Talsverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt, að því er fram kemur í dagbók. Þar segir að tilkynnt hafi verið um slagsmál á hóteli en enginn sé alvarlega slasaður. Málið sé til rannsóknar.
Maður sem sparkaði sér leið inn í tónleikahús í miðbænum var handtekinn og vistaður í fangaklefa. Önnur mál snéru að ölvunarakstri og drykkjuláta á skemmtistöðum borgarinnar.