Innlent

Krefjast gæsluvarðhalds yfir einum vegna hnífstungunnar

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Grímur Grímsson leiðir rannsóknina.
Grímur Grímsson leiðir rannsóknina. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæði hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir einum vegna hnífstunguárásarinnar sem framin var í Grafarholti í Reykjavík á föstudagsmorgun. Alls voru fimm handteknir en fjórum þeirra hefur verið sleppt. 

Mbl.is greinir frá því að lögreglan hafi krafist gæsluvarðhalds yfir einum manni í kvöld. 

Fjórum mönnum, sem handteknir voru daginn eftir að árásin var framin, hefur verið sleppt úr haldi. Fram kom þá að lögregla hafi enn þurft að leitar nokkura aðila í tengslum við málið. Sá fimmti var í framhaldinu handtekinn og krafist er gæsluvarðhalds yfir honum nú. Allir handteknu eru á þrítugsaldri.

Enn er til skoðunar hjá lögreglu hvort árásin tengist annari hnífstunguárás á Litla-Hrauni degi áður. Maðurinn sem varð fyrir árásinni er ekki í lífshættu en hlaut alvarlega áverka.


Tengdar fréttir

Öllum sleppt úr haldi vegna hnífaárásar

Fjórum mönnum sem handteknir voru vegna stunguárásar í gærmorgun hefur verið sleppt úr haldi en lögregla leitar enn nokkura aðila í tengslum við málið. Til skoðunar er hvort árásin tengist annarri hnífstunguárás á Litla-Hrauni degi áður sem og skotárásar í byrjun mánaðar.

Búið að ræða við hinn særða og rannsókn langt komin

Lögreglan á Suðurlandi er búin að ræða við mann, sem var stunginn ítrekað með hníf á fangelsinu Litla-Hrauni. Yfirlögregluþjónn segir rannsóknina langt á veg komna og búið að ræða við flest vitni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×