Ekki hægt að ætlast til viðbragðs að næturlagi yfir hátíðirnar Árni Sæberg skrifar 13. desember 2023 10:25 Fannar Jónasson er bæjarstjóri Grindavíkurbæjar. Vísir/Arnar Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar segir ekki hægt að búast við því af viðbragðsaðilum að þeir væru til staðar í bænum að næturlagi yfir hátíðirnar. Því sé ekki gert ráð fyrir því að Grindvíkingar geti dvalið yfir nótt heima hjá sér fyrr en á nýju ári. Þetta var meðal þess sem kom fram á íbúafundi Grindvíkinga sem haldinn var í Laugardalshöll í Reykjavík í gær. Fannar Jónasson bæjarstjóri sagði í kvöldfréttum í gær að boðað hafi verið til fundarins til þess að veita Grindvíkingum tækifæri til að bera fram spurningar. „Við vorum með mjög góða frummælendur hérna sem voru til svara. Það voru málefnalegar spurningar og ég held að svörin hafi líka verið greinargóð. Þannig að þessi fundur skilaði tilgangi sínum og það getur vel verið að við munum endurtaka slíkan atburð.“ Ekki manneklu á Veðurstofunni um að kenna Ein þeirra spurninga sem helst brunnu á Grindvíkingum var hvort þeir gætu haldið jól og áramót heima hjá sér og verið í bænum yfir nótt. Einn íbúi kvað sér hljóðs og sagðist hafa heimildir fyrir því að ástæða þess að ekki megi sofa í Grindavík sé mannekla á Veðurstofu Íslands. Í gærkvöldi var tilkynnt að sérfræðingum á Veðurstofunni verði fjölgað til þess að stórefla eftirlit með Grindavík og Svartsengi. „Veðurstofan vaktar alhliða náttúrvá allan sólarhringinn alla daga ársins og hefur gert um árabil. Þessi nýjasta atburðarás á Reykjanesskaga kallar hins vegar á mun umfangsmeiri vöktun þegar kemur að eldgosavá,“ sagði í tilkynningu þess efnis. Fannar segir allt annað mál að fólk sofi í bænum en að íbúar og starfsmenn fyrirtækja séu þar yfir daginn. „Það er allt annað mál ef það ætti að fara að gista á svæðinu og björgunarsveitir og aðrir viðbragðsaðilar yrðu að vera tilbúnir, til dæmis um hátíðarnar, þetta er auðvitað fólk sem er með sínar fjölskyldur og vill njóta jólanna. Það er ekki hægt að ætlast til þess að slíkt viðbragð sé til staðar,“ segir hann. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Björgunarsveitir Almannavarnir Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent Fleiri fréttir Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Sjá meira
Þetta var meðal þess sem kom fram á íbúafundi Grindvíkinga sem haldinn var í Laugardalshöll í Reykjavík í gær. Fannar Jónasson bæjarstjóri sagði í kvöldfréttum í gær að boðað hafi verið til fundarins til þess að veita Grindvíkingum tækifæri til að bera fram spurningar. „Við vorum með mjög góða frummælendur hérna sem voru til svara. Það voru málefnalegar spurningar og ég held að svörin hafi líka verið greinargóð. Þannig að þessi fundur skilaði tilgangi sínum og það getur vel verið að við munum endurtaka slíkan atburð.“ Ekki manneklu á Veðurstofunni um að kenna Ein þeirra spurninga sem helst brunnu á Grindvíkingum var hvort þeir gætu haldið jól og áramót heima hjá sér og verið í bænum yfir nótt. Einn íbúi kvað sér hljóðs og sagðist hafa heimildir fyrir því að ástæða þess að ekki megi sofa í Grindavík sé mannekla á Veðurstofu Íslands. Í gærkvöldi var tilkynnt að sérfræðingum á Veðurstofunni verði fjölgað til þess að stórefla eftirlit með Grindavík og Svartsengi. „Veðurstofan vaktar alhliða náttúrvá allan sólarhringinn alla daga ársins og hefur gert um árabil. Þessi nýjasta atburðarás á Reykjanesskaga kallar hins vegar á mun umfangsmeiri vöktun þegar kemur að eldgosavá,“ sagði í tilkynningu þess efnis. Fannar segir allt annað mál að fólk sofi í bænum en að íbúar og starfsmenn fyrirtækja séu þar yfir daginn. „Það er allt annað mál ef það ætti að fara að gista á svæðinu og björgunarsveitir og aðrir viðbragðsaðilar yrðu að vera tilbúnir, til dæmis um hátíðarnar, þetta er auðvitað fólk sem er með sínar fjölskyldur og vill njóta jólanna. Það er ekki hægt að ætlast til þess að slíkt viðbragð sé til staðar,“ segir hann.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Björgunarsveitir Almannavarnir Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent Fleiri fréttir Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Sjá meira