Ramos rekinn rakleiðis út af í 29. sinn Siggeir Ævarsson skrifar 26. nóvember 2023 23:00 Það er erfitt að kenna gömlum hundi að sitja Vísir/Getty Varnarmaðurinn margreyndi, Sergio Ramos, fékk að líta rauða spjaldið í viðureign Sevilla og Real Sociedad í dag en þetta var 29. rauða spjaldið sem hann fær á ferlinum. Ramos, sem er 37 ára, snéri aftur til uppeldisfélags síns fyrir tímabilið og er þetta fyrsta rauða spjaldið sem hann fær þetta tímabilið. Hann fékk upphaflega sitt annað gula spjald í leiknum og þ.a.l. rautt fyrir glæfralega tæklingu undir lok leiksins. Atvikið var svo skoðað í var, gula spjaldið tekið til baka og hann fékk beint rautt spjald svo að tæknilega fékk Ramos tvö rauð spjöld í sama leiknum. Sergio Ramos is said to love a red card, and he has now received his first since returning to Spanish football with boyhood club Sevilla.pic.twitter.com/KCHOVT5rnE— Football España (@footballespana_) November 26, 2023 Til að bíta höfuðið svo endanlega af skömminni fékk liðsfélagi Ramos, Jesús Navas, einnig rautt spjald fyrir mótmæli eftir að Ramos fékk að líta rauða spjaldið. Það gekk hvorki né rak hjá Sevilla í þessum leik en Real Sociedad komust yfir með klaufalegu sjálfsmarki markvarðarins Marko Dmitrovic á 3. mínútu. Í sögu fótboltans er aðeins einn leikmaður sem hefur fengið fleiri rauð spjöld en Ramos, Kólombíumaðurinn Gerardo Bedoya. Honum tókst að næla sér í 46 slík á ferlinum og fékk svo rautt spjald í sínum fyrsta leik sem þjálfari þegar aðeins 21 mínúta var eftir af leiknum. Að raða inn rauðum spjöldum er sennilega ekki eftirsóknarvert met og næstu menn á listanum á eftir Ramos hafa allir lagt skóna á hilluna svo að vonandi breytist röðin á listanum ekki mikið næstu árin, nema það renni æði á Ramos á lokametrum ferils hans. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Sjá meira
Ramos, sem er 37 ára, snéri aftur til uppeldisfélags síns fyrir tímabilið og er þetta fyrsta rauða spjaldið sem hann fær þetta tímabilið. Hann fékk upphaflega sitt annað gula spjald í leiknum og þ.a.l. rautt fyrir glæfralega tæklingu undir lok leiksins. Atvikið var svo skoðað í var, gula spjaldið tekið til baka og hann fékk beint rautt spjald svo að tæknilega fékk Ramos tvö rauð spjöld í sama leiknum. Sergio Ramos is said to love a red card, and he has now received his first since returning to Spanish football with boyhood club Sevilla.pic.twitter.com/KCHOVT5rnE— Football España (@footballespana_) November 26, 2023 Til að bíta höfuðið svo endanlega af skömminni fékk liðsfélagi Ramos, Jesús Navas, einnig rautt spjald fyrir mótmæli eftir að Ramos fékk að líta rauða spjaldið. Það gekk hvorki né rak hjá Sevilla í þessum leik en Real Sociedad komust yfir með klaufalegu sjálfsmarki markvarðarins Marko Dmitrovic á 3. mínútu. Í sögu fótboltans er aðeins einn leikmaður sem hefur fengið fleiri rauð spjöld en Ramos, Kólombíumaðurinn Gerardo Bedoya. Honum tókst að næla sér í 46 slík á ferlinum og fékk svo rautt spjald í sínum fyrsta leik sem þjálfari þegar aðeins 21 mínúta var eftir af leiknum. Að raða inn rauðum spjöldum er sennilega ekki eftirsóknarvert met og næstu menn á listanum á eftir Ramos hafa allir lagt skóna á hilluna svo að vonandi breytist röðin á listanum ekki mikið næstu árin, nema það renni æði á Ramos á lokametrum ferils hans.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Sjá meira