Þetta segir í tilkynningu almannavarna á Facebook. Þar segir að bannið hafi verið framlengt að beiðni samhæfingarstöðvar almannavarna, fyrir hönd Lögreglustjórans á Suðurnesjum. Lokunin nái til sama svæðis og verið hefur.
Gegn skráningu og tilkynningaskyldu muni fjölmiðlar fá undanþágu til drónaflugs undir sextíu metrum yfir sjávarmáli. Þó verði ekki heimilt að fljúga drónum á svæðinu milli klukkan 18:00 og 07:00.