Þór Sigurgeirsson, bæjarstjóri Seltjarnarness, greindi frá þessu í færslu á Facebook-hópnum „Íbúar á Seltjarnarnesi“ í gær.
Þar segir hann að gámnum sé komið upp „til reynslu“ og að á næstu vikum komi síðan „nett grenndarstöð til reynslu á sama stað“. Mikill ánægja er með gáminn ef marka má ummæli og læk Seltirninga við færsluna.
Þó skrifar Snorri Aðalsteinsson nokkur „Á þessi móttökustöð ekki að vera við smábátahöfnina samkvæmt samþykkt skipulagsnefndar?“ við færsluna. Því svaraði bæjarstjórinn „Þar ef af verður er verið að huga að djúpgámalausn. Það tekur tíma og þetta er tímabundið til reynslu.“