Seðlabankastjóri segir óheppilegt að beita vöxtum gegn húsnæðisskorti Heimir Már Pétursson skrifar 6. desember 2023 19:20 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að nú séu viðkvæmir tímar varðandi þróun efnahagsmála. En ef vel takist til við gerð kjarasamninga til nokkurra ára og sveitarfélögin haldi aftur af sér með gjaldskrárhækkanir, gæti dregið hratt úr verðbólgunni. Stöð 2/Ívar Fannar Seðlabankastjóri fagnar viðbrögðum Reykjavíkurborgar við kröfu verkalýðshreyfingarinnar um að dregið verði úr fyrirhuguðum gjaldskrárhækkunum. Nú skipti öllu máli að samstaða náist um að koma verðbólgunni hratt niður. Skýr merki eru um að dregið hafi úr umsvifum í hagkerfinu. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir þetta til marks um að vaxtahækkanir og breytingar á lánareglum væru að skila árangri í baráttunni við verðbólguna. Finnbjörn A. Hermannsson forseti ASÍ og Sigríður Margrét Oddsóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins voru sammála í Pallborðinu í gær um mikilvægi þess að gera langtíma kjarasaminga sem tryggi kaupmátt og vinni gegn verðbólgunni.Vísir/Vilhelm „Ef við náum því marki að geta hægt á kerfinu og náð að knýja fram mjúka lendingu, án þess að það komi eitthvað upp í fjármálakerfinu, þá er það mjög jákvætt,“ segir Ásgeir. Verkalýðshreyfingin gengur sameinuð til viðræðna um nýja langtíma kjarasamninga og kallar eftir því að sveitarfélögin dragi verulega úr fyrirhuguðum gjaldskrárhækkunum á bilinu 5 til 30 prósent á næsta ári. Einar Þorsteinsson formaður borgarráðs brást við þessu ákalli á fimmtudag í síðustu viku. „Það sem skiptir mestu máli er að aðilar vinnumarkaðarins nái hófsömum kjarasamningum með það að markmiði að ná verðstöðugleika í landinu. Ef það tekst þá er Reykjavíkurborg tilbúin að axla ábyrgð og draga úr þessum breytingum á gjaldskrám,“ sagði Einar. Seðlabankastjóri fagnar þessum viðbrögðum. „Það sem við náttúrlega óttuðumst og sem kom fram í síðustu útgáfu Peningamála, er að verðbólga haldi áfram jafnvel þótt hagkerfið kólni og hagvöxtur minnki. Að þessi skriða stoppi ekki,“ segir seðlabankastjóri. Þess vegna væri ánægjulegt að heyra þann tón sem nú bærist frá sameinaðri verkalýðshreyfingu og Samtökum atvinnulífsins. Nýjasta spá Seðlabankans gerir ráð fyrir að verðbólgan verði þrálátari en áður var spáð og verði um 5 prósent á næsta ári. Seðlabankastjóri segir hins vegar að ef vel takist til gæti verðbólgan hjaðnað hraðar. Einar Þorsteinsson formaður borgarráðs og verðandi borgarstjóri um næstu áramót, segir borgina tilbúna til að draga úr gjaldskrárhækkunum náist kjarasamningar sem vinni gegn verðbólgunni. Stöð 2/Ívar Fannar „Verðbólga sýnir merki um að hún sé farin að gefa eftir, bæði hér og erlendis. Nú skiptir öllu máli að við stígum rétt skref til að við getum náð mjúkri lendingu,“ segir Ásgeir. Án þess að það leiði til samdráttar. Þegar gerðir væru kjarasamningar til langs tíma þyrfti ekki allt að gerast á fyrsta árinu. Uppbygging húsnæðis tæki til dæmis lengri tíma. Það væri aftur á móti ánægjulegt að verkalýðshreyfingin legði áherslu á að fleira en launin skipti máli fyrir hag heimilanna, eins og aðgengi að húsnæði. Skortur á húsnæði ætti stóran þátt verðbólgunni. „Og í sjálfu sér óheppilegt að við séum í rauninni að beita vöxtum sem viðbragði við húsnæðisskorti. Það er ekki alveg heppilegt,“ segir Ásgeir Jónsson. Seðlabankinn Kjaramál Húsnæðismál Tengdar fréttir Seðlabankastjóri ánægður með tóninn í kjaraviðræðum Seðlabankastjóri segir minnkandi einkaneyslu og fjárfestingar og versnandi fjármálaskilyrði sýna að aðgerðir bankans til að draga úr verðbólgu væru að virka. Mjög jákvæður tónn berist nú frá aðilum vinnumarkaðarins varðandi nýja kjarasamninga sem geti leitt til þess að hraðar dragi úr verðbólgu. 6. desember 2023 11:55 Forystufólk ASÍ og SA segir alla þurfa að leggjast á eitt Forystufólk Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins er sammála um að gera eigi nýja langtíma kjarasamninga sem skapi stöðugleika og stuðli að hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta. Nú eru átta vikur þar til gildandi skammtíma kjarasamningar á almennum vinnumarkaði renna út. 5. desember 2023 19:21 Ríkið verði að sýna á spilin Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóra SA og Finnbjörn A. Hermannsson forseti ASÍ mættust í Pallborði Vísis og fóru yfir komandi samnininga. 5. desember 2023 16:20 Afdrifaríkar átta vikur framundan Það ræðst á næstu átta vikum hvort aðilum vinnumarkaðarins tekst að koma á nýjum langtíma kjarasamningum sem duga til að keyra niður verðbólguna. Ef ekki tekst að fá ríki, sveitarfélög og fyrirtæki til að sameinast um þetta markmið má reikna með að verðbólga verði áfram mikil og jafnvel aukist. 5. desember 2023 13:33 Reykjavíkurborg tilbúin að draga úr hækkunum Formaður borgarráðs Reykjavíkur segir að borgin sé tilbúin til þess að draga úr boðuðum gjaldskrárhækknum, að því gefnu að aðilar vinnumarkaðar nái saman um hóflegar launahækkanir. 30. nóvember 2023 20:07 Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Sjá meira
Skýr merki eru um að dregið hafi úr umsvifum í hagkerfinu. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir þetta til marks um að vaxtahækkanir og breytingar á lánareglum væru að skila árangri í baráttunni við verðbólguna. Finnbjörn A. Hermannsson forseti ASÍ og Sigríður Margrét Oddsóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins voru sammála í Pallborðinu í gær um mikilvægi þess að gera langtíma kjarasaminga sem tryggi kaupmátt og vinni gegn verðbólgunni.Vísir/Vilhelm „Ef við náum því marki að geta hægt á kerfinu og náð að knýja fram mjúka lendingu, án þess að það komi eitthvað upp í fjármálakerfinu, þá er það mjög jákvætt,“ segir Ásgeir. Verkalýðshreyfingin gengur sameinuð til viðræðna um nýja langtíma kjarasamninga og kallar eftir því að sveitarfélögin dragi verulega úr fyrirhuguðum gjaldskrárhækkunum á bilinu 5 til 30 prósent á næsta ári. Einar Þorsteinsson formaður borgarráðs brást við þessu ákalli á fimmtudag í síðustu viku. „Það sem skiptir mestu máli er að aðilar vinnumarkaðarins nái hófsömum kjarasamningum með það að markmiði að ná verðstöðugleika í landinu. Ef það tekst þá er Reykjavíkurborg tilbúin að axla ábyrgð og draga úr þessum breytingum á gjaldskrám,“ sagði Einar. Seðlabankastjóri fagnar þessum viðbrögðum. „Það sem við náttúrlega óttuðumst og sem kom fram í síðustu útgáfu Peningamála, er að verðbólga haldi áfram jafnvel þótt hagkerfið kólni og hagvöxtur minnki. Að þessi skriða stoppi ekki,“ segir seðlabankastjóri. Þess vegna væri ánægjulegt að heyra þann tón sem nú bærist frá sameinaðri verkalýðshreyfingu og Samtökum atvinnulífsins. Nýjasta spá Seðlabankans gerir ráð fyrir að verðbólgan verði þrálátari en áður var spáð og verði um 5 prósent á næsta ári. Seðlabankastjóri segir hins vegar að ef vel takist til gæti verðbólgan hjaðnað hraðar. Einar Þorsteinsson formaður borgarráðs og verðandi borgarstjóri um næstu áramót, segir borgina tilbúna til að draga úr gjaldskrárhækkunum náist kjarasamningar sem vinni gegn verðbólgunni. Stöð 2/Ívar Fannar „Verðbólga sýnir merki um að hún sé farin að gefa eftir, bæði hér og erlendis. Nú skiptir öllu máli að við stígum rétt skref til að við getum náð mjúkri lendingu,“ segir Ásgeir. Án þess að það leiði til samdráttar. Þegar gerðir væru kjarasamningar til langs tíma þyrfti ekki allt að gerast á fyrsta árinu. Uppbygging húsnæðis tæki til dæmis lengri tíma. Það væri aftur á móti ánægjulegt að verkalýðshreyfingin legði áherslu á að fleira en launin skipti máli fyrir hag heimilanna, eins og aðgengi að húsnæði. Skortur á húsnæði ætti stóran þátt verðbólgunni. „Og í sjálfu sér óheppilegt að við séum í rauninni að beita vöxtum sem viðbragði við húsnæðisskorti. Það er ekki alveg heppilegt,“ segir Ásgeir Jónsson.
Seðlabankinn Kjaramál Húsnæðismál Tengdar fréttir Seðlabankastjóri ánægður með tóninn í kjaraviðræðum Seðlabankastjóri segir minnkandi einkaneyslu og fjárfestingar og versnandi fjármálaskilyrði sýna að aðgerðir bankans til að draga úr verðbólgu væru að virka. Mjög jákvæður tónn berist nú frá aðilum vinnumarkaðarins varðandi nýja kjarasamninga sem geti leitt til þess að hraðar dragi úr verðbólgu. 6. desember 2023 11:55 Forystufólk ASÍ og SA segir alla þurfa að leggjast á eitt Forystufólk Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins er sammála um að gera eigi nýja langtíma kjarasamninga sem skapi stöðugleika og stuðli að hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta. Nú eru átta vikur þar til gildandi skammtíma kjarasamningar á almennum vinnumarkaði renna út. 5. desember 2023 19:21 Ríkið verði að sýna á spilin Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóra SA og Finnbjörn A. Hermannsson forseti ASÍ mættust í Pallborði Vísis og fóru yfir komandi samnininga. 5. desember 2023 16:20 Afdrifaríkar átta vikur framundan Það ræðst á næstu átta vikum hvort aðilum vinnumarkaðarins tekst að koma á nýjum langtíma kjarasamningum sem duga til að keyra niður verðbólguna. Ef ekki tekst að fá ríki, sveitarfélög og fyrirtæki til að sameinast um þetta markmið má reikna með að verðbólga verði áfram mikil og jafnvel aukist. 5. desember 2023 13:33 Reykjavíkurborg tilbúin að draga úr hækkunum Formaður borgarráðs Reykjavíkur segir að borgin sé tilbúin til þess að draga úr boðuðum gjaldskrárhækknum, að því gefnu að aðilar vinnumarkaðar nái saman um hóflegar launahækkanir. 30. nóvember 2023 20:07 Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Sjá meira
Seðlabankastjóri ánægður með tóninn í kjaraviðræðum Seðlabankastjóri segir minnkandi einkaneyslu og fjárfestingar og versnandi fjármálaskilyrði sýna að aðgerðir bankans til að draga úr verðbólgu væru að virka. Mjög jákvæður tónn berist nú frá aðilum vinnumarkaðarins varðandi nýja kjarasamninga sem geti leitt til þess að hraðar dragi úr verðbólgu. 6. desember 2023 11:55
Forystufólk ASÍ og SA segir alla þurfa að leggjast á eitt Forystufólk Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins er sammála um að gera eigi nýja langtíma kjarasamninga sem skapi stöðugleika og stuðli að hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta. Nú eru átta vikur þar til gildandi skammtíma kjarasamningar á almennum vinnumarkaði renna út. 5. desember 2023 19:21
Ríkið verði að sýna á spilin Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóra SA og Finnbjörn A. Hermannsson forseti ASÍ mættust í Pallborði Vísis og fóru yfir komandi samnininga. 5. desember 2023 16:20
Afdrifaríkar átta vikur framundan Það ræðst á næstu átta vikum hvort aðilum vinnumarkaðarins tekst að koma á nýjum langtíma kjarasamningum sem duga til að keyra niður verðbólguna. Ef ekki tekst að fá ríki, sveitarfélög og fyrirtæki til að sameinast um þetta markmið má reikna með að verðbólga verði áfram mikil og jafnvel aukist. 5. desember 2023 13:33
Reykjavíkurborg tilbúin að draga úr hækkunum Formaður borgarráðs Reykjavíkur segir að borgin sé tilbúin til þess að draga úr boðuðum gjaldskrárhækknum, að því gefnu að aðilar vinnumarkaðar nái saman um hóflegar launahækkanir. 30. nóvember 2023 20:07