Robbie Keane rauk úr viðtali eftir leikinn gegn Breiðablik Ágúst Orri Arnarson skrifar 30. nóvember 2023 17:17 Robbie Keane, þjálfari Maccabi Tel Aviv, á hliðarlínunni í leik dagsins. vísir / anton brink Maccabi Tel Aviv sótti 2-1 sigur gegn Breiðablik í 5. umferð riðlakeppni Sambands-deildarinnar. Írska knattspyrnugoðsögnin Robbie Keane þjálfar liðið og gaf sig til tals við undirritaðan strax að leik loknum en rauk út þegar talið barst að ísraelska fánanum sem leikmaður liðsins flaggaði við fögnuð opnunarmarksins. Þrátt fyrir tap hafði Breiðablik yfirhöndina lengst af í leiknum en mörkin stóðu á sér, klaufaleg mistök í öftustu línu leiddu svo til tveggja marka frá gestunum sem dugði þeim til sigurs. „Sannfærandi sigur. Maður þarf að vinna leikinn, frammistaðan var fín á köflum. Við vissum að þetta yrði erfiður leikur, gott lið með mikla breidd og þeir veita öllum samkeppni. Það hefur líka margt gengið á þannig að ég gef leikmönnum hrós fyrir. Mér fannst við sannarlega eiga sigurinn skilið.“ Eins og Robbie sagði gekk margt á í aðdraganda leiks og á meðan honum stóð. UEFA tók á þriðjudag þá ákvörðun að leikurinn yrði spilaður kl. 13:00 á Kópavogsvelli í stað 20:00 á Laugardalsvelli eins og upphaflega stóð til. „Það líkar engum við að spila á gervigrasi, sem leikmaður viltu auðvitað vera á grasi en ákvörðunin var tekin, við kvörtum ekki og ég sagði leikmönnum bara að halda áfram að spila sinn leik og sækja úrslit. Ég er mjög ánægður með liðið og viðhorfið, þetta hafði engin áhrif á okkur.“ Fjöldi fólks kom svo saman til mótmæla fyrir utan Kópavogsvöll, palestínskum fánum var flaggað og stuðningssöngva fyrir frjálsa Palestínu mátti heyra allan leikinn. Þegar Maccabi Tel Aviv skoraði fyrsta mark leiksins ákvað Dan Biton, með aðstoð þjálfarateymisins, að flagga ísraelska fánanum að mótmælendum og stuðningsmönnum Breiðabliks. Biton fékk svo að líta gult spjald eftir atvikið. Klippa: Robbie Keane eftir Blikaleikinn Breiðablik hefur haft það í hávegum að halda pólitíkinni utan vallarins og tóku enga afstöðu í málinu fyrir leik eða á meðan honum stóð. Blaðamaður spurði því Robbie Keane hvers vegna leikmaður og þjálfari liðsins hafi ákveðið að færa pólitíkina inn á völlinn. „Þú getur talað við leikmanninn. Þetta var leikmaðurinn“ greip Keane þá inn í áður en blaðamaður gat klárað spurninguna. Fagnið umrædda.Vísir/Anton Brink Blaðamaður benti þá á að sem þjálfari liðsins væri hann í forsvari fyrir það sem gerist á meðan leik stendur og að það hafi verið meðlimur í þjálfarateymi hans sem rétti Biton fánann. „Þú verður bara að tala við leikmanninn og félagið um þetta mál. Ég get hinsvegar sagt að það eru allskyns hlutir utan vallar, en sem atvinnumenn er einbeitingin okkar á leiknum. Takk“ sagði Robbie og rauk burt áður en blaðamaður kom fleiri spurningum að. Viðtalið allt má sjá í spilaranum hér að ofan. Sambandsdeild Evrópu Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Breiðablik Tengdar fréttir Markaskorarinn ögraði með ísraelska fánanum Dan Biton, leikmaður Maccabi Tel Aviv, fagnaði marki sínu gegn Breiðabliki í Sambandsdeild Evrópu á Kópavogsvelli með ísraelska fánann. 30. nóvember 2023 14:27 Hiti milli stuðningsmanna Ísraels og Palestínu á Kópavogsvelli Stuðningsmenn Palestínu annars vegar og Ísraelsríkis hins vegar eru samankomnir við Kópavogsvöll vegna leiks Breiðabliks og Maccabi Tel Aviv í Sambandsdeild Evrópu. 30. nóvember 2023 13:25 Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi Sjá meira
Þrátt fyrir tap hafði Breiðablik yfirhöndina lengst af í leiknum en mörkin stóðu á sér, klaufaleg mistök í öftustu línu leiddu svo til tveggja marka frá gestunum sem dugði þeim til sigurs. „Sannfærandi sigur. Maður þarf að vinna leikinn, frammistaðan var fín á köflum. Við vissum að þetta yrði erfiður leikur, gott lið með mikla breidd og þeir veita öllum samkeppni. Það hefur líka margt gengið á þannig að ég gef leikmönnum hrós fyrir. Mér fannst við sannarlega eiga sigurinn skilið.“ Eins og Robbie sagði gekk margt á í aðdraganda leiks og á meðan honum stóð. UEFA tók á þriðjudag þá ákvörðun að leikurinn yrði spilaður kl. 13:00 á Kópavogsvelli í stað 20:00 á Laugardalsvelli eins og upphaflega stóð til. „Það líkar engum við að spila á gervigrasi, sem leikmaður viltu auðvitað vera á grasi en ákvörðunin var tekin, við kvörtum ekki og ég sagði leikmönnum bara að halda áfram að spila sinn leik og sækja úrslit. Ég er mjög ánægður með liðið og viðhorfið, þetta hafði engin áhrif á okkur.“ Fjöldi fólks kom svo saman til mótmæla fyrir utan Kópavogsvöll, palestínskum fánum var flaggað og stuðningssöngva fyrir frjálsa Palestínu mátti heyra allan leikinn. Þegar Maccabi Tel Aviv skoraði fyrsta mark leiksins ákvað Dan Biton, með aðstoð þjálfarateymisins, að flagga ísraelska fánanum að mótmælendum og stuðningsmönnum Breiðabliks. Biton fékk svo að líta gult spjald eftir atvikið. Klippa: Robbie Keane eftir Blikaleikinn Breiðablik hefur haft það í hávegum að halda pólitíkinni utan vallarins og tóku enga afstöðu í málinu fyrir leik eða á meðan honum stóð. Blaðamaður spurði því Robbie Keane hvers vegna leikmaður og þjálfari liðsins hafi ákveðið að færa pólitíkina inn á völlinn. „Þú getur talað við leikmanninn. Þetta var leikmaðurinn“ greip Keane þá inn í áður en blaðamaður gat klárað spurninguna. Fagnið umrædda.Vísir/Anton Brink Blaðamaður benti þá á að sem þjálfari liðsins væri hann í forsvari fyrir það sem gerist á meðan leik stendur og að það hafi verið meðlimur í þjálfarateymi hans sem rétti Biton fánann. „Þú verður bara að tala við leikmanninn og félagið um þetta mál. Ég get hinsvegar sagt að það eru allskyns hlutir utan vallar, en sem atvinnumenn er einbeitingin okkar á leiknum. Takk“ sagði Robbie og rauk burt áður en blaðamaður kom fleiri spurningum að. Viðtalið allt má sjá í spilaranum hér að ofan.
Sambandsdeild Evrópu Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Breiðablik Tengdar fréttir Markaskorarinn ögraði með ísraelska fánanum Dan Biton, leikmaður Maccabi Tel Aviv, fagnaði marki sínu gegn Breiðabliki í Sambandsdeild Evrópu á Kópavogsvelli með ísraelska fánann. 30. nóvember 2023 14:27 Hiti milli stuðningsmanna Ísraels og Palestínu á Kópavogsvelli Stuðningsmenn Palestínu annars vegar og Ísraelsríkis hins vegar eru samankomnir við Kópavogsvöll vegna leiks Breiðabliks og Maccabi Tel Aviv í Sambandsdeild Evrópu. 30. nóvember 2023 13:25 Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi Sjá meira
Markaskorarinn ögraði með ísraelska fánanum Dan Biton, leikmaður Maccabi Tel Aviv, fagnaði marki sínu gegn Breiðabliki í Sambandsdeild Evrópu á Kópavogsvelli með ísraelska fánann. 30. nóvember 2023 14:27
Hiti milli stuðningsmanna Ísraels og Palestínu á Kópavogsvelli Stuðningsmenn Palestínu annars vegar og Ísraelsríkis hins vegar eru samankomnir við Kópavogsvöll vegna leiks Breiðabliks og Maccabi Tel Aviv í Sambandsdeild Evrópu. 30. nóvember 2023 13:25