„Hugrakkar, ákveðnar og keyrum vel á þær“ Valur Páll Eiríksson skrifar 29. nóvember 2023 23:30 Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta. VÍSIR / PAWEL Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, er spenntur fyrir komandi leik við Slóveníu - hans fyrsta með liðið á stórmóti. Erfitt sé hins vegar að rýna í slóvenska liðið. Slóvenska liðið spilaði enga æfingaleiki í aðdraganda mótsins og ákvað þjálfari liðsins að vinna frekar með liðinu í æfingabúðum heima fyrir. Vegna skarða sem hoggin eru í slóvenska liðið vegna meiðsla er erfitt fyrir íslenska þjálfarateymið að rýna í leik liðsins. „Dragan Adzic [þjálfari Slóveníu] er klókur. Hann var heima með liðið og æfði. Við erum með leiki sem þær spiluðu í nóvember við Ítali og Letta sem þær unnu nokkuð léttilega og við fáum ekki mikið út úr. En við vitum þó að það eru þarna heimsklassa leikmenn, eins og Ana Gros, og við eigum efni með henni og fylgst með í mörg ár. Það eru fleiri leikmenn þarna sem eru afar sterkir. Við eigum efni, höfum verið að skoða þær og eigum von á hörkuleik,“ segir Arnar í samtali við Vísi. Þrír leikstjórnendur eru meiddir og aðeins einn miðjumaður í 20 manna leikmannahópi Slóvena. Hvaða áhrif hefur það? „Það sem við vitum er að það kemur annar mjög leikmaður í stað þeirra meiddu. Þetta er þannig hópur og þannig lið. Við vitum líka að þær munu spila mjög sterka vörn. Azdic er mjög fær þar og þær eru mjög góðar í vörn og keyra mikið,“ „Svo mun sóknarleikurinn þá enn meira snúast um Önu Gros. Ég á von á öllu frá honum, hann gæti farið í 5-1 á okkur og testað okkur þannig en þeirra vörn er 6-0, mjög sterk, þétt og góð markvarsla og við erum að búa okkur undir það,“ segir Arnar. Klippa: Erfitt að lesa í andstæðinginn Íslenska liðið vann engan leik á æfingamóti í aðdragandanum en mætti þar sterkum andstæðingum í Póllandi og Frakklandi. Angóla er skör neðar en þau lið en sá leikur tæplega marktækur þar sem Angóla er í riðli Íslands og vildu menn ekki sýna öll spilin svo skömmu fyrir mót. En hvaða kröfur á að gera til liðsins gegn Slóveníu á morgun? „Við eigum að gera þá kröfu að og ég veit það að við munum mæta 100 prósent til leiks, við munum vera tilbúnar og leggja okkur allar í það sem við erum að gera, bæði í vörn og sókn. Við eigum að gera þá kröfu að við séum hugrakkar, ákveðnar og keyrum vel á þær. Þá er allt hægt og við vitum að ef við náum að hámarka okkar leik – þá getur allt gerst.“ segir Arnar. Ísland mætir Slóveníu í fyrsta leik riðlakeppninnar á HM á morgun. Leikurinn hefst klukkan 17:00 og verður gerð góð skil á Vísi. HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Meiddist við að máta boli Sport Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann Fótbolti Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Fótbolti „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Ísrael | Leikið í skugga deilna Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Sjá meira
Slóvenska liðið spilaði enga æfingaleiki í aðdraganda mótsins og ákvað þjálfari liðsins að vinna frekar með liðinu í æfingabúðum heima fyrir. Vegna skarða sem hoggin eru í slóvenska liðið vegna meiðsla er erfitt fyrir íslenska þjálfarateymið að rýna í leik liðsins. „Dragan Adzic [þjálfari Slóveníu] er klókur. Hann var heima með liðið og æfði. Við erum með leiki sem þær spiluðu í nóvember við Ítali og Letta sem þær unnu nokkuð léttilega og við fáum ekki mikið út úr. En við vitum þó að það eru þarna heimsklassa leikmenn, eins og Ana Gros, og við eigum efni með henni og fylgst með í mörg ár. Það eru fleiri leikmenn þarna sem eru afar sterkir. Við eigum efni, höfum verið að skoða þær og eigum von á hörkuleik,“ segir Arnar í samtali við Vísi. Þrír leikstjórnendur eru meiddir og aðeins einn miðjumaður í 20 manna leikmannahópi Slóvena. Hvaða áhrif hefur það? „Það sem við vitum er að það kemur annar mjög leikmaður í stað þeirra meiddu. Þetta er þannig hópur og þannig lið. Við vitum líka að þær munu spila mjög sterka vörn. Azdic er mjög fær þar og þær eru mjög góðar í vörn og keyra mikið,“ „Svo mun sóknarleikurinn þá enn meira snúast um Önu Gros. Ég á von á öllu frá honum, hann gæti farið í 5-1 á okkur og testað okkur þannig en þeirra vörn er 6-0, mjög sterk, þétt og góð markvarsla og við erum að búa okkur undir það,“ segir Arnar. Klippa: Erfitt að lesa í andstæðinginn Íslenska liðið vann engan leik á æfingamóti í aðdragandanum en mætti þar sterkum andstæðingum í Póllandi og Frakklandi. Angóla er skör neðar en þau lið en sá leikur tæplega marktækur þar sem Angóla er í riðli Íslands og vildu menn ekki sýna öll spilin svo skömmu fyrir mót. En hvaða kröfur á að gera til liðsins gegn Slóveníu á morgun? „Við eigum að gera þá kröfu að og ég veit það að við munum mæta 100 prósent til leiks, við munum vera tilbúnar og leggja okkur allar í það sem við erum að gera, bæði í vörn og sókn. Við eigum að gera þá kröfu að við séum hugrakkar, ákveðnar og keyrum vel á þær. Þá er allt hægt og við vitum að ef við náum að hámarka okkar leik – þá getur allt gerst.“ segir Arnar. Ísland mætir Slóveníu í fyrsta leik riðlakeppninnar á HM á morgun. Leikurinn hefst klukkan 17:00 og verður gerð góð skil á Vísi.
HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Meiddist við að máta boli Sport Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann Fótbolti Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Fótbolti „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Ísrael | Leikið í skugga deilna Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Sjá meira