hvað við vorum rosalega linir í fyrsta leikhluta.“ Lárus horfði sárum augum á fyrsta leikhlutann en það vakti athygli hversu auðvelt Njarðvíkingar áttu með að sækja sér sóknarfráköst. „Þetta hefur verið okkar Akkilesarhæll í vetur. Það eru varnarfráköstin þannig þeir fengu svolítið aðra sénsa en það var ekki bara það, þeir voru líka bara að fá rosalega þægileg og opin skot. Mér fannst þetta bara vera orkuleysi frá okkur að leyfa þeim að gera bara það sem þeim langaði. “ Lárus sá ekki margt jákvætt úr þessu frá sínum mönnum í kvöld. „Nei, ef maður á að taka kannski eitthvað jákvætt þá er það kannski ágætt að fá svona rassskell. Það vekur liðið stundum. Mér finnst við ekkert búnir að vera góðir í síðustu þremur leikjum á móti Grindavík, Breiðablik og þessum leik þannig kannski þurftu menn bara að fá smá skell. “ Lárus vildi þó ekki setja þennan leik bara í baksýnisspegilinn og halda áfram. „Nei. Við þurfum að fara yfir þennan leik og nýta okkur hann. Sýna og fara yfir hvað við þurfum að laga og nota þetta tap.“ Subway-deild karla UMF Njarðvík Þór Þorlákshöfn Körfubolti
Njarðvíkingar tóku á móti Þór frá Þorlákshöfn í kvöld þegar 8. umferð Subway-deildar karla hóf göngu sína. Liðin áttust við í Ljónagryfjunni í Njarðvík og unnu heimamenn stórsigur. Það voru gestirnir í Þór Þ. sem unnu uppkastið og settu fyrstu stig leiksins á töfluna strax í fyrstu sókn. Njarðvíkingar settu tóninn hins vegar strax í sinni fyrstu sókn fyrir hvað koma skyldi frá þeim í þessum fyrsta leikhluta þegar þeir settu niður þrist. Heimamenn spiluðu fanta góðan leikhluta og voru að hitta virkilega vel. Njarðvík setti niður sjö þrista í þrettán tilraunum í fyrsta leikhluta á meðan gestirnir reyndu sjö þrista án árangurs. Njarðvík leiddu því nokkuð þægilega eftir fyrsta leikhluta 35-17. Þór Þ. byrjuðu annan leikhluta vel og náðu að saxa örlítið á forskotið áður en Njarðvíkingar náðu sínum fyrstu stigum í leikhlutanum. Gestirnir náðu að halda Njarðvíkingum aðeins í skefjum fyrstu mínúturnar í öðrum leikhluta en heimamenn náðu þó fljótt vopnum sínum aftur. Njarðvíkingar gáfu ekkert eftir og fóru inn í hlé með 20 stiga forskot, 53-33 stöðu í hálfleik. Síðari hálfleikur byrjaði ágætlega fyrir gestina sem virtust vera að ná að halda heimamönnum í skefjum fyrst um sinn. Fotis setti niður fyrstu fjögur stig leikhlutans og gestirnir náðu að stöðva nokkrar sóknaraðgerðir heimamanna. Heimamenn náðu þó fljótt vopnum sínum aftur og keyrðu á gestina. Njarðvikingar sóttu forskotið aftur og bættu bara í ef eitthvað var. Gestirnir náðu þó smá áhlaupi og þegar útlitið virtist vera birta til þá mættu heimamenn bara af krafti aftur og tóku öll völd. Njarðvíkingar fóru með 83-53 forystu inn í síðasta leikhlutann og því ljóst að mikið þurfti að gerast í síðasta leikhlutanum fyrir gestina að fá eitthvað úr þessum leik. Luke Moyer byrjaði fjórða leikhluta á því að setja niður þrist og auka við mun heimamanna. Njarðvíkingar slógu ekkert af í síðasta leikhlutanum. Þegar langt var liðið á leikhlutann og löngu orðið ljóst í hvað stefndi byrjuðu Njarðvíkingar að hreyfa bekkinn og fengu margir leikmenn af bekknum góðar mínútur undir beltið. Það fór svo að Njarðvíkingar höfðu betur 103-76 í leik sem náði aldrei upp alvöru spennu. Af hverju vann Njarðvík? Njarðvíkingar settu tóninn strax í fyrsta leikhluta þar sem þeir settu niður hvert skotið á fætur öðru á meðan gestirnir voru að klikka á sínum. Njarðvíkingar settu sjö þrista niður í fyrsta leikhluta á móti engum frá gestunum. Heimamenn náðu þar strax upp góðu forskoti sem þeir létu aldrei af hendi. Njarðvík setti í heildina fjórtán þrista á móti fjórum frá Þórsurum. Hverjir stóðu upp úr? Mario Matasovic var atkvæðamestur í liði heimamanna með 21 stig og reif niður 13 fráköst að auki. Dominykas Milka var líka öflugur en hann skoraði 19 stig og tók 14 fráköst. Maciej Baginski var á eldi í fyrsta leikhluta fyrir Njarðvikinga. Setti niður mikilvæga þrista og lagði góðan grunn fyrir félaga sína að hlaupa svo með leikinn svo það mætti lengi telja. Liðsheild Njarðvíkur stóð uppúr. Hvað gekk illa? Skotin voru ekki að detta fyrir gestina í dag. Til að undirstrika það þá var Þórsliðið 4/37 (10%) úr þristum. Þetta var bara því miður ekki þeirra dagur í dag. Hvað gerist næst? Njarðvíkingar heimsækja Hamar í næstu umferð í Hveragerði. Þór Þ. taka á móti Íslandsmeisturum Tindastóls í næstu umferð. Lárus: Gáfum okkur aldrei tækifæri á að komast inn í leikinn Lárus Jónsson á hliðarlínunni.Vísir/Bára Dröfn „Við bara byrjuðum á því að tapa þessum leik strax í byrjun bara með linri vörn. Þeir komust á lagið bara í fyrsta leikhluta og þeim bara leið vel það sem eftir lifði leiks. Þeir skoruðu bara af vild en svo fannst mér vörnin þéttast aðeins hjá okkur en af sama skapi þá gáfum við okkur aldrei tækifæri á að komast inn í leikinn. Vörnin þéttist og við vorum að fá kannski möguleika á einhverjum hraðaupphlaupum en þá hendum við boltanum útaf eða réttum Njarðvíking boltann svo hann gæti farið í sniðskot,“ sagði Lárus Jónsson, þjálfair Þórs. „Svo voru þeir komnir með sjálfstraust, eru 20-25 stigum yfir allan leikinn og búnir að leiða allan leikinn. Þá dettur allt ofan í. Þeir hitta svo alltaf þegar skotklukkan er að detta út og það endar spjaldið ofan í eða lekur ofan í. Þeir bjuggu sér það til í fyrsta leikhluta og ég ætla ekkert að taka það af Njarðvíkingum en stór hluti af því er okkur að kenna líka hvað við vorum rosalega linir í fyrsta leikhluta.“ Lárus horfði sárum augum á fyrsta leikhlutann en það vakti athygli hversu auðvelt Njarðvíkingar áttu með að sækja sér sóknarfráköst. „Þetta hefur verið okkar Akkilesarhæll í vetur. Það eru varnarfráköstin þannig þeir fengu svolítið aðra sénsa en það var ekki bara það, þeir voru líka bara að fá rosalega þægileg og opin skot. Mér fannst þetta bara vera orkuleysi frá okkur að leyfa þeim að gera bara það sem þeim langaði. “ Lárus sá ekki margt jákvætt úr þessu frá sínum mönnum í kvöld. „Nei, ef maður á að taka kannski eitthvað jákvætt þá er það kannski ágætt að fá svona rassskell. Það vekur liðið stundum. Mér finnst við ekkert búnir að vera góðir í síðustu þremur leikjum á móti Grindavík, Breiðablik og þessum leik þannig kannski þurftu menn bara að fá smá skell. “ Lárus vildi þó ekki setja þennan leik bara í baksýnisspegilinn og halda áfram. „Nei. Við þurfum að fara yfir þennan leik og nýta okkur hann. Sýna og fara yfir hvað við þurfum að laga og nota þetta tap.“
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum