„Átti erfitt með að anda því mér var svo kalt í fyrri hálfleik en við vorum sjóðheitar“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. desember 2023 21:41 Karólína Lea skoraði sigurmarkið í Viborg. ANP/Getty Images „Tilfinningin er frábær, geggjað að vinna Dani eftir að þær byrjuðu á flugeldasýningu fyrir framan okkur,“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, markaskorari Íslands, eftir frækinn 1-0 sigur á Viborg í Þjóðadeild UEFA í kvöld. Ísland vann 1-0 sigur í Viborg en hitastigið var nær alkuli heldur en eitthvað annað og leikmenn Íslands flestar búnar að vefja utan um sig teppi á leið sinni inn í klefann. Það var þó ljóst að flugeldasýning Dana í upphafi leiks kveikti í íslenska liðinu sem sá til þess að þær dönsku voru ekki með neina flugeldasýningu inn á vellinum. „Við ætluðum inn í þennan leik til að vinna og ekkert annað. Sýndum góða frammistöðu í dag og sigldum þessu heim.“ „Ég átti erfitt með að anda því mér var svo kalt í fyrri hálfleik en við vorum sjóðheitar samt sem áður. Fanney (Inga Birkisdóttir) frábær í markinu, mikið hrós á hana. Varnarlínan hélt gríðarlega vel og svo vorum við oft góðar á boltann svo ég er gríðarlega stolt af mínu liði.“ „Það var gaman (að skora sigurmarkið). Steini (Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari) sagði við mig í hálfleik að ég myndi skora ef ég ætti eitt skot í viðbót, var búin að klúðra einhverjum færum í fyrri hálfleik. Gríðarlega gaman að skora loksins, langt síðan ég skoraði fyrir Ísland.“ „Ég er búin á því. Nú er endurheimt fyrir risaleik með Bayer Leverkusen á mánudaginn. Mætum Bayern Munchen sem verður gríðarlega sérstakur leikur en ég er góð,“ sagði Karólína Lea – leikmaður Bayern sem er á láni hjá Leverkusen - um stöðuna á sér en hún fór tvívegis niður meidd í leiknum. Að lokum var Karólína Lea spurð um komandi jólafrí og þó hún elski fótbolta þá fagnar hún smá pásu. „Ég ætla að njóta í botn. Ég elska að spila fótbolta og búin að njóta þess mikið að fá mikinn spiltíma en ég ætla að njóta vel að vera í fríi.“ Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir „Ef maður skoðar allt árið finnst mér liðið vera í þróun og þroska“ „Hlýtur að vera, við erum með sex stig úr þessum glugga og frábært að vinna,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, aðspurður hvort þetta væri fullkominn endir á árinu en lið hans lagði Danmörku ytra í Þjóðadeild UEFA í kvöld. 5. desember 2023 21:31 Yfirveguð Fanney Inga: Góður sigur að baki og geggjað að spila fyrsta leikinn „Mér líður bara mjög vel, góður sigur að baki og geggjað að spila fyrsta leikinn,“ sagði hin 18 ára gamla Fanney Inga Birkisdóttir sem stóð vaktina í marki Íslands í 1-0 útisigrinum á Danmörku í Þjóðadeild UEFA í kvöld. Hún var að spila sinn fyrsta A-landsleik. 5. desember 2023 21:10 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Sjá meira
Ísland vann 1-0 sigur í Viborg en hitastigið var nær alkuli heldur en eitthvað annað og leikmenn Íslands flestar búnar að vefja utan um sig teppi á leið sinni inn í klefann. Það var þó ljóst að flugeldasýning Dana í upphafi leiks kveikti í íslenska liðinu sem sá til þess að þær dönsku voru ekki með neina flugeldasýningu inn á vellinum. „Við ætluðum inn í þennan leik til að vinna og ekkert annað. Sýndum góða frammistöðu í dag og sigldum þessu heim.“ „Ég átti erfitt með að anda því mér var svo kalt í fyrri hálfleik en við vorum sjóðheitar samt sem áður. Fanney (Inga Birkisdóttir) frábær í markinu, mikið hrós á hana. Varnarlínan hélt gríðarlega vel og svo vorum við oft góðar á boltann svo ég er gríðarlega stolt af mínu liði.“ „Það var gaman (að skora sigurmarkið). Steini (Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari) sagði við mig í hálfleik að ég myndi skora ef ég ætti eitt skot í viðbót, var búin að klúðra einhverjum færum í fyrri hálfleik. Gríðarlega gaman að skora loksins, langt síðan ég skoraði fyrir Ísland.“ „Ég er búin á því. Nú er endurheimt fyrir risaleik með Bayer Leverkusen á mánudaginn. Mætum Bayern Munchen sem verður gríðarlega sérstakur leikur en ég er góð,“ sagði Karólína Lea – leikmaður Bayern sem er á láni hjá Leverkusen - um stöðuna á sér en hún fór tvívegis niður meidd í leiknum. Að lokum var Karólína Lea spurð um komandi jólafrí og þó hún elski fótbolta þá fagnar hún smá pásu. „Ég ætla að njóta í botn. Ég elska að spila fótbolta og búin að njóta þess mikið að fá mikinn spiltíma en ég ætla að njóta vel að vera í fríi.“
Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir „Ef maður skoðar allt árið finnst mér liðið vera í þróun og þroska“ „Hlýtur að vera, við erum með sex stig úr þessum glugga og frábært að vinna,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, aðspurður hvort þetta væri fullkominn endir á árinu en lið hans lagði Danmörku ytra í Þjóðadeild UEFA í kvöld. 5. desember 2023 21:31 Yfirveguð Fanney Inga: Góður sigur að baki og geggjað að spila fyrsta leikinn „Mér líður bara mjög vel, góður sigur að baki og geggjað að spila fyrsta leikinn,“ sagði hin 18 ára gamla Fanney Inga Birkisdóttir sem stóð vaktina í marki Íslands í 1-0 útisigrinum á Danmörku í Þjóðadeild UEFA í kvöld. Hún var að spila sinn fyrsta A-landsleik. 5. desember 2023 21:10 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Sjá meira
„Ef maður skoðar allt árið finnst mér liðið vera í þróun og þroska“ „Hlýtur að vera, við erum með sex stig úr þessum glugga og frábært að vinna,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, aðspurður hvort þetta væri fullkominn endir á árinu en lið hans lagði Danmörku ytra í Þjóðadeild UEFA í kvöld. 5. desember 2023 21:31
Yfirveguð Fanney Inga: Góður sigur að baki og geggjað að spila fyrsta leikinn „Mér líður bara mjög vel, góður sigur að baki og geggjað að spila fyrsta leikinn,“ sagði hin 18 ára gamla Fanney Inga Birkisdóttir sem stóð vaktina í marki Íslands í 1-0 útisigrinum á Danmörku í Þjóðadeild UEFA í kvöld. Hún var að spila sinn fyrsta A-landsleik. 5. desember 2023 21:10