Innlent

Mál Alberts komið til héraðssaksóknara

Árni Sæberg skrifar
Albert í leik með landsliðinu gegn Ísrael sumarið 2022.
Albert í leik með landsliðinu gegn Ísrael sumarið 2022. Vísir/Hulda Margrét

Héraðssaksóknari tekur ákvörðun hvort knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson verði ákærður fyrir kynferðisbrot. Málið er komið á borð héraðssaksóknara að lokinni rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari staðfestir við fréttastofu að kynferðisbrotamál sem kært var í sumar sé komið á borð héraðssaksóknara. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá.

Albert, sem spilar með ítalska liðinu Genoa, hefur ekki spilað með íslenska landsliðinu síðan málið kom upp í lok ágúst. Hann hefur spilað einkar vel með Genoa undanfarna mánuði og orðaður við stórlið í Evrópu.

Embætti héraðssaksóknara tekur ákvörðun um það hvort Albert verður ákærður eða málið látið niður falla.


Tengdar fréttir

Albert framlengir við Genoa

Albert Guðmundsson hefur skrifað undir nýjan samning við Genoa á Ítalíu. Hann hefur verið orðaður við stórlið víða um Evrópu.

Líkir stöðu Alberts við þá sem hann kynntist hjá Salah

Hollenski miðju­maðurinn Kevin Stroot­man fer fögrum orðum um sam­herja sinn hjá ítalska úr­vals­deildar­fé­laginu Genoa, Ís­lendinginn Albert Guð­munds­son. Albert hefur farið á kostum á yfir­standandi tíma­bili og er Stroot­man hræddur um að Ís­lendingurinn verði ekki lengi á mála hjá Genoa í við­bót, haldi hann á­fram að spila svona.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×