Fullur og á ofsahraða þegar banaslysið varð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. desember 2023 11:10 Eins og sjá má urðu miklar skemmdir á ökutækinu við bílveltuna. Bíllinn hafnaði 176 metrum frá staðnum þar sem hann fór út af veginum. RNSA Ökumaður fólksbifreiðar sem valt á Meðallandsvegi sunnan við Kirkjubæjarklaustur sumarið 2022 var undir áhrifum áfengis og langt yfir hámarkshraða þegar slysið varð. Tvítug kona lést í bílslysinu. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur skilað skýrslu sinni vegna slyssins sem varð aðfaranótt föstudagsins 8. júlí. Hiti var átta gráður, veður þurrt og bjart. Fjórir voru í bílnum en fram kom í fjölmiðlum á sínum tíma að um hefði verið að ræða heimafólk og allir verið á þrítugsaldri. Ökumaður, farþegi í framsæti, tvítug kona í miðju aftursætinu og sá fjórði í aftursætinu fyrir aftan ökumanninn. Fram kemur í samantekt rannsóknarnefndarinnar að bílnum hafi verið ekið hratt í norðausturátt eftir Meðallandsvegi. Meðallandsvegur er tengivegur sem liggur til suðurs frá hringveginum skammt austan Kúðafljóts og tengist hringveginum að nýju skammt frá Kirkjubæjarklaustri. Hafnaði 176 metrum frá beygjunni Hægri beygja er á veginum þar sem slysið varð. Bílnum var ekið hratt í beygjunni og tók afturendi hennar að renna til vinstri með þeim afleiðingum að bíllinn hafnaði utan vegar. Bíllinn endastakkst fjórum sinnum og stöðvaðist á hægri hlið um þrjátíu metra norðan vegarins. Heildarlengd vettvangs var um 176 metrar. Skriðför sáust á veginum á þeim stað sem merktur er A. Bílllinn hafnaði hjá gula hringnum lengst til hægri á myndinni.RNSA Lögregla fékk tilkynningu klukkan 02:55 um nóttina og hélt á vettvang. Farþegi í miðjusæti aftursætis lést á slysstað af völdum fjöláverka. Farþegar í framsæti og vinstra aftursæti slösuðust alvarlega og voru fluttir með þyrlu á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Ökumaður hlaut minniháttar áverka og var undir eftirliti læknis á Kirkjubæjarklaustri. Allir voru spenntir í öryggisbelti þegar slysið varð. Fram kom í fréttum á sínum tíma að grunur væri uppi að ökumaður hefði verið ölvaður. Hraðaútreikningur rannsóknarnefndar gaf til kynna að bílnum hefði verið ekið á 174 kílómetra hraða en leyfður hámarkshraði á veginum er 90 kílómetrar. Skekkjumörk við útreikningana eru 13 kílómetrar á klukkustund. Eftir einn ei aki neinn Bíllinn, Dodge Magnum frá 2005, var tekin til skoðunar. Ekkert benti til þess að rekja mætti orsök slyssins til ástands bílsins sem var búin misslitnum heilsársdekkjum. Rannsóknarnefndin vekur athygli á því í skýrslu sinni að akstur undir áhrifum áfengis hafi verið algeng orsök banaslysa í umferðinni. „Eins og alþekkt er hafa vímuefni áhrif á dómgreind ökumanna og skynjun á umhverfið. Áfengismagn í blóði þarf ekki að vera mikið til að áhrifin skerði einbeitingu hins ölvaða, sjónsvið minnkar og fjarlægðarskyn versnar. Eftir því sem ölvun er meiri, lengist viðbragðstími og hreyfistjórnun og rökvísi skerðast. Rannsóknarnefnd samgönguslysa ítrekar fyrri ábendingar um akstur undir áhrifum áfengis. Að mati nefndarinnar er nauðsynlegt að koma þeim skilaboðum áfram á framfæri við ökumenn að þeir aki ekki bifreið undir neinum kringumstæðum eftir að hafa neytt áfengis,“ segir í ábendingum nefndarinnar. Hún fjallar líka um of hraðan akstur í skýrslunni. „Of hraður akstur hefur verið ein af algengustu ástæðum banaslysa í umferðinni og ítrekar nefndin mikilvægi þess að ökumenn aki ekki hraðar en hámarkshraði og aðstæður leyfa hverju sinni.“ Tilgangurinn með Rannsóknarnefnd samgönguslysa er að leiða í ljós orsakir samgönguslysa og samgönguatvika, en ekki að skipta sök eða ábyrgð, með það að markmiði að draga úr hættu á sams konar slysum og atvikum og afleiðingum sambærilegra slysa. Tengd skjöl MedallandsvegurPDF693KBSækja skjal Skaftárhreppur Samgönguslys Lögreglumál Tengdar fréttir Grunaður um ölvunarakstur vegna banaslyssins á Meðallandsvegi Ökumaðurinn sem slapp ómeiddur frá banaslysi á Meðallandsvegi aðfaranótt föstudags er grunaður um ölvun við akstur bifreiðarinnar. 11. júlí 2022 14:37 Ungt heimafólk lenti í umferðarslysinu Fólkið sem lenti í alvarlegu umferðarslysi á Meðallandsvegi í Skaftárhreppi á aðfaranótt föstudags var heimafólk á þrítugsaldri. Kona lést í slysinu. 9. júlí 2022 11:55 Kona lést í umferðarslysi í Skaftárhreppi Kona lést í umferðarslysinu sem varð á Meðallandsvegi í Skaftárhreppi í nótt. Konan var farþegi í bílnum, en tveir aðrir farþegar voru fluttir mikið slasaðir á sjúkrahús með þyrlu. Ökumaður bílsins slapp ómeiddur. 8. júlí 2022 12:05 Tveir alvarlega slasaðir í umferðarslysi nálægt Kirkjubæjarklaustri Tveir eru alvarlega slasaðir eftir að bíll sem ók eftir Meðallandsvegi nálægt Kirkjubæjarklaustri hafnaði utan vegar í nótt og valt. Þyrla landhelgisgæslunnar lenti með tvo sjúklinga á Landspítalanum klukkan hálf sex í morgun. 8. júlí 2022 07:13 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Sjá meira
Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur skilað skýrslu sinni vegna slyssins sem varð aðfaranótt föstudagsins 8. júlí. Hiti var átta gráður, veður þurrt og bjart. Fjórir voru í bílnum en fram kom í fjölmiðlum á sínum tíma að um hefði verið að ræða heimafólk og allir verið á þrítugsaldri. Ökumaður, farþegi í framsæti, tvítug kona í miðju aftursætinu og sá fjórði í aftursætinu fyrir aftan ökumanninn. Fram kemur í samantekt rannsóknarnefndarinnar að bílnum hafi verið ekið hratt í norðausturátt eftir Meðallandsvegi. Meðallandsvegur er tengivegur sem liggur til suðurs frá hringveginum skammt austan Kúðafljóts og tengist hringveginum að nýju skammt frá Kirkjubæjarklaustri. Hafnaði 176 metrum frá beygjunni Hægri beygja er á veginum þar sem slysið varð. Bílnum var ekið hratt í beygjunni og tók afturendi hennar að renna til vinstri með þeim afleiðingum að bíllinn hafnaði utan vegar. Bíllinn endastakkst fjórum sinnum og stöðvaðist á hægri hlið um þrjátíu metra norðan vegarins. Heildarlengd vettvangs var um 176 metrar. Skriðför sáust á veginum á þeim stað sem merktur er A. Bílllinn hafnaði hjá gula hringnum lengst til hægri á myndinni.RNSA Lögregla fékk tilkynningu klukkan 02:55 um nóttina og hélt á vettvang. Farþegi í miðjusæti aftursætis lést á slysstað af völdum fjöláverka. Farþegar í framsæti og vinstra aftursæti slösuðust alvarlega og voru fluttir með þyrlu á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Ökumaður hlaut minniháttar áverka og var undir eftirliti læknis á Kirkjubæjarklaustri. Allir voru spenntir í öryggisbelti þegar slysið varð. Fram kom í fréttum á sínum tíma að grunur væri uppi að ökumaður hefði verið ölvaður. Hraðaútreikningur rannsóknarnefndar gaf til kynna að bílnum hefði verið ekið á 174 kílómetra hraða en leyfður hámarkshraði á veginum er 90 kílómetrar. Skekkjumörk við útreikningana eru 13 kílómetrar á klukkustund. Eftir einn ei aki neinn Bíllinn, Dodge Magnum frá 2005, var tekin til skoðunar. Ekkert benti til þess að rekja mætti orsök slyssins til ástands bílsins sem var búin misslitnum heilsársdekkjum. Rannsóknarnefndin vekur athygli á því í skýrslu sinni að akstur undir áhrifum áfengis hafi verið algeng orsök banaslysa í umferðinni. „Eins og alþekkt er hafa vímuefni áhrif á dómgreind ökumanna og skynjun á umhverfið. Áfengismagn í blóði þarf ekki að vera mikið til að áhrifin skerði einbeitingu hins ölvaða, sjónsvið minnkar og fjarlægðarskyn versnar. Eftir því sem ölvun er meiri, lengist viðbragðstími og hreyfistjórnun og rökvísi skerðast. Rannsóknarnefnd samgönguslysa ítrekar fyrri ábendingar um akstur undir áhrifum áfengis. Að mati nefndarinnar er nauðsynlegt að koma þeim skilaboðum áfram á framfæri við ökumenn að þeir aki ekki bifreið undir neinum kringumstæðum eftir að hafa neytt áfengis,“ segir í ábendingum nefndarinnar. Hún fjallar líka um of hraðan akstur í skýrslunni. „Of hraður akstur hefur verið ein af algengustu ástæðum banaslysa í umferðinni og ítrekar nefndin mikilvægi þess að ökumenn aki ekki hraðar en hámarkshraði og aðstæður leyfa hverju sinni.“ Tilgangurinn með Rannsóknarnefnd samgönguslysa er að leiða í ljós orsakir samgönguslysa og samgönguatvika, en ekki að skipta sök eða ábyrgð, með það að markmiði að draga úr hættu á sams konar slysum og atvikum og afleiðingum sambærilegra slysa. Tengd skjöl MedallandsvegurPDF693KBSækja skjal
Skaftárhreppur Samgönguslys Lögreglumál Tengdar fréttir Grunaður um ölvunarakstur vegna banaslyssins á Meðallandsvegi Ökumaðurinn sem slapp ómeiddur frá banaslysi á Meðallandsvegi aðfaranótt föstudags er grunaður um ölvun við akstur bifreiðarinnar. 11. júlí 2022 14:37 Ungt heimafólk lenti í umferðarslysinu Fólkið sem lenti í alvarlegu umferðarslysi á Meðallandsvegi í Skaftárhreppi á aðfaranótt föstudags var heimafólk á þrítugsaldri. Kona lést í slysinu. 9. júlí 2022 11:55 Kona lést í umferðarslysi í Skaftárhreppi Kona lést í umferðarslysinu sem varð á Meðallandsvegi í Skaftárhreppi í nótt. Konan var farþegi í bílnum, en tveir aðrir farþegar voru fluttir mikið slasaðir á sjúkrahús með þyrlu. Ökumaður bílsins slapp ómeiddur. 8. júlí 2022 12:05 Tveir alvarlega slasaðir í umferðarslysi nálægt Kirkjubæjarklaustri Tveir eru alvarlega slasaðir eftir að bíll sem ók eftir Meðallandsvegi nálægt Kirkjubæjarklaustri hafnaði utan vegar í nótt og valt. Þyrla landhelgisgæslunnar lenti með tvo sjúklinga á Landspítalanum klukkan hálf sex í morgun. 8. júlí 2022 07:13 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Sjá meira
Grunaður um ölvunarakstur vegna banaslyssins á Meðallandsvegi Ökumaðurinn sem slapp ómeiddur frá banaslysi á Meðallandsvegi aðfaranótt föstudags er grunaður um ölvun við akstur bifreiðarinnar. 11. júlí 2022 14:37
Ungt heimafólk lenti í umferðarslysinu Fólkið sem lenti í alvarlegu umferðarslysi á Meðallandsvegi í Skaftárhreppi á aðfaranótt föstudags var heimafólk á þrítugsaldri. Kona lést í slysinu. 9. júlí 2022 11:55
Kona lést í umferðarslysi í Skaftárhreppi Kona lést í umferðarslysinu sem varð á Meðallandsvegi í Skaftárhreppi í nótt. Konan var farþegi í bílnum, en tveir aðrir farþegar voru fluttir mikið slasaðir á sjúkrahús með þyrlu. Ökumaður bílsins slapp ómeiddur. 8. júlí 2022 12:05
Tveir alvarlega slasaðir í umferðarslysi nálægt Kirkjubæjarklaustri Tveir eru alvarlega slasaðir eftir að bíll sem ók eftir Meðallandsvegi nálægt Kirkjubæjarklaustri hafnaði utan vegar í nótt og valt. Þyrla landhelgisgæslunnar lenti með tvo sjúklinga á Landspítalanum klukkan hálf sex í morgun. 8. júlí 2022 07:13