Porto áfram og Atletico tryggði sér efsta sætið Smári Jökull Jónsson skrifar 13. desember 2023 22:31 Pepe skoraði í kvöld. Vísir/Getty Porto tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld eftir sigur á Shaktar Donetsk í markaleik. Þá tryggði Atletico Madrid sér efsta sætið í E-riðli. Fyrir leik Porto og Shaktar Donetsk í Portúgal í kvöld voru liðin jöfn að stigum með níu stig og því um að ræða hreinan úrslitaleik um sæti í 16-liða úrslitum. Og það vantaði ekki mörkin í Portúgal. Wenderson Galeno kom Porto í 1-0 á 9. mínútu en Danylo Sikan jafnaði fyrir gestina á 29. mínútu. Galeno skoraði hins vegar sitt annað mark skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks og Porto því með 2-1 forystu í hálfleik. Leikmenn Shaktar voru svekktir í leikslok.Vísir/Getty Í upphafi síðari hálfleiks kom Mehdi Taremi heimamönnum í 3-1 en sjálfsmark Stephen Eustaquio á 72. mínútu hélt spennu í leiknum. Hinn margreyndi Pepe kom Porto í 4-2 skömmu síðar og Chico Conceicao gulltryggði sæti Porto í 16-liða úrslitunum með marki átta mínútum fyrir leikslok. Eguinaldo klóraði í bakkann fyrir Shaktar á 88. mínútu. Lokatölur 5-3 og Porto fer áfram en Shaktar Donetsk í umspil um sæti í Evrópudeildinni. Royal Antwerp gerði sér lítið fyrir og lagði Barcelona í þessum sama riðli. Þetta var fyrsti sigur belgíska liðsins sem endar þó í neðsta sæti riðilsins en Barcelona náði toppsætinu þrátt fyrir tapið í kvöld. Hinn 17 ára George Ilenikhena varð næst yngsti markaskorari Meistaradeildarinnar í kvöld þegar hann skoraði gegn Barcelona.Vísir/Getty Á Spáni tryggði Atletcio Madrid sér efsta sætið í E-riðli með 2-0 sigri á Lazio. Antoine Griezmann og Samuel Lino skoruðu mörk Atletico sem endar með fjórtán stig í riðlinum en Lazio nær öðru sætinu. Í þriðja sæti riðilsins endaði Feyenoord sem tapaði 2-1 fyrir Celtic í Skotlandi. Það var fyrsti sigur Celtic í riðlinum sem endaði þó í neðsta sæti. Úrslit í leikjum dagsins: Porto - Shaktar Donetsk 5-3Atletico Madrid - Lazio 2-0Rauða Stjarnan - Manchester City 2-3Leipzig - Young Boys 2-1Dortmund - PSG 1-1Newcastle - AC Milan 1-2Celtic - Feyenoord 2-1Royal Antwerp - Barcelona 3-2 Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fjórar knattspyrnukonur handteknar Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Chelsea | Hvað fá nýju eigendurnir að sjá? Í beinni: Man. Utd - Bournemouth | Heitir gestir á Old Trafford Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Sjá meira
Fyrir leik Porto og Shaktar Donetsk í Portúgal í kvöld voru liðin jöfn að stigum með níu stig og því um að ræða hreinan úrslitaleik um sæti í 16-liða úrslitum. Og það vantaði ekki mörkin í Portúgal. Wenderson Galeno kom Porto í 1-0 á 9. mínútu en Danylo Sikan jafnaði fyrir gestina á 29. mínútu. Galeno skoraði hins vegar sitt annað mark skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks og Porto því með 2-1 forystu í hálfleik. Leikmenn Shaktar voru svekktir í leikslok.Vísir/Getty Í upphafi síðari hálfleiks kom Mehdi Taremi heimamönnum í 3-1 en sjálfsmark Stephen Eustaquio á 72. mínútu hélt spennu í leiknum. Hinn margreyndi Pepe kom Porto í 4-2 skömmu síðar og Chico Conceicao gulltryggði sæti Porto í 16-liða úrslitunum með marki átta mínútum fyrir leikslok. Eguinaldo klóraði í bakkann fyrir Shaktar á 88. mínútu. Lokatölur 5-3 og Porto fer áfram en Shaktar Donetsk í umspil um sæti í Evrópudeildinni. Royal Antwerp gerði sér lítið fyrir og lagði Barcelona í þessum sama riðli. Þetta var fyrsti sigur belgíska liðsins sem endar þó í neðsta sæti riðilsins en Barcelona náði toppsætinu þrátt fyrir tapið í kvöld. Hinn 17 ára George Ilenikhena varð næst yngsti markaskorari Meistaradeildarinnar í kvöld þegar hann skoraði gegn Barcelona.Vísir/Getty Á Spáni tryggði Atletcio Madrid sér efsta sætið í E-riðli með 2-0 sigri á Lazio. Antoine Griezmann og Samuel Lino skoruðu mörk Atletico sem endar með fjórtán stig í riðlinum en Lazio nær öðru sætinu. Í þriðja sæti riðilsins endaði Feyenoord sem tapaði 2-1 fyrir Celtic í Skotlandi. Það var fyrsti sigur Celtic í riðlinum sem endaði þó í neðsta sæti. Úrslit í leikjum dagsins: Porto - Shaktar Donetsk 5-3Atletico Madrid - Lazio 2-0Rauða Stjarnan - Manchester City 2-3Leipzig - Young Boys 2-1Dortmund - PSG 1-1Newcastle - AC Milan 1-2Celtic - Feyenoord 2-1Royal Antwerp - Barcelona 3-2
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fjórar knattspyrnukonur handteknar Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Chelsea | Hvað fá nýju eigendurnir að sjá? Í beinni: Man. Utd - Bournemouth | Heitir gestir á Old Trafford Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Sjá meira