Enski boltinn

Titillíkur Liverpool hafa hækkað um 28 prósent síðan í ágúst

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mohamed Salah og félagar í Lverpool eru á toppnum í ensku úrvalsdeildinni.
Mohamed Salah og félagar í Lverpool eru á toppnum í ensku úrvalsdeildinni. Getty/Visionhaus

Opta tölfræðiþjónustan er dugleg að uppfæra sigurlíkur félaganna í ensku úrvalsdeildinni en síðustu vendingar í deildinni hafa haft breytingar í för með sér.

Manchester City hefur nánast verið í sérflokki hvað varðar sigurlíkur á þessu tímabili og liðið er enn á toppnum sem líklegasta liðið til að vinna enska meistaratitilinn í vor. Núna eru 47,8 prósent líkur á því að City verði enskur meistari fjórða árið í röð samkvæmt útreikningum Opta.

Sigurleikur City voru aftur á móti 90,2 prósent í ágúst og hafa því lækkað um 42,4 prósent. Hér skiptir auðvitað miklu að City lék fjóra deildarleiki í röð án þess að vinna og datt niður í fjórða sætið þar sem liðið er nú.

Liverpool er nú toppsætinu og liðið er líka komið upp í annað sætið með 31,5 prósent sigurlíkur og ekkert félag hefur þó hækkað sig meira. Titillíkur Liverpool hafa hækkað um 28 prósent síðan í ágúst þegar þær voru aðeins 3,5 prósent.

Sigurlíkur Arsenal eru núna 16,6 prósent og hafa hækkað um 12,5 prósent síðan í ágúst þegar þær voru 4,1 prósent. Arsenal er núna aðeins einu stigi á eftir toppliði Liverpool.

Aston Villa var aðeins með 0,04 prósent sigurlíkur í ágúst en núna eru sigurlíkur liðsns 4,1 prósent. Villa er tveimur stigum á undan Manchester City í deildinni og aðeins tveimur stigum á eftir toppliði Liverpool.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×