Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og verðum í beinni útsendingu frá hjálparstarfi kirkjunnar – þangað sem sífellt fleiri í þessari stöðu leita.
Full ástæða er til að hafa áhyggjur af stöðu menntamála í ljósi nýbirtrar PISA könnunar. Við ræðum við prófessor við menntavísindasvið sem varar við því að hoppa á einfaldar lausnir við flóknum vandamálum. Þá verðum við einnig í beinni útsendingu frá Alþingi með þingmönnum Miðflokksins og Viðreisnar sem telja stöðuna alvarlega.
Við ræðum einnig við seðlabankastjóra sem fagnar viðbrögðum Reykjavíkurborgar við kröfu verkalýðshreyfingarinnar um að dregið verði úr fyrirhuguðum gjaldskrárhækkunum. Þá köfum við ofan í gjafaútgjöld sem tengjast fæðingu barna og sjáum myndir frá fegurðarsamkeppni naggrísa.
Í Íslandi í dag tekur við alvöru lífsgleði og orka þegar við hittum við börnin sem leika í nýja leikritinu Fíusól.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.