Hvernig kemst Ísland á ÓL og af hverju styðjum við frændur okkar? Sindri Sverrisson skrifar 19. desember 2023 09:01 Bjarki Már Elísson er vanur að raða inn mörkum fyrir íslenska landsliðið. VÍSIR/VILHELM Íslenska karlalandsliðið í handbolta stefnir hátt á EM í Þýskalandi, og í því felst að komast á Ólympíuleikana í París á næsta ári. Það er ansi óljóst hve langt Ísland þarf að ná á EM til þess að komast nær stærsta sviði heimsíþróttanna en baráttan er við lið á borð við Portúgal, Holland og Serbíu. Á EM er nefnilega í boði eitt öruggt sæti á Ólympíuleikunum, fyrir sigurvegarana, og tvö sæti í umspili í vor. Flest af bestu liðum mótsins eru komin inn í umspilið, eða hreinlega inn á ÓL, og því ekki í baráttu við Ísland um þessi sæti. Í stuttu og mjög einfölduðu máli er hægt að segja þetta: Ísland þarf að komast upp úr C-riðli til að geta mögulega komist í ólympíuumspilið í mars. Íslendingar þurfa svo sennilega að enda í að minnsta kosti 5. sæti í sínum milliriðli, mögulega mun ofar, og ljóst er að góður árangur hinna Norðurlandaþjóðanna (sem spila í öðrum milliriðli) myndi hjálpa. Það er því enn algjörlega mögulegt að Ísland komist á Ólympíuleikana í París næsta sumar. Fyrsta skrefið er að vera annað tveggja liða sem komast upp úr C-riðli, þar sem einnig eru Ungverjaland, Serbía og Svartfjallaland. Hvað ÓL varðar væri best fyrir Ísland að fá Ungverjaland með, því Ungverjar eru þegar komnir með farseðil í Ólympíuumspilið. Serbar eru ein af sterkari þjóðunum sem berjast við Íslendinga um umspilssæti en af öðrum má nefna Portúgal, Holland, Pólland og Norður-Makedóníu, sem öll spila í „hinum helmingi“ EM, það er að segja ekki í þeim milliriðli sem Ísland færi í. Riðlarnir á EM í janúar. Efstu tvö liðin úr A-, B-, og C-riðlum spila saman í milliriðli 1, og efstu liðin úr D-, E- og F-riðlum saman í milliriðli 2. Tvö efstu liðin úr hvorum milliriðli fara svo í undanúrslit.Vísir/EHF Að sjálfsögðu, eins og stundum vill verða í handbolta, er þetta mál auðvitað mun flóknara með alls konar fyrirvörum og aukaútskýringum. Þess vegna fylgir hér tilraun til að skýra málið af meiri nákvæmni. Tólf landslið spila í handbolta karla á Ólympíuleikunum í París. Fjögur lið eru komin með sæti þar. Frakkar eru komnir með sæti sem gestgjafar, Danir sem heimsmeistarar, Japanarnir hans Dags Sigurðssonar unnu undankeppni Asíu og Argentína vann Ameríkuleikana. Eitt öruggt sæti fæst á EM, eitt á Afríkumótinu sem einnig er spilað nú í janúar, og svo fást sex síðustu sætin í Ólympíuumspili í mars. Þar verður spilað í þremur fjögurra liða riðlum, og tvö lið úr hverjum riðli komast á leikana. Losna örugglega við Króatíu og mögulega við Slóveníu Strákarnir okkar ætla sér í Ólympíuumspilið, og á EM eru í boði tveir miðar. Lið sem eru komin inn á leikana, eða komast í umspilið í gegnum síðasta HM, eru ekki keppinautar Íslands um þessa miða. Sem sagt, það er ljóst að Ísland er ekki í baráttu við Danmörk eða Frakkland um þessa miða, og ekki heldur við Spán, Svíþjóð, Þýskaland, Noreg eða Ungverjaland (lið sem enduðu í hópi átta efstu liða á HM í janúar og tryggðu sér sæti í umspili). Íslenska liðið verður vel stutt í Þýskalandi en talið er að yfir 4.000 Íslendingar verði á EM.VÍSIR/VILHELM Til að flækja þetta enn frekar, og auka vonir Íslands, þá eru yfirgnæfandi líkur á að eitthvert liðanna hér að ofan vinni EM og fái eina örugga farseðilinn beint á Ólympíuleikana, sem í boði er á EM (Ef Danir eða Frakkar vinna EM þá fær næsta lið á eftir þeim þennan ÓL-farseðil). Við það fengi Króatía (9. sæti á HM) miða í Ólympíuumspilið út frá HM og myndi ekki keppa við Ísland um sæti í umspilinu. Og ef að Egyptaland (7. sæti á HM) vinnur svo Afríkumótið núna í janúar, sem er alveg líklegt, þá fengi Slóvenía (10. sæti á HM) öruggt sæti í umspilinu. Það er sem sagt nánast öruggt að Ísland losni við að keppa við Króatíu um umspilssæti, og einnig líklegt að Ísland losni við Slóveníu. Aðeins eitt af þessum má enda ofar en Ísland Eftir standa þó sterk lið sem Ísland mun þurfa að berjast við um farseðlana tvo í umspilið. Lið sem Ísland þarf að enda fyrir ofan á þessu Evrópumóti. Fræðilega séð gæti 11. sæti dugað Íslandi til að komast í umspilið. En ekki ef tvö af þessum liðum enda ofar: Serbía, Portúgal, Holland, Pólland, Svartfjallaland, Norður-Makedónía, Austurríki, Tékkland, Sviss, Rúmenía, Bosnía, Færeyjar, Grikkland eða Georgía. Þetta eru sem sagt liðin sem að Ísland þarf að slá við, og mögulega einnig Slóvenía (ef Egyptaland verður ekki Afríkumeistari). Aðeins eitt þeirra má enda ofar en Ísland. Elvar Örn Jónsson er einn af lykilmönnum íslenska liðsins og nær sér vonandi vel af meiðslum í kvið, fyrir mótið.VÍSIR/VILHELM Höldum með Svíum, Dönum og Norðmönnum Það er því tvöfalt mikilvægi fólgið í því fyrir Ísland að vinna Serbíu í fyrsta leik EM, í von um að enda ofar en Serbar sem einnig stefna á Ólympíuumspilið. Ef Ísland kemst svo í milliriðil er líklegt að þar bíði hins vegar lið sem eru þegar komin inn á leikana eða í umspilið; Frakkland, Spánn, Þýskaland og Króatía. Í hinum „helmingi“ mótsins, í riðlum D- E og F, væri best fyrir Ísland varðandi umspilið að Noregi, Svíþjóð og Danmörku gangi vel, vegna þess að þessi lið eru komin með sæti á ÓL eða í umspilinu. Það er erfiðara að segja til um Slóveníu vegna þess að Afríkumótið er ekki búið, en svo munu að minnsta kosti tvö lið komast í þennan milliriðil sem Ísland verður í baráttu við um umspilssæti. Það gætu til að mynda orðið Holland og Portúgal. Dæmi sem gæti skilað Íslandi í ÓL-umspilið: Milliriðill 1: Spánn 10, Frakkland 8, Króatía 6, Þýskaland 3, Ísland 3, Ungverjaland 0. Milliriðill 2: Danmörk 10, Svíþjóð 8, Noregur 6, Portúgal 4, Slóvenía 2, Holland 0. Dæmi um að Ísland missi af ÓL-umspili: Milliriðill 1: Spánn 10, Frakkland 8, Króatía 6, Þýskaland 4, Serbía 2, Ísland 0. Milliriðill 2: Danmörk 10, Svíþjóð 8, Noregur 6, Slóvenía 4, Portúgal 2, Holland 0. Vonandi varpar þessi grein aðeins skýrara ljósi á stöðuna varðandi Ólympíuleikana í París. Strákarnir okkar hafa misst af sæti á tvennum síðustu leikjum og eru hungraðir í að mæta á stærsta svið íþróttanna. Til þess þarf þó margt að ganga upp, og kannski er vert að minna á að sæti í Ólympíuumspilinu þýðir ekki öruggt sæti á Ólympíuleikunum, þó að það gefi góða möguleika. Best væri auðvitað að Ísland yrði bara Evrópumeistari í fyrsta sinn. Þá fengi liðið öruggt sæti á Ólympíuleikunum í kaupbæti og þyrfti ekkert að hugsa um eitthvað umspil í mars. EM 2024 í handbolta Ólympíuleikar 2024 í París Landslið karla í handbolta Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Sjá meira
Á EM er nefnilega í boði eitt öruggt sæti á Ólympíuleikunum, fyrir sigurvegarana, og tvö sæti í umspili í vor. Flest af bestu liðum mótsins eru komin inn í umspilið, eða hreinlega inn á ÓL, og því ekki í baráttu við Ísland um þessi sæti. Í stuttu og mjög einfölduðu máli er hægt að segja þetta: Ísland þarf að komast upp úr C-riðli til að geta mögulega komist í ólympíuumspilið í mars. Íslendingar þurfa svo sennilega að enda í að minnsta kosti 5. sæti í sínum milliriðli, mögulega mun ofar, og ljóst er að góður árangur hinna Norðurlandaþjóðanna (sem spila í öðrum milliriðli) myndi hjálpa. Það er því enn algjörlega mögulegt að Ísland komist á Ólympíuleikana í París næsta sumar. Fyrsta skrefið er að vera annað tveggja liða sem komast upp úr C-riðli, þar sem einnig eru Ungverjaland, Serbía og Svartfjallaland. Hvað ÓL varðar væri best fyrir Ísland að fá Ungverjaland með, því Ungverjar eru þegar komnir með farseðil í Ólympíuumspilið. Serbar eru ein af sterkari þjóðunum sem berjast við Íslendinga um umspilssæti en af öðrum má nefna Portúgal, Holland, Pólland og Norður-Makedóníu, sem öll spila í „hinum helmingi“ EM, það er að segja ekki í þeim milliriðli sem Ísland færi í. Riðlarnir á EM í janúar. Efstu tvö liðin úr A-, B-, og C-riðlum spila saman í milliriðli 1, og efstu liðin úr D-, E- og F-riðlum saman í milliriðli 2. Tvö efstu liðin úr hvorum milliriðli fara svo í undanúrslit.Vísir/EHF Að sjálfsögðu, eins og stundum vill verða í handbolta, er þetta mál auðvitað mun flóknara með alls konar fyrirvörum og aukaútskýringum. Þess vegna fylgir hér tilraun til að skýra málið af meiri nákvæmni. Tólf landslið spila í handbolta karla á Ólympíuleikunum í París. Fjögur lið eru komin með sæti þar. Frakkar eru komnir með sæti sem gestgjafar, Danir sem heimsmeistarar, Japanarnir hans Dags Sigurðssonar unnu undankeppni Asíu og Argentína vann Ameríkuleikana. Eitt öruggt sæti fæst á EM, eitt á Afríkumótinu sem einnig er spilað nú í janúar, og svo fást sex síðustu sætin í Ólympíuumspili í mars. Þar verður spilað í þremur fjögurra liða riðlum, og tvö lið úr hverjum riðli komast á leikana. Losna örugglega við Króatíu og mögulega við Slóveníu Strákarnir okkar ætla sér í Ólympíuumspilið, og á EM eru í boði tveir miðar. Lið sem eru komin inn á leikana, eða komast í umspilið í gegnum síðasta HM, eru ekki keppinautar Íslands um þessa miða. Sem sagt, það er ljóst að Ísland er ekki í baráttu við Danmörk eða Frakkland um þessa miða, og ekki heldur við Spán, Svíþjóð, Þýskaland, Noreg eða Ungverjaland (lið sem enduðu í hópi átta efstu liða á HM í janúar og tryggðu sér sæti í umspili). Íslenska liðið verður vel stutt í Þýskalandi en talið er að yfir 4.000 Íslendingar verði á EM.VÍSIR/VILHELM Til að flækja þetta enn frekar, og auka vonir Íslands, þá eru yfirgnæfandi líkur á að eitthvert liðanna hér að ofan vinni EM og fái eina örugga farseðilinn beint á Ólympíuleikana, sem í boði er á EM (Ef Danir eða Frakkar vinna EM þá fær næsta lið á eftir þeim þennan ÓL-farseðil). Við það fengi Króatía (9. sæti á HM) miða í Ólympíuumspilið út frá HM og myndi ekki keppa við Ísland um sæti í umspilinu. Og ef að Egyptaland (7. sæti á HM) vinnur svo Afríkumótið núna í janúar, sem er alveg líklegt, þá fengi Slóvenía (10. sæti á HM) öruggt sæti í umspilinu. Það er sem sagt nánast öruggt að Ísland losni við að keppa við Króatíu um umspilssæti, og einnig líklegt að Ísland losni við Slóveníu. Aðeins eitt af þessum má enda ofar en Ísland Eftir standa þó sterk lið sem Ísland mun þurfa að berjast við um farseðlana tvo í umspilið. Lið sem Ísland þarf að enda fyrir ofan á þessu Evrópumóti. Fræðilega séð gæti 11. sæti dugað Íslandi til að komast í umspilið. En ekki ef tvö af þessum liðum enda ofar: Serbía, Portúgal, Holland, Pólland, Svartfjallaland, Norður-Makedónía, Austurríki, Tékkland, Sviss, Rúmenía, Bosnía, Færeyjar, Grikkland eða Georgía. Þetta eru sem sagt liðin sem að Ísland þarf að slá við, og mögulega einnig Slóvenía (ef Egyptaland verður ekki Afríkumeistari). Aðeins eitt þeirra má enda ofar en Ísland. Elvar Örn Jónsson er einn af lykilmönnum íslenska liðsins og nær sér vonandi vel af meiðslum í kvið, fyrir mótið.VÍSIR/VILHELM Höldum með Svíum, Dönum og Norðmönnum Það er því tvöfalt mikilvægi fólgið í því fyrir Ísland að vinna Serbíu í fyrsta leik EM, í von um að enda ofar en Serbar sem einnig stefna á Ólympíuumspilið. Ef Ísland kemst svo í milliriðil er líklegt að þar bíði hins vegar lið sem eru þegar komin inn á leikana eða í umspilið; Frakkland, Spánn, Þýskaland og Króatía. Í hinum „helmingi“ mótsins, í riðlum D- E og F, væri best fyrir Ísland varðandi umspilið að Noregi, Svíþjóð og Danmörku gangi vel, vegna þess að þessi lið eru komin með sæti á ÓL eða í umspilinu. Það er erfiðara að segja til um Slóveníu vegna þess að Afríkumótið er ekki búið, en svo munu að minnsta kosti tvö lið komast í þennan milliriðil sem Ísland verður í baráttu við um umspilssæti. Það gætu til að mynda orðið Holland og Portúgal. Dæmi sem gæti skilað Íslandi í ÓL-umspilið: Milliriðill 1: Spánn 10, Frakkland 8, Króatía 6, Þýskaland 3, Ísland 3, Ungverjaland 0. Milliriðill 2: Danmörk 10, Svíþjóð 8, Noregur 6, Portúgal 4, Slóvenía 2, Holland 0. Dæmi um að Ísland missi af ÓL-umspili: Milliriðill 1: Spánn 10, Frakkland 8, Króatía 6, Þýskaland 4, Serbía 2, Ísland 0. Milliriðill 2: Danmörk 10, Svíþjóð 8, Noregur 6, Slóvenía 4, Portúgal 2, Holland 0. Vonandi varpar þessi grein aðeins skýrara ljósi á stöðuna varðandi Ólympíuleikana í París. Strákarnir okkar hafa misst af sæti á tvennum síðustu leikjum og eru hungraðir í að mæta á stærsta svið íþróttanna. Til þess þarf þó margt að ganga upp, og kannski er vert að minna á að sæti í Ólympíuumspilinu þýðir ekki öruggt sæti á Ólympíuleikunum, þó að það gefi góða möguleika. Best væri auðvitað að Ísland yrði bara Evrópumeistari í fyrsta sinn. Þá fengi liðið öruggt sæti á Ólympíuleikunum í kaupbæti og þyrfti ekkert að hugsa um eitthvað umspil í mars.
Dæmi sem gæti skilað Íslandi í ÓL-umspilið: Milliriðill 1: Spánn 10, Frakkland 8, Króatía 6, Þýskaland 3, Ísland 3, Ungverjaland 0. Milliriðill 2: Danmörk 10, Svíþjóð 8, Noregur 6, Portúgal 4, Slóvenía 2, Holland 0.
Dæmi um að Ísland missi af ÓL-umspili: Milliriðill 1: Spánn 10, Frakkland 8, Króatía 6, Þýskaland 4, Serbía 2, Ísland 0. Milliriðill 2: Danmörk 10, Svíþjóð 8, Noregur 6, Slóvenía 4, Portúgal 2, Holland 0.
EM 2024 í handbolta Ólympíuleikar 2024 í París Landslið karla í handbolta Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Sjá meira