Endurheimti „greyið“ frá eplasnafs-elskandi bílaþjóf Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. desember 2023 10:55 Inga segist fara flestra sinna ferða á hjóli en það sé ágætt að endurheimta bílinn til að auðvelda jólagjafainnkaupin. „Hann er bara komin heim greyið,“ segir Inga Auðbjörg Straumland, formaður Siðmenntar, um Hyundai i30 bifreiðina sem hún deilir með fyrrverandi eiginmanni sínum. Bifreiðin kom í leitirnar í gær, nákvæmlega mánuði eftir að henni var stolið. Bílinn kom víða við, „í æsispennandi ævintýrum“, en að sögn Ingu heyrðist fyrst af honum eftir að kvartað var undan því í rafbílahóp á Facebook að honum hefði verið lagt í bílastæði fyrir rafbíla við Landspítalann 8. nóvember. Næst dúkkaði hann upp á öryggismyndavélum í Kópavogi og virðist hafa verið á Kársnesinu einhverja daga þar sem sást til hans 11. og 13. nóvember. „En hvernig hann kemst svo af Kársnesinu án þess að fara í gegnum myndavélarnar aftur... ja, hann alla vegna endar einhvers staðar í Vesturbænum,“ segir Inga. Þar gerðu eftirtektarsamir íbúar vart við bílinn eftir að hann hafði staðið fyrir utan fjölbýlishús um nokkurt skeið, með hálfopna hurð. „Það var allt í honum,“ segir Inga, „hjól sonar míns og svona,“ bætir hún við. Hún viti ekki betur en að ekkert sjáist á bílnum en hann er nú í höndum fyrrverandi. „Hann fylgir bara barninu,“ segir hún um bílinn. Inga er engu nær um það hver stal bílnum, nema hvað að sá virðist nokkuð hrifinn af eplasnafs. Nokkrar slíkar flöskur var að finna í bifreiðinni þegar að var komið. „Við bara vonum að viðkomandi hafi notið hans í vetrarkuldanum en það er gott að endurheimta hann svona áður en maður fer að kaupa jólagjafir.“ Inga segist fara flestra sinna ferða á hjóli og segir raunar nokkuð spaugilegt að bílnum hafi verið stolið daginn áður en hún var endurkjörinn í stjórn Samtaka um bíllausan lífstíl. „Kannski var þetta karma,“ segir hún í sposkum tón. „Eða aðdáandi einkabílsins sem vildi láta mig finna til tevatnsins.“ Hvað sem því líður segist hún afar þakklát öllum þeim sem aðstoðuðu við leitina; til að mynda vinum sem þræddu Kársnesið og Bjartmari Leóssyni hjólahvíslara, sem hjálpaði henni að rata um samfélagsmiðla. „Það er ótrúlega fallegt að hugsa itl þess að fólk sé að fylgjast með umhverfinu sínu og hafa fyrir því að hringja í mann og láta mann vita. Þarna er það samfélagið sem tekur til hjálpar. Það er fallegt,“ segir hún að lokum. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Sjá meira
Bílinn kom víða við, „í æsispennandi ævintýrum“, en að sögn Ingu heyrðist fyrst af honum eftir að kvartað var undan því í rafbílahóp á Facebook að honum hefði verið lagt í bílastæði fyrir rafbíla við Landspítalann 8. nóvember. Næst dúkkaði hann upp á öryggismyndavélum í Kópavogi og virðist hafa verið á Kársnesinu einhverja daga þar sem sást til hans 11. og 13. nóvember. „En hvernig hann kemst svo af Kársnesinu án þess að fara í gegnum myndavélarnar aftur... ja, hann alla vegna endar einhvers staðar í Vesturbænum,“ segir Inga. Þar gerðu eftirtektarsamir íbúar vart við bílinn eftir að hann hafði staðið fyrir utan fjölbýlishús um nokkurt skeið, með hálfopna hurð. „Það var allt í honum,“ segir Inga, „hjól sonar míns og svona,“ bætir hún við. Hún viti ekki betur en að ekkert sjáist á bílnum en hann er nú í höndum fyrrverandi. „Hann fylgir bara barninu,“ segir hún um bílinn. Inga er engu nær um það hver stal bílnum, nema hvað að sá virðist nokkuð hrifinn af eplasnafs. Nokkrar slíkar flöskur var að finna í bifreiðinni þegar að var komið. „Við bara vonum að viðkomandi hafi notið hans í vetrarkuldanum en það er gott að endurheimta hann svona áður en maður fer að kaupa jólagjafir.“ Inga segist fara flestra sinna ferða á hjóli og segir raunar nokkuð spaugilegt að bílnum hafi verið stolið daginn áður en hún var endurkjörinn í stjórn Samtaka um bíllausan lífstíl. „Kannski var þetta karma,“ segir hún í sposkum tón. „Eða aðdáandi einkabílsins sem vildi láta mig finna til tevatnsins.“ Hvað sem því líður segist hún afar þakklát öllum þeim sem aðstoðuðu við leitina; til að mynda vinum sem þræddu Kársnesið og Bjartmari Leóssyni hjólahvíslara, sem hjálpaði henni að rata um samfélagsmiðla. „Það er ótrúlega fallegt að hugsa itl þess að fólk sé að fylgjast með umhverfinu sínu og hafa fyrir því að hringja í mann og láta mann vita. Þarna er það samfélagið sem tekur til hjálpar. Það er fallegt,“ segir hún að lokum.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Sjá meira