Innlent

Öll um­ferð bönnuð í Grinda­vík

Árni Sæberg skrifar
Bjarminn frá eldgosinu sést vel frá Grindavík en þar má enginn vera nema lögreglumenn.
Bjarminn frá eldgosinu sést vel frá Grindavík en þar má enginn vera nema lögreglumenn. Vísir/Vilhelm

Eftir fund aðgerðastjórnar og vettvangsstjórnar nú í morgun hefur Lögreglustjórinn á Suðurnesjum ákveðið að banna alla umferð og viðveru í Grindavíkurbæ á meðan nýtt hættumatskort er í gildi. 

Þetta segir í tilkynningu frá lögreglustjóranum. Þá verði áfram takmörkuð starfsemi á svæði 1, samkvæmt meðfylgjandi korti. Engin starfsemi verði í Bláa lóninu á gildistíma hættumatskortsins, sem að óbreyttur stendur til fimmtudagsins 28. desember 2023.

Veðurstofan hafi gefið út nýtt hættumatskort í gær byggt á túlkun nýjustu gagna og út frá stöðu virkninnar í eldgosinu við Sundhnúksgíga. Hætta hafi aukist umtalsvert á öllum svæðum sem skilgreind voru á eldra hættumatskorti, svæði 1 – 4. Tvö ný svæði hafi bæst við kortið, svæði 5 – 6.

Lokunarpóstar séu sem fyrr á Grindavíkurvegi, Nesvegi og Suðurstrandarvegi. Viðbragðsaðilar dvelji ekki lengur í Grindavík en þurfi í undantekningartilfellum að sinna verkefnum í bænum. Lögreglan sé með sólarhringsvakt við Grindavík.


Tengdar fréttir

Sýnist gosið vera komið á lokastig

Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segist telja eldgosið í Sundhnúksgígum vera komið á lokastig. Breytist ekkert gæti það verið búið um helgina. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×