Fótbolti

Fót­brotnaði í bikar­úr­slita­leiknum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Emil Breivik átti flott tímabil með Molde en það endaði ekki nógu vel.
Emil Breivik átti flott tímabil með Molde en það endaði ekki nógu vel. EPA-EFE/Svein Ove Ekornesvag

Molde tryggði sér norska bikarmeistaratitilinn í fótbolta um helgina en einn leikmaður liðsins gat þó ekki fagnað með liðsfélögum sínum.

Norski landsliðsmaðurinn Emil Breivik varð fyrir því óláni að fótbrotna eftir samstuð við Julian Faye Lund, markvörð Bodö/Glimt.

Atvikið gerðist í upphafi seinni hálfleik og varð löng töf á leiknum á meðan hugað var af Breivik.

Breivik var borinn af velli á börum og fluttur á sjúkrahús. Lars Håvard Sæbø, læknir í Molde, staðfesti fótbrotið við norska ríkissjónvarpið.

Staðan var þá 0-0 i leiknum en Fredrik Gulbrandsen skoraði sigurmark Molde á 89. mínútu leiksins.

Hinn 23 ára gamli Breivik var búinn að eiga flott tímabil og var valinn í norska landsliðið í fyrsta sinn í september. Hann spilar sem varnartengiliður eða miðvörður en var inn á miðri miðjunni í þessum bikarúrslitaleik.

Þetta var í sjötta sinn sem Molde varð bikarmeistari en liðið varð líka bikarmeistari 1994, 2005, 2013, 2014 og 2021.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×