Sá sem er grunaður um stunguárásina fékk átta ára dóm í fyrra Jón Þór Stefánsson og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa 23. nóvember 2023 19:56 Maðurinn sem er grunaður um árásina afplánar átta ára fangelsisdóm fyrir tilraun til manndráps í Miðbæ Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Maðurinn sem er grunaður um að stinga samfanga sinn á Litla-Hrauni í dag hlaut í lok síðasta árs átta ára fangelsisdóm fyrir skotárás í miðbæ Reykjavíkur. Hann heitir Ingólfur Kjartansson og er rúmlega tvítugur. Þetta herma heimildir fréttastofu, en Nútíminn greindi fyrst frá tengingu mannsins við skotárásina. Jafnframt hefur Vísir upplýsingar um að maðurinn sem varð fyrir árásinni sé þungt haldinn, en ekki í lífshættu. Nokkur skot og eitt hæfði Átta ára fangelsisdómur Ingólfs var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í nóvember í fyrra, og varðaði árás gegn öðrum karlmanni með þrívíddarprentaðri byssu við Bergstaðastræti í Reykjavík. Árásin átti sér stað aðfaranótt sunnudags 13. febrúar á síðasta ári. Ingólfur játaði brot sín, en honum var gefið að sök tilraun til manndráps. Hann skaut hinn manninn í brjóstkassa, rétt fyrir ofan brjóstkassa, og fór skotið í gegnum lunga mannsins. Jafnframt var Ingólfi gefið að sök að skjóta þremur öðrum skotum sem hæfðu hinn manninn ekki. Samkvæmt læknisvottorði hlaut brotaþolinn lífshættulega áverka vegna þessa, án meðferðar hefði verið hugsanlegt að þeir myndu leiða til dauða hans. Ekkert sem komi í veg fyrir að refsing beri árangur Í mati geðlæknis var sagt um Ingólf að „ekkert læknisfræðilegt sem kemur í veg fyrir það að refsing kynni að bera árangur ef hann reynist sekur um þau mál sem hann er ákærður fyrir.“ Skotárásin var ekki fyrsta brotið sem Ingólfur fékk dóm fyrir. Árið 2021 hlaut hann tveggja ára fangelsisdóm fyrir ýmis brot líkt og líkamsárás, þjófnað, rán, og ránstilraun, sem og brot gegn barnaverndarlögum, vopnalaga- og fíkniefnalagabrot. Snúið að skilja fanga að Páll Winkel, fangelsismálastjóri segir í samtali við Vísi að aðbúnaður á Litla-Hrauni sé ekki til þess hæfur að aðskilja fanga sem mögulega tilheyri ólíkum hópum eða gengjum. „Það er bara mjög snúið að skilja að hópa fanga vegna þess að aðbúnaðurinn á Litla-Hrauni er eins og hann er og þess vegna höfum við bent á um langt skeið að það þurfi að hafa fangelsin þannig að það sé hægt að skilja að hópa fanga,“ segir Páll. „Það hefur verið nauðsynlegt í langan tíma og er enn nauðsynlegt. Það er hugað að því í nýju fangelsi sem við erum að byggja.“ Lögreglumál Fangelsismál Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Fleiri fréttir „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Sjá meira
Þetta herma heimildir fréttastofu, en Nútíminn greindi fyrst frá tengingu mannsins við skotárásina. Jafnframt hefur Vísir upplýsingar um að maðurinn sem varð fyrir árásinni sé þungt haldinn, en ekki í lífshættu. Nokkur skot og eitt hæfði Átta ára fangelsisdómur Ingólfs var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í nóvember í fyrra, og varðaði árás gegn öðrum karlmanni með þrívíddarprentaðri byssu við Bergstaðastræti í Reykjavík. Árásin átti sér stað aðfaranótt sunnudags 13. febrúar á síðasta ári. Ingólfur játaði brot sín, en honum var gefið að sök tilraun til manndráps. Hann skaut hinn manninn í brjóstkassa, rétt fyrir ofan brjóstkassa, og fór skotið í gegnum lunga mannsins. Jafnframt var Ingólfi gefið að sök að skjóta þremur öðrum skotum sem hæfðu hinn manninn ekki. Samkvæmt læknisvottorði hlaut brotaþolinn lífshættulega áverka vegna þessa, án meðferðar hefði verið hugsanlegt að þeir myndu leiða til dauða hans. Ekkert sem komi í veg fyrir að refsing beri árangur Í mati geðlæknis var sagt um Ingólf að „ekkert læknisfræðilegt sem kemur í veg fyrir það að refsing kynni að bera árangur ef hann reynist sekur um þau mál sem hann er ákærður fyrir.“ Skotárásin var ekki fyrsta brotið sem Ingólfur fékk dóm fyrir. Árið 2021 hlaut hann tveggja ára fangelsisdóm fyrir ýmis brot líkt og líkamsárás, þjófnað, rán, og ránstilraun, sem og brot gegn barnaverndarlögum, vopnalaga- og fíkniefnalagabrot. Snúið að skilja fanga að Páll Winkel, fangelsismálastjóri segir í samtali við Vísi að aðbúnaður á Litla-Hrauni sé ekki til þess hæfur að aðskilja fanga sem mögulega tilheyri ólíkum hópum eða gengjum. „Það er bara mjög snúið að skilja að hópa fanga vegna þess að aðbúnaðurinn á Litla-Hrauni er eins og hann er og þess vegna höfum við bent á um langt skeið að það þurfi að hafa fangelsin þannig að það sé hægt að skilja að hópa fanga,“ segir Páll. „Það hefur verið nauðsynlegt í langan tíma og er enn nauðsynlegt. Það er hugað að því í nýju fangelsi sem við erum að byggja.“
Lögreglumál Fangelsismál Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Fleiri fréttir „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Sjá meira