Enski boltinn

Legg­hlíf stal senunni i sigur­leik Arsenal

Smári Jökull Jónsson skrifar
Jack Hinshelwood er eigandi legghlífa sem hljóta að teljast með þeim minnstu í heimi.
Jack Hinshelwood er eigandi legghlífa sem hljóta að teljast með þeim minnstu í heimi. Vísir/Getty

Það ráku margir upp stór augu þegar legghlíf leikmanns Brighton í ensku úrvalsdeildinni lentu í jörðinni í leik liðsins gegn Arsenal. Það er ekki að ástæðulausu.

Legghlífar hafa verið hluti af lífi knattspyrnumanna í langan tíma. Leikmönnum ber skylda að bera legghlífar til að verja sig gegn hörðum tæklingum og á dómari að stöðva leik ef leikmenn missa slíka í grasið.

Það gerðist einmitt í leik Arsenal og Brighton í dag. Dómari leiksins tók þá eftir því sem virtist vera lítill aðskotahlutur úr plasti og tók hann upp úr jörðinni.

Dómarinn Tim Robinson vissi ekki á hverju hann hélt og rétti Pascal Gross leikmanni Brighton hlutinn. Hann rétti hann síðan áfram til eigandans Jack Hinshelwood en um var að ræða aðra legghlífina hans.

Legghlífin var agnarsmá og óljóst hversu mikil vörn hún veitir ef hinn 18 ára gamli Hinshelwood fær fast spark í legginn. Í reglum knattspyrnunnar kemur eins og áður segir fram að leikmenn skuli bera legghlífar en ekkert stendur um hversu stórar þær skulu vera.

Atvikið vakti töluverða kátínu á samfélagsmiðlum og var legghlífin meðal annars borin saman við Airpods og rækjusnakk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×