Þetta er meðal þess sem kemur fram í dagbók Lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu frá í dag en hún þurfti einnig að sinna, að hennar sögn, nóg af minni málum svo sem aðstoð vegna ölvunar, umferðarmál og fleiru.
Einnig var tilkynnt um að eldur hafi komið upp í bíl sem lagt var í bílakjallara. Þegar lögregla kom á vettvang hafði eigandi bílsins þegar slökkt eldinn en hann hafði brennt sig allmikið við verknaðinn. Sjúkralið flutti hann umsvifalaust á slysadeild og er málið í rannsókn.
Það kom einnig fram að tilkynnt hafi verið um vörubíl sem ók utan í skilti, aðra bifreið og flúið í kjölfarið af vettvangi. Þegar lögreglu bar að þurfti hún að yfirbuga ökumanninn með valdi. Þá kom einnig í ljós að bíllinn var stolinn og að honum hafi verið ekið utan í fleiri bifreiðir en þessa sem tilkynnt var um. Þá er ökumaðurinn einnig grunaður um akstur undir áhrifum. Hann var vistaður í fangaklefa.