Leikmenn Everton láta ekki deigan síga þrátt fyrir stigamissi Siggeir Ævarsson skrifar 25. nóvember 2023 13:00 Sean Dyche er litríkur karakter, svo ekki sé fastar að orði kveðið Vísir/Getty Sean Dyche, knattspyrnustjóri Everton, segir að leikmenn hans séu ekki af baki dottnir þrátt fyrir að tíu stig hafi verið dæmd af liðinu og þetta mál muni einfaldlega blása bæði leikmönnum og aðdáendum eldmóð í brjóst. Everton hafa verið á góðri siglingu undanfarið og unnið sex af níu síðustu leikjum í öllum keppnum. Liðið var komið í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar áður en stigin voru dregin af því og situr nú í 19. sæti með fjögur stig. Dyche segir að leikmenn liðsins hafi brugðist hratt við í spjallhópi þeirra á WhatsApp og þeir líti einfaldlega á þetta sem eina áskorun enn sem þeir ætli að yfirstíga eins og aðrar. Sjálfur sagði Dyche í samtali við Guardian að honum hafi aldrei skort sjálfstraust sem knattspyrnustjóri og á því sé engin breyting núna. „Mig hefur aldrei skort sjálfstraust og trú á eigin hæfileika, trú á hæfileika þjálfarateymis míns eða leikmanna. Frá því að ég kom hingað hefur mig aldrei skort sjálfstraust og ef við tölum bara hreint út þá höfum við gengið í gegnum ansi erfiða tíma. En þetta snýst ekki bara um sjálfstraust. Þú verður að vinna leiki og þetta er bara enn ein stór áskorun.“ Everton tekur á móti Manchester United á morgun og er það fyrsti leikur liðsins eftir að dómurinn féll. Stuðningsmenn liðsins hafa skipulagt mótmæli fyrir leikinn en Everton hefur áfrýjað dómnum og er ekki útséð með hvort stigin tíu eru endanlega glötuð eða ekki. BBC Breakfast coverage of the protest last night @ToffeesInLondon https://t.co/RtAadHyWH4 pic.twitter.com/Nzpd6U5njs— Everton Montreal (@EvertonMontreal) November 25, 2023 Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Tíu stig dregin af Everton Tíu stig hafa verið dregin af Everton í ensku úrvalsdeildinni fyrir brot á reglum ensku úrvalsdeildarinnar um hagnað og sjálfbærni í rekstri. 17. nóvember 2023 12:37 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Fleiri fréttir Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Sjá meira
Everton hafa verið á góðri siglingu undanfarið og unnið sex af níu síðustu leikjum í öllum keppnum. Liðið var komið í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar áður en stigin voru dregin af því og situr nú í 19. sæti með fjögur stig. Dyche segir að leikmenn liðsins hafi brugðist hratt við í spjallhópi þeirra á WhatsApp og þeir líti einfaldlega á þetta sem eina áskorun enn sem þeir ætli að yfirstíga eins og aðrar. Sjálfur sagði Dyche í samtali við Guardian að honum hafi aldrei skort sjálfstraust sem knattspyrnustjóri og á því sé engin breyting núna. „Mig hefur aldrei skort sjálfstraust og trú á eigin hæfileika, trú á hæfileika þjálfarateymis míns eða leikmanna. Frá því að ég kom hingað hefur mig aldrei skort sjálfstraust og ef við tölum bara hreint út þá höfum við gengið í gegnum ansi erfiða tíma. En þetta snýst ekki bara um sjálfstraust. Þú verður að vinna leiki og þetta er bara enn ein stór áskorun.“ Everton tekur á móti Manchester United á morgun og er það fyrsti leikur liðsins eftir að dómurinn féll. Stuðningsmenn liðsins hafa skipulagt mótmæli fyrir leikinn en Everton hefur áfrýjað dómnum og er ekki útséð með hvort stigin tíu eru endanlega glötuð eða ekki. BBC Breakfast coverage of the protest last night @ToffeesInLondon https://t.co/RtAadHyWH4 pic.twitter.com/Nzpd6U5njs— Everton Montreal (@EvertonMontreal) November 25, 2023
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Tíu stig dregin af Everton Tíu stig hafa verið dregin af Everton í ensku úrvalsdeildinni fyrir brot á reglum ensku úrvalsdeildarinnar um hagnað og sjálfbærni í rekstri. 17. nóvember 2023 12:37 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Fleiri fréttir Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Sjá meira
Tíu stig dregin af Everton Tíu stig hafa verið dregin af Everton í ensku úrvalsdeildinni fyrir brot á reglum ensku úrvalsdeildarinnar um hagnað og sjálfbærni í rekstri. 17. nóvember 2023 12:37