Ramos rekinn rakleiðis út af í 29. sinn Siggeir Ævarsson skrifar 26. nóvember 2023 23:00 Það er erfitt að kenna gömlum hundi að sitja Vísir/Getty Varnarmaðurinn margreyndi, Sergio Ramos, fékk að líta rauða spjaldið í viðureign Sevilla og Real Sociedad í dag en þetta var 29. rauða spjaldið sem hann fær á ferlinum. Ramos, sem er 37 ára, snéri aftur til uppeldisfélags síns fyrir tímabilið og er þetta fyrsta rauða spjaldið sem hann fær þetta tímabilið. Hann fékk upphaflega sitt annað gula spjald í leiknum og þ.a.l. rautt fyrir glæfralega tæklingu undir lok leiksins. Atvikið var svo skoðað í var, gula spjaldið tekið til baka og hann fékk beint rautt spjald svo að tæknilega fékk Ramos tvö rauð spjöld í sama leiknum. Sergio Ramos is said to love a red card, and he has now received his first since returning to Spanish football with boyhood club Sevilla.pic.twitter.com/KCHOVT5rnE— Football España (@footballespana_) November 26, 2023 Til að bíta höfuðið svo endanlega af skömminni fékk liðsfélagi Ramos, Jesús Navas, einnig rautt spjald fyrir mótmæli eftir að Ramos fékk að líta rauða spjaldið. Það gekk hvorki né rak hjá Sevilla í þessum leik en Real Sociedad komust yfir með klaufalegu sjálfsmarki markvarðarins Marko Dmitrovic á 3. mínútu. Í sögu fótboltans er aðeins einn leikmaður sem hefur fengið fleiri rauð spjöld en Ramos, Kólombíumaðurinn Gerardo Bedoya. Honum tókst að næla sér í 46 slík á ferlinum og fékk svo rautt spjald í sínum fyrsta leik sem þjálfari þegar aðeins 21 mínúta var eftir af leiknum. Að raða inn rauðum spjöldum er sennilega ekki eftirsóknarvert met og næstu menn á listanum á eftir Ramos hafa allir lagt skóna á hilluna svo að vonandi breytist röðin á listanum ekki mikið næstu árin, nema það renni æði á Ramos á lokametrum ferils hans. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Fleiri fréttir Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Sjá meira
Ramos, sem er 37 ára, snéri aftur til uppeldisfélags síns fyrir tímabilið og er þetta fyrsta rauða spjaldið sem hann fær þetta tímabilið. Hann fékk upphaflega sitt annað gula spjald í leiknum og þ.a.l. rautt fyrir glæfralega tæklingu undir lok leiksins. Atvikið var svo skoðað í var, gula spjaldið tekið til baka og hann fékk beint rautt spjald svo að tæknilega fékk Ramos tvö rauð spjöld í sama leiknum. Sergio Ramos is said to love a red card, and he has now received his first since returning to Spanish football with boyhood club Sevilla.pic.twitter.com/KCHOVT5rnE— Football España (@footballespana_) November 26, 2023 Til að bíta höfuðið svo endanlega af skömminni fékk liðsfélagi Ramos, Jesús Navas, einnig rautt spjald fyrir mótmæli eftir að Ramos fékk að líta rauða spjaldið. Það gekk hvorki né rak hjá Sevilla í þessum leik en Real Sociedad komust yfir með klaufalegu sjálfsmarki markvarðarins Marko Dmitrovic á 3. mínútu. Í sögu fótboltans er aðeins einn leikmaður sem hefur fengið fleiri rauð spjöld en Ramos, Kólombíumaðurinn Gerardo Bedoya. Honum tókst að næla sér í 46 slík á ferlinum og fékk svo rautt spjald í sínum fyrsta leik sem þjálfari þegar aðeins 21 mínúta var eftir af leiknum. Að raða inn rauðum spjöldum er sennilega ekki eftirsóknarvert met og næstu menn á listanum á eftir Ramos hafa allir lagt skóna á hilluna svo að vonandi breytist röðin á listanum ekki mikið næstu árin, nema það renni æði á Ramos á lokametrum ferils hans.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Fleiri fréttir Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Sjá meira