Innlent

Fjögurra vikna gæslu­varð­hald vegna hnífstungu í Grafar­holti

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Lögreglan vill ekki veita frekari upplýsingar að svo stöddu.
Lögreglan vill ekki veita frekari upplýsingar að svo stöddu. Vísir/Vilhelm

Karlmaður var í gærkvöldi úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald vegna rannsóknar lögreglu á hnífstungu í Grafarholti í Reykjavík síðasta föstudagsmorgun.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. Þar segir að krafan sé gerð á grundvelli almannahagsmuna. Eins og fram hefur komið voru fimm fyrst handteknir en fjórum þeirra var sleppt.

Enn er til skoðunar hjá lögreglu hvort árásin tengist hnífstunguárás sem gerð var á Litla-Hrauni á fimmtudag. Maðurinn sem varð fyrir árásinni er ekki í lífshættu en hlaut alvarlega áverka.

Maðurinn mun því sitja í gæsluvarðhaldi til 25. desember næstkomandi. Lögregla segir ekki hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×