Fótbolti

Newcastle aftur á sigurbraut

Siggeir Ævarsson skrifar
Newcastle menn gátu leyft sér að brosa á ný í dag eftir þrjá tapleiki í röð
Newcastle menn gátu leyft sér að brosa á ný í dag eftir þrjá tapleiki í röð Robbie Jay Barratt/Getty Images

Newcastle fór létt með Fulham í ensku úrvalsdeildinni í dag en Fulham léku megnið af leiknum einum færri eftir að framherjinn Raul Jimenez var rekinn af velli á 20. mínútu.

Jimenez var í baráttu um boltann við Sean Longstaff þar sem hann kom fljúgandi inn í hann af miklum krafti, náði að bægja fætinum frá en fór með þjóhnappana beint í andlit Longstaff sem lá óvígur eftir.

Eftirleikurinn nokkuð auðveldur fyrir Newcastle sem fóru að lokum með 3-0 sigur af hólmi og sitja í 6. sæti deildarinnar með 29 stig. Kærkominn sigur eftir tvo tapleiki í deildinni í röð sem og tap gegn AC Milan í Meistaradeild Evrópu.

Úrslit dagsins í ensku úrvalsdeildinni

Chelsea - Sheffield United 2 - 0

Manchester City - Crystal Palace 2 -2 

Newcastle - Fulham 3 - 0 

Bournemouth - Luton 1 -1 (Leikurinn var blásinn af eftir að Tom Lockyer leikmaður Luton, hneig niður í seinni hálfleik)


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×