Eiginkonurnar orðnar umsvifamiklir fjárfestar á Spáni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. nóvember 2023 12:13 Magnús Guðmundsson og Hreiðar Már Sigurðsson voru í aðalhlutverki hjá Kaupþingi sem féll haustið 2008. Eiginkonur fyrrverandi stjórnenda hins fallna Kaupþings banka eru umsvifamiklir fjárfestar í fasteignaverkefnum, meðal annars á Spáni. Peningar sem geymdir eru í aflandsfélögum á Tortóla og Kýpur eru notaðir til að byggja lúxusíbúðir. Þetta kemur fram í forsíðufrétt Heimildarinnar sem kemur út í dag. Þar segir að hundruð milljóna króna hagnaður hafi orðið til í þessum aflandsfélögum. Konurnar eru Anna Lísa Sigurjónsdóttir, eiginkona Hreiðars Más Sigurðssonar fyrrverandi bankastjóra Kaupþings; Lovísa María Gunnarsdóttir, eiginkona Magnúsar Guðmundssonar sem var bankastjóri Kaupþings í Lúxemborg; og Þórhildur Einarsdóttir, eiginkona Steingríms Páls Kárasonar, fyrrverandi forstöðumanns áhættustýringar Kaupþings. Heiðar Már og Magnús fengu þunga fangelsisdóma í kjölfar hrunsins og Steingrímur Páll var dæmdur til að endurgreiða himinhá lán frá Kaupþingi á árunum fyrir hrun. Lán hans árið 2008 námu 2,3 milljörðum króna. Heimildin vísar til gagna sem láku frá kýpverskri fyrirtækjaþjónustu sem sérhæfir sig í að fara með daglegan rekstur skúffufyrirtækja fyrir erlenda aðila. Gögnunum var lekið til alþjóðlegra samtaka rannsóknarblaðamanna. Í frétt Heimildarinnar sýna gögnin hvernig hópur fólks, sem tengist í gegnum hinn fallna banka Kaupþing, hefur getað fjárfest fyrir háar upphæðir víða um heim með því að geyma auð sinn á erlendum reikningum á eyjum á borð við Tortóla og Kýpur. Um félögin hafi streymt hundruð milljóna króna sem hagnaður eða lán. Hreiðar Már hefur eftir hrun og fangelsisvist haslað sér völl í ferðamannabransanum á Íslandi. Þar er hann orðinn umsvifamikill í hótelrekstri á Snæfellsnesi. Nánar má lesa um fjárfestingaklúbb Kaupþingskvenna í Heimildinni. Kýpur Spánn Hrunið Íslenskir bankar Íslendingar erlendis Mest lesið Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Sjá meira
Þetta kemur fram í forsíðufrétt Heimildarinnar sem kemur út í dag. Þar segir að hundruð milljóna króna hagnaður hafi orðið til í þessum aflandsfélögum. Konurnar eru Anna Lísa Sigurjónsdóttir, eiginkona Hreiðars Más Sigurðssonar fyrrverandi bankastjóra Kaupþings; Lovísa María Gunnarsdóttir, eiginkona Magnúsar Guðmundssonar sem var bankastjóri Kaupþings í Lúxemborg; og Þórhildur Einarsdóttir, eiginkona Steingríms Páls Kárasonar, fyrrverandi forstöðumanns áhættustýringar Kaupþings. Heiðar Már og Magnús fengu þunga fangelsisdóma í kjölfar hrunsins og Steingrímur Páll var dæmdur til að endurgreiða himinhá lán frá Kaupþingi á árunum fyrir hrun. Lán hans árið 2008 námu 2,3 milljörðum króna. Heimildin vísar til gagna sem láku frá kýpverskri fyrirtækjaþjónustu sem sérhæfir sig í að fara með daglegan rekstur skúffufyrirtækja fyrir erlenda aðila. Gögnunum var lekið til alþjóðlegra samtaka rannsóknarblaðamanna. Í frétt Heimildarinnar sýna gögnin hvernig hópur fólks, sem tengist í gegnum hinn fallna banka Kaupþing, hefur getað fjárfest fyrir háar upphæðir víða um heim með því að geyma auð sinn á erlendum reikningum á eyjum á borð við Tortóla og Kýpur. Um félögin hafi streymt hundruð milljóna króna sem hagnaður eða lán. Hreiðar Már hefur eftir hrun og fangelsisvist haslað sér völl í ferðamannabransanum á Íslandi. Þar er hann orðinn umsvifamikill í hótelrekstri á Snæfellsnesi. Nánar má lesa um fjárfestingaklúbb Kaupþingskvenna í Heimildinni.
Kýpur Spánn Hrunið Íslenskir bankar Íslendingar erlendis Mest lesið Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Sjá meira