Enski boltinn

Man City gæti átt yfir höfði sér refsingu vegna hegðunar leik­manna

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Leikmenn Man City langt því frá sáttir.
Leikmenn Man City langt því frá sáttir. ames Gill/Getty Images

Enska knattspyrnusambandið er ekki sátt með hegðun leikmanna Manchester City í 3-3 jafnteflinu gegn Tottenham Hotspur um helgina. Gætu Englandsmeistararnir átt yfir höfði sér refsingu.

Leikmenn Man City brugðust vægast sagt illa við þegar Simon Hooper, dómari leiksins, dæmdi brot á Tottenham undir lok leiks þegar Jack Grealish var að því virtist sloppinn einn í gegn.

Þegar Hooper blés í flautuna voru komnar þrjár mínútur fram yfir venjulegan leiktíma og þó Grealish hafi verið langt frá marki stefndi allt í að hann yrði einn gegn markverði gestanna.

Í stað þess að nýta hagnaðinn þá blés Hooper í flautu sína og segja má að norski framherjinn Erling Braut Håland hafi gjörsamlega misst vitið. Hann óð að Hopper sem var örskömmu síðar umkringdur leikmönnum Man City.

Enska knattspyrnusambandið er einkar óánægt með hegðun leikmanna liðsins og gæti félagið átt yfir höfði sér refsingu. Talið er að atvik sem þessi séu ástæða þess að sambandið stefni á að setja reglur sem gera það verkum að aðeins fyrirliðar liða megi tala við dómara á meðan leik stendur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×