Sá sem er grunaður um stunguárásina fékk átta ára dóm í fyrra Jón Þór Stefánsson og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa 23. nóvember 2023 19:56 Maðurinn sem er grunaður um árásina afplánar átta ára fangelsisdóm fyrir tilraun til manndráps í Miðbæ Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Maðurinn sem er grunaður um að stinga samfanga sinn á Litla-Hrauni í dag hlaut í lok síðasta árs átta ára fangelsisdóm fyrir skotárás í miðbæ Reykjavíkur. Hann heitir Ingólfur Kjartansson og er rúmlega tvítugur. Þetta herma heimildir fréttastofu, en Nútíminn greindi fyrst frá tengingu mannsins við skotárásina. Jafnframt hefur Vísir upplýsingar um að maðurinn sem varð fyrir árásinni sé þungt haldinn, en ekki í lífshættu. Nokkur skot og eitt hæfði Átta ára fangelsisdómur Ingólfs var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í nóvember í fyrra, og varðaði árás gegn öðrum karlmanni með þrívíddarprentaðri byssu við Bergstaðastræti í Reykjavík. Árásin átti sér stað aðfaranótt sunnudags 13. febrúar á síðasta ári. Ingólfur játaði brot sín, en honum var gefið að sök tilraun til manndráps. Hann skaut hinn manninn í brjóstkassa, rétt fyrir ofan brjóstkassa, og fór skotið í gegnum lunga mannsins. Jafnframt var Ingólfi gefið að sök að skjóta þremur öðrum skotum sem hæfðu hinn manninn ekki. Samkvæmt læknisvottorði hlaut brotaþolinn lífshættulega áverka vegna þessa, án meðferðar hefði verið hugsanlegt að þeir myndu leiða til dauða hans. Ekkert sem komi í veg fyrir að refsing beri árangur Í mati geðlæknis var sagt um Ingólf að „ekkert læknisfræðilegt sem kemur í veg fyrir það að refsing kynni að bera árangur ef hann reynist sekur um þau mál sem hann er ákærður fyrir.“ Skotárásin var ekki fyrsta brotið sem Ingólfur fékk dóm fyrir. Árið 2021 hlaut hann tveggja ára fangelsisdóm fyrir ýmis brot líkt og líkamsárás, þjófnað, rán, og ránstilraun, sem og brot gegn barnaverndarlögum, vopnalaga- og fíkniefnalagabrot. Snúið að skilja fanga að Páll Winkel, fangelsismálastjóri segir í samtali við Vísi að aðbúnaður á Litla-Hrauni sé ekki til þess hæfur að aðskilja fanga sem mögulega tilheyri ólíkum hópum eða gengjum. „Það er bara mjög snúið að skilja að hópa fanga vegna þess að aðbúnaðurinn á Litla-Hrauni er eins og hann er og þess vegna höfum við bent á um langt skeið að það þurfi að hafa fangelsin þannig að það sé hægt að skilja að hópa fanga,“ segir Páll. „Það hefur verið nauðsynlegt í langan tíma og er enn nauðsynlegt. Það er hugað að því í nýju fangelsi sem við erum að byggja.“ Lögreglumál Fangelsismál Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Þetta herma heimildir fréttastofu, en Nútíminn greindi fyrst frá tengingu mannsins við skotárásina. Jafnframt hefur Vísir upplýsingar um að maðurinn sem varð fyrir árásinni sé þungt haldinn, en ekki í lífshættu. Nokkur skot og eitt hæfði Átta ára fangelsisdómur Ingólfs var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í nóvember í fyrra, og varðaði árás gegn öðrum karlmanni með þrívíddarprentaðri byssu við Bergstaðastræti í Reykjavík. Árásin átti sér stað aðfaranótt sunnudags 13. febrúar á síðasta ári. Ingólfur játaði brot sín, en honum var gefið að sök tilraun til manndráps. Hann skaut hinn manninn í brjóstkassa, rétt fyrir ofan brjóstkassa, og fór skotið í gegnum lunga mannsins. Jafnframt var Ingólfi gefið að sök að skjóta þremur öðrum skotum sem hæfðu hinn manninn ekki. Samkvæmt læknisvottorði hlaut brotaþolinn lífshættulega áverka vegna þessa, án meðferðar hefði verið hugsanlegt að þeir myndu leiða til dauða hans. Ekkert sem komi í veg fyrir að refsing beri árangur Í mati geðlæknis var sagt um Ingólf að „ekkert læknisfræðilegt sem kemur í veg fyrir það að refsing kynni að bera árangur ef hann reynist sekur um þau mál sem hann er ákærður fyrir.“ Skotárásin var ekki fyrsta brotið sem Ingólfur fékk dóm fyrir. Árið 2021 hlaut hann tveggja ára fangelsisdóm fyrir ýmis brot líkt og líkamsárás, þjófnað, rán, og ránstilraun, sem og brot gegn barnaverndarlögum, vopnalaga- og fíkniefnalagabrot. Snúið að skilja fanga að Páll Winkel, fangelsismálastjóri segir í samtali við Vísi að aðbúnaður á Litla-Hrauni sé ekki til þess hæfur að aðskilja fanga sem mögulega tilheyri ólíkum hópum eða gengjum. „Það er bara mjög snúið að skilja að hópa fanga vegna þess að aðbúnaðurinn á Litla-Hrauni er eins og hann er og þess vegna höfum við bent á um langt skeið að það þurfi að hafa fangelsin þannig að það sé hægt að skilja að hópa fanga,“ segir Páll. „Það hefur verið nauðsynlegt í langan tíma og er enn nauðsynlegt. Það er hugað að því í nýju fangelsi sem við erum að byggja.“
Lögreglumál Fangelsismál Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira