Dularfulls blóðugs jógabolta sárt saknað Jón Þór Stefánsson skrifar 11. desember 2023 21:01 Steinþór Einarsson, sakborningur í málinu, kannaðist við jógaboltann en ekki við að hafa stungið hann, eða þá að Tómas, sem Steinþór vill meina að hafi ráðist fyrst á sig með hníf, hafi átt við boltann. Þrátt fyrir það var boltinn blóðugur og greinilega búið að stinga hann. Getty/Vísir Jógabolti hefur verið miðlægur í aðalmeðferð Ólafsfjarðamálsins svokallaða, sem varðar andlát Tómasar Waagfjörð sem Steinþór Einarsson er grunaður um að hafa orðið að bana í Ólafsfirði í október á síðasta ári. Fyrri hluti aðalmeðferðarinnar fór fram í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Boltinn sem um ræðir fannst á vettvangi. Hann vakti athygli þar sem nokkur stungusár voru á honum, og þá var hann mjög blóðugur. Nokkuð óljóst er hvers vegna boltinn hafi verið skorinn og blóðugur, en fólkið sem var í húsinu þegar Tómas lét lífið kannast lítið við að hann hafi verið áberandi í atburðarásinni sem leiddi til dauða hans. Sakborningur málsins, Steinþór, sagðist vita um hvaða bolta ræddi. Hann kannaðist þó ekki við að hafa stungið boltann, eða þá að Tómas, sem Steinþór vill meina að hafi ráðist fyrst á sig með hníf, hafi átt við boltann. Þegar hann var spurður út í jógaboltann í annað sinn sagði hann: „Ég skil ekkert hvers vegna það er alltaf verið að spyrja út í þennan bolta. Nema jú að hann var stunginn,“ sagði hann. Þá sagði Steinþór að honum þætti skrýtið að boltinn hefði verið stunginn ítrekað, í hans huga þyrfti bara að gera það einu sinni svo hann myndi springa. Eiginkona Tómasar, sem er nú látin en var lykilvitni í málinu, sagði í skýrslutöku hjá lögreglu í fangelsinu á Hólmsheiði að hún hefði ekki orðið vör við boltann þegar atvik málsins áttu sér stað. Saknar boltans Húsráðandi hússins sagðist heldur ekki hafa orðið boltans vör umrætt kvöld. Hins vegar sagðist hún sakna hans. „Ég sakna hans alveg stundum. Ég átti hann.“ Lögregluþjónn sem skrifaði frumskýrslu í málinu sagði fyrir dómi í dag að hún hefði ekki tekið eftir boltanum nóttina þegar Tómas lét lífið. Hins vegar gátu aðrir lögreglumenn og sérfræðingar lögreglunnar tjáð sig um boltann. Einn sagði boltann hafa verið kramin við hlið líkama Tómasar þegar komið var með sjúkrabörur á vettvang. Greindu rifurnar fimm Sérfræðingur lögreglunnar sagði að boltinn hefði líklega verið inni í eldhúsi hússins á einhverjum tímapunkti, en þar kom til átaka milli mannanna teggja og þar lá Tómas meðvitundarlaus eftir. Fram kemur að mikið blóðkám hafi verið á boltanum, eins og hann hefði mögulega runnið um á blóðugu gólfi. Á honum voru fimm stungusár, eða rifur, sem var lýst nokkuð ítarlega í aðalmeðferð málsins í dag. Ein rifan benti til þess að boltinn hefði verið stunginn, og tvær aðrar eins og hann hefði verið skorinn. Þá væru tvær minni rifur til viðbótar sem líktust frekar þeirri fyrrnefndu, og því áætlað að um stungusár væri að ræða frekar en skurð. Þá kom fram að eitthvað blóð hafi verið í innanverðum boltanum, sem að mati sérfræðings benti til þess að blóðugum hníf hafi verið stungið í boltann og hnífurinn síðan dregin úr og skilið eftir sig blóð. Ekki var leitað sérstaklega að fingraförum á boltanum, en fram kom í dómsal í dag að engin sérstök merki hafi verið um slíkt. Manndráp á Ólafsfirði Dómsmál Fjallabyggð Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Breiðdal Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjá meira
Boltinn sem um ræðir fannst á vettvangi. Hann vakti athygli þar sem nokkur stungusár voru á honum, og þá var hann mjög blóðugur. Nokkuð óljóst er hvers vegna boltinn hafi verið skorinn og blóðugur, en fólkið sem var í húsinu þegar Tómas lét lífið kannast lítið við að hann hafi verið áberandi í atburðarásinni sem leiddi til dauða hans. Sakborningur málsins, Steinþór, sagðist vita um hvaða bolta ræddi. Hann kannaðist þó ekki við að hafa stungið boltann, eða þá að Tómas, sem Steinþór vill meina að hafi ráðist fyrst á sig með hníf, hafi átt við boltann. Þegar hann var spurður út í jógaboltann í annað sinn sagði hann: „Ég skil ekkert hvers vegna það er alltaf verið að spyrja út í þennan bolta. Nema jú að hann var stunginn,“ sagði hann. Þá sagði Steinþór að honum þætti skrýtið að boltinn hefði verið stunginn ítrekað, í hans huga þyrfti bara að gera það einu sinni svo hann myndi springa. Eiginkona Tómasar, sem er nú látin en var lykilvitni í málinu, sagði í skýrslutöku hjá lögreglu í fangelsinu á Hólmsheiði að hún hefði ekki orðið vör við boltann þegar atvik málsins áttu sér stað. Saknar boltans Húsráðandi hússins sagðist heldur ekki hafa orðið boltans vör umrætt kvöld. Hins vegar sagðist hún sakna hans. „Ég sakna hans alveg stundum. Ég átti hann.“ Lögregluþjónn sem skrifaði frumskýrslu í málinu sagði fyrir dómi í dag að hún hefði ekki tekið eftir boltanum nóttina þegar Tómas lét lífið. Hins vegar gátu aðrir lögreglumenn og sérfræðingar lögreglunnar tjáð sig um boltann. Einn sagði boltann hafa verið kramin við hlið líkama Tómasar þegar komið var með sjúkrabörur á vettvang. Greindu rifurnar fimm Sérfræðingur lögreglunnar sagði að boltinn hefði líklega verið inni í eldhúsi hússins á einhverjum tímapunkti, en þar kom til átaka milli mannanna teggja og þar lá Tómas meðvitundarlaus eftir. Fram kemur að mikið blóðkám hafi verið á boltanum, eins og hann hefði mögulega runnið um á blóðugu gólfi. Á honum voru fimm stungusár, eða rifur, sem var lýst nokkuð ítarlega í aðalmeðferð málsins í dag. Ein rifan benti til þess að boltinn hefði verið stunginn, og tvær aðrar eins og hann hefði verið skorinn. Þá væru tvær minni rifur til viðbótar sem líktust frekar þeirri fyrrnefndu, og því áætlað að um stungusár væri að ræða frekar en skurð. Þá kom fram að eitthvað blóð hafi verið í innanverðum boltanum, sem að mati sérfræðings benti til þess að blóðugum hníf hafi verið stungið í boltann og hnífurinn síðan dregin úr og skilið eftir sig blóð. Ekki var leitað sérstaklega að fingraförum á boltanum, en fram kom í dómsal í dag að engin sérstök merki hafi verið um slíkt.
Manndráp á Ólafsfirði Dómsmál Fjallabyggð Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Breiðdal Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjá meira