Vantraust í upphafi COP 28 loftslagsráðstefnunnar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. nóvember 2023 14:25 Árni Finnson er formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands en þrenn umhverfissamtök hafa lagt fram kröfur vegna COP 28 ráðstefnunnar. vísir/sigurjón Formaður náttúruverndarsamtaka Íslands segir loftslagsráðstefnuna COP 28 ekki fara vel af stað en gestgjafinn hefur verið sakaður um að draga taum olíuiðnaðarins. Þrenn umhverfisverndarsamtök hafa birt kröfulista í tengslum við ráðstefnuna sem hefst í dag. Dagurinn í dag markar upphaf Loftslagsráðstefnunnar COP 28 sem fer fram í Dubai. Í tilefni hennar hafa þrenn samtök sett fram kröfur sínar. Árni Finnsson er formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. „Við viljum náttúrulega að Ísland leggi fram eigin áform um samdrátt í losun. Það hefur skort töluvert upp á það hingað til. Þar erum við þá að miða við að Ísland leggi sitt af mörkum til að heimurinn geti staðið við þetta markmið að halda hækkun hitastigs jarðar innan við 1,5°,“ segir Árni. Þau krefjast þess að stjórnvöld leggist gegn hvers kyns bókhalds brellum og útvistun losunarheimilda til annarra landa og að binding kolefnis verði ekki nýtt til frádráttar skuldbindingum landa um losun. „Við erum ekki að gagnrýna Carbfix á neinn hátt en hins vegar er dálítið langt í að Carbfix geti orðið eining sem borgar sig. Þetta er ennþá á tilraunastigi og hefur ekki skilað þeim árangri sem þarf og það eru mörg önnur svona verkefni í heiminum og það er svolítið fljótandi hvað sá samdráttur - ef sá samdráttur verður – hvort hann er nógu mikill og hann verði þá ekki dreginn frá skuldbindingum ríkja, sá árangur heldur komi til viðbótar, því ekki veitir af.“ Árni segir að það sé ekki útilokað að góðri lendingu verði náð í Dubai en ráðstefnan fer ekki vel af stað. „Það er gríðarlega mikið vantraust í garð forseta ráðstefnunnar sem er jafnframt olíumálaráðherra Sameinuðu arabísku furstadæmanna og hann hefur verið sakaður um að draga taum olíuiðnaðarins í stað þess að vinna að lausn loftslagsvandans. Þetta er slæmt, þetta er slæm byrjun. Það kemur þá í hlut annarra ríkja sem þurfa þá að hjálpa þessum forseta ráðstefnuna að byggja upp traust á ný, við vitum ekki hvernig það gengur en svona miðað við París 2015 þá virðist þetta ekki eins vel undirbúið.“ Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Krefja stjórnvöld um harðari aðgerðir í skugga Cop28 Loftslagsráðstefnan Cop28 hefst síðar í þessari viku í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Formaður Landverndar segir íslensk stjórnvöld þurfa að taka sig á til þess að uppfylla loftslagsmarkmið. 28. nóvember 2023 13:07 Friður sé forsenda framfara í loftslagsmálum Utanríkisráðherra Danmerkur segir stríðsátök í heiminum geta haft neikvæð áhrif á samstarf þjóða í loftslagsmálum. Hringborð norðurslóða hafi því sjaldan verið eins mikilvægt. Forsætisráðherra er á sama máli. Friður sé forsenda framfara. 19. október 2023 23:40 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Sjá meira
Dagurinn í dag markar upphaf Loftslagsráðstefnunnar COP 28 sem fer fram í Dubai. Í tilefni hennar hafa þrenn samtök sett fram kröfur sínar. Árni Finnsson er formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. „Við viljum náttúrulega að Ísland leggi fram eigin áform um samdrátt í losun. Það hefur skort töluvert upp á það hingað til. Þar erum við þá að miða við að Ísland leggi sitt af mörkum til að heimurinn geti staðið við þetta markmið að halda hækkun hitastigs jarðar innan við 1,5°,“ segir Árni. Þau krefjast þess að stjórnvöld leggist gegn hvers kyns bókhalds brellum og útvistun losunarheimilda til annarra landa og að binding kolefnis verði ekki nýtt til frádráttar skuldbindingum landa um losun. „Við erum ekki að gagnrýna Carbfix á neinn hátt en hins vegar er dálítið langt í að Carbfix geti orðið eining sem borgar sig. Þetta er ennþá á tilraunastigi og hefur ekki skilað þeim árangri sem þarf og það eru mörg önnur svona verkefni í heiminum og það er svolítið fljótandi hvað sá samdráttur - ef sá samdráttur verður – hvort hann er nógu mikill og hann verði þá ekki dreginn frá skuldbindingum ríkja, sá árangur heldur komi til viðbótar, því ekki veitir af.“ Árni segir að það sé ekki útilokað að góðri lendingu verði náð í Dubai en ráðstefnan fer ekki vel af stað. „Það er gríðarlega mikið vantraust í garð forseta ráðstefnunnar sem er jafnframt olíumálaráðherra Sameinuðu arabísku furstadæmanna og hann hefur verið sakaður um að draga taum olíuiðnaðarins í stað þess að vinna að lausn loftslagsvandans. Þetta er slæmt, þetta er slæm byrjun. Það kemur þá í hlut annarra ríkja sem þurfa þá að hjálpa þessum forseta ráðstefnuna að byggja upp traust á ný, við vitum ekki hvernig það gengur en svona miðað við París 2015 þá virðist þetta ekki eins vel undirbúið.“
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Krefja stjórnvöld um harðari aðgerðir í skugga Cop28 Loftslagsráðstefnan Cop28 hefst síðar í þessari viku í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Formaður Landverndar segir íslensk stjórnvöld þurfa að taka sig á til þess að uppfylla loftslagsmarkmið. 28. nóvember 2023 13:07 Friður sé forsenda framfara í loftslagsmálum Utanríkisráðherra Danmerkur segir stríðsátök í heiminum geta haft neikvæð áhrif á samstarf þjóða í loftslagsmálum. Hringborð norðurslóða hafi því sjaldan verið eins mikilvægt. Forsætisráðherra er á sama máli. Friður sé forsenda framfara. 19. október 2023 23:40 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Sjá meira
Krefja stjórnvöld um harðari aðgerðir í skugga Cop28 Loftslagsráðstefnan Cop28 hefst síðar í þessari viku í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Formaður Landverndar segir íslensk stjórnvöld þurfa að taka sig á til þess að uppfylla loftslagsmarkmið. 28. nóvember 2023 13:07
Friður sé forsenda framfara í loftslagsmálum Utanríkisráðherra Danmerkur segir stríðsátök í heiminum geta haft neikvæð áhrif á samstarf þjóða í loftslagsmálum. Hringborð norðurslóða hafi því sjaldan verið eins mikilvægt. Forsætisráðherra er á sama máli. Friður sé forsenda framfara. 19. október 2023 23:40