Fótbolti

Stuðnings­menn Augsburg kveðja Al­freð á sunnu­daginn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Alfreð Finnbogason er markahæsti leikmaður Augsburg í þýsku úrvalsdeildinni.
Alfreð Finnbogason er markahæsti leikmaður Augsburg í þýsku úrvalsdeildinni. epa/DANIEL KOPATSCH

Alfreð Finnbogason er í miklum metum hjá þýska fótboltafélaginu Augsburg. Stuðningsmenn þess fá tækifæri til að kveðja hann með stæl um helgina.

Alfreð lék með Augsburg á árunum 2016-22. Hann skoraði 39 mörk í 122 leikjum fyrir félagið. Þar af voru 37 mörk í þýsku úrvalsdeildinni en enginn hefur skorað fleiri mörk fyrir Augsburg í henni en Alfreð.

Augsburg hefur greint frá því að íslenski landsliðsframherjinn verði heiðursgestur á leik liðsins gegn Frankfurt á sunnudagskvöldið. Þar gefst stuðningsmönnum Augsburg tækifæri á að kveðja Alfreð almennilega.

Alfreð leikur nú með Eupen í Belgíu. Hann gekk í raðir liðsins frá Lyngby í ágúst. Eupen mætir Kortrijk í belgísku úrvalsdeildinni á morgun.

Augsburg er í 10. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar með fjórtán stig eftir tólf leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×