Innlent

Rík á­stæða fyrir fólk að hringja fyrst

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Frá bráðamótttökunni í Fossvogi.
Frá bráðamótttökunni í Fossvogi. Vísir/Vilhelm

Enn er mikið álag á bráðamótttökunni á Landspítalanum í Fossvogi. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef spítalans þar sem fólk er beðið um að hringja fyrst í 1700 sé það ekki í bráðri hættu.

Um er að ræða fjórða skiptið á fimm vikum sem Landspítalinn sendir frá sér sambærilega tilkynningu á vef vegna álags á bráðamóttökunni. Þar hefur komið fram að forgangsraðað sé á bráðamóttöku eftir bráðleika.

„Á bráðamóttökunni í Fossvogi er þessa stundina mikið álag og margir sem bíða eftir þjónustu. Það er því rík ástæða fyrir fólk sem er ekki í bráðri hættu að hringja fyrst í 1700 eða leita upplýsinga á netspjalli Heilsuveru áður en leitað er þangað.“

Við aðstæður sem nú séu geti fólk sem ekki er í bráðri hættu því þurft að bíða lengur en annars eftir þjónustu. Ef því verður mögulega við komið er þess vegna æskilegt að reyna að leita annað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×