Enski boltinn

Tíu mínútur í kælingu fyrir kjaft­brúk eða taktísk brot

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Leikmenn gætu fengið appelsínugul spjöld fyrir ákveðin brot.
Leikmenn gætu fengið appelsínugul spjöld fyrir ákveðin brot. Stu Forster/Getty Image

Enska úrvalsdeild karla í knattspyrnu stefnir á að taka upp tíu mínútna kælingu fyrir leikmenn sem fá gult spjald fyrir taktískt brot eða munnsöfnuð. Verður þetta ekki eina breytingin sem tekin verður upp á næstu leiktíð.

Í leit að lausn við taktískum brotum og munnsöfnuðu leikmanna íhugar enska úrvalsdeildin nú að senda leikmenn í „skammarkrókinn.“ Í stað þess að fá gult spjald verða leikmenn sendir af velli í tíu mínútur.

Á fundi deildarinnar á þriðjudag var ákveðið að taka upp regluverk sem við Íslendingar könnumst við úr handbolta, þar eru leikmenn sendir af velli í tvær mínútur en þar sem knattspyrnuleikur er töluvert verri yrðu leikmenn sendir af velli í 10 mínútur.

Í grein The Telegraph segir að „skammarkrókurinn“ hafi virkað til að minnka munnsöfnuð hjá yngri aldursflokkum á Englandi og nú sé planið að gera slíkt hið sama í úrvalsdeildinni. Þá munu leikmenn hljóta sömu refsingu fyrir taktísk brot. Gæti farið svo að appelsínugult spjald verði kynnt til leiks fyrir brot af þessu tagi.

Í fréttinni kemur einnig fram að til að sporna við því að leikmenn umkringi dómarann þá munu aðeins fyrirliðar liða fá að ræða ákvarðanir dómara við manninn sem valdið hefur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×