Veðsetja alla hluti sína í VÍS og Kaldalóni Árni Sæberg skrifar 20. desember 2023 16:10 Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason er forstjóri Skeljar fjárfestingafélags. Fjárfestingafélagið Skel hefur veðsett alla hluti sína í félögunum VÍS og Kaldalóni, helstu skráðu félögunum í eignasafni Skeljar. Forstjórinn segir um hefðbundna fjármögnun að ræða. Margir ráku upp stór augu í dag þegar Kauphöll bárust tilkynningar frá VÍS og Kaldalóni um veðsetningu félags sem er nákomið stjórnarmanni í félögunum. Þar var á ferð Skel fjárfestingarfélag en forstjóri þess, Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, er stjórnarmaður í báðum félögum. VÍS tilkynnti um veðsetningu á 156.956.533 hlutum í félaginu til tryggingar lánasamningum. Það er allur 8,2 prósent hlutur Skeljar í VÍS, sem er metinn á um 2,5 milljarða króna. Kaldalón tilkynnti um veðsetningu 100.676.401 hlutar til tryggingar lánasamningum, til viðbótar við fyrri veðsetningar sem tilkynnt var um 23. september í fyrra. Það er samanlagt allur 15,4 prósent hlutur Skeljar í Kaldalóni, sem er um 2,8 milljarða króna virði. Í samtali við Vísi segir Ásgeir Helgi um lögbundna tilkynningu um hefðbundna fjármögnun félagsins. Eftir gildistöku evrópureglugerðar um markaðssvik, sem ævinlega er kölluð MAR, sé skylt að tilkynna um veðsetningu hluta á sama hátt og um kaup og sölu hluta. Skel noti skráðu bréfin sem veð gegn skuldbindingum félagsins við lánardrottna sína þar sem það sé hagkvæmast. Það sé gert á einu bretti einu sinni á ári og því komi tilkynningar nú um veðsetningu allra skráðra bréfa félagsins. Skel fjárfestingafélag Kauphöllin VÍS Kaldalón Tengdar fréttir Heimkaup safnar 1,5 milljarði í hlutafé til að opna nýjar verslanir Stjórnendur Heimkaupa vinna nú að gerð kynningarefnis til að safna allt að 1,5 milljörðum króna í hlutafjáraukningu til að fjármagna opnun nýrra matvöruverslana. „Við ætlum að koma með látum inn á markaðinn,“ segir forstjóri Heimkaupa, í samtali við Innherja. Allt hlutafé í Brauð & co. var metið á tæplega milljarð króna þegar Heimkaup keypti hlut Skeljar fjárfestingarfélags í bakaríinu í sumar í skiptum fyrir eigin bréf. 13. nóvember 2023 15:18 Skel kaupir tugi íbúða fyrir fleiri milljarða Fjárfestingafélagið SKEL hf. hefur fest kaup á 55 íbúðum við Stefnisvog 2 í Reykjavík fyrir rétt tæpa fimm milljarða króna. Samhliða kaupunum gerði félagið samning um kauprétt að 35 íbúðum við Stefnisvog 12. Fjárfestingafélagið stefnir að því að setja íbúðirnar í útleigu. 22. september 2023 18:00 Ásmundur Tryggvason ráðinn forstjóri Styrkáss Ásmundur Tryggvason hefur verið ráðinn forstjóri Styrkáss, nýs þjónustufyrirtækis sem samanstendur af Skeljungi og Kletti. Skrá á félagið í Kauphöll á Íslandi fyrir árslok 2027 og mun Ásmundur leiða þá vinnu. 4. október 2023 13:02 SKEL ætlar að „þyngja vægi“ skráðra félaga og fasteigna í eignasafninu Fjárfestingafélagið SKEL, sem hagnaðist um rúmlega tvo milljarða á fyrri árshelmingi miðað við nærri fimm milljarða á síðasta ári, ætlar á næstu misserum að auka vægi sitt í skráðum eignum og fasteignum. Forstjóri SKEL segir að félagið muni nýta að „stórum hluta“ þá fjármuni sem fengust við sölu á eftirstandandi hlut í Orkufélaginu í Færeyjum í fjárfestingar í Norður-Evrópu. 17. ágúst 2023 09:24 Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Sjá meira
Margir ráku upp stór augu í dag þegar Kauphöll bárust tilkynningar frá VÍS og Kaldalóni um veðsetningu félags sem er nákomið stjórnarmanni í félögunum. Þar var á ferð Skel fjárfestingarfélag en forstjóri þess, Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, er stjórnarmaður í báðum félögum. VÍS tilkynnti um veðsetningu á 156.956.533 hlutum í félaginu til tryggingar lánasamningum. Það er allur 8,2 prósent hlutur Skeljar í VÍS, sem er metinn á um 2,5 milljarða króna. Kaldalón tilkynnti um veðsetningu 100.676.401 hlutar til tryggingar lánasamningum, til viðbótar við fyrri veðsetningar sem tilkynnt var um 23. september í fyrra. Það er samanlagt allur 15,4 prósent hlutur Skeljar í Kaldalóni, sem er um 2,8 milljarða króna virði. Í samtali við Vísi segir Ásgeir Helgi um lögbundna tilkynningu um hefðbundna fjármögnun félagsins. Eftir gildistöku evrópureglugerðar um markaðssvik, sem ævinlega er kölluð MAR, sé skylt að tilkynna um veðsetningu hluta á sama hátt og um kaup og sölu hluta. Skel noti skráðu bréfin sem veð gegn skuldbindingum félagsins við lánardrottna sína þar sem það sé hagkvæmast. Það sé gert á einu bretti einu sinni á ári og því komi tilkynningar nú um veðsetningu allra skráðra bréfa félagsins.
Skel fjárfestingafélag Kauphöllin VÍS Kaldalón Tengdar fréttir Heimkaup safnar 1,5 milljarði í hlutafé til að opna nýjar verslanir Stjórnendur Heimkaupa vinna nú að gerð kynningarefnis til að safna allt að 1,5 milljörðum króna í hlutafjáraukningu til að fjármagna opnun nýrra matvöruverslana. „Við ætlum að koma með látum inn á markaðinn,“ segir forstjóri Heimkaupa, í samtali við Innherja. Allt hlutafé í Brauð & co. var metið á tæplega milljarð króna þegar Heimkaup keypti hlut Skeljar fjárfestingarfélags í bakaríinu í sumar í skiptum fyrir eigin bréf. 13. nóvember 2023 15:18 Skel kaupir tugi íbúða fyrir fleiri milljarða Fjárfestingafélagið SKEL hf. hefur fest kaup á 55 íbúðum við Stefnisvog 2 í Reykjavík fyrir rétt tæpa fimm milljarða króna. Samhliða kaupunum gerði félagið samning um kauprétt að 35 íbúðum við Stefnisvog 12. Fjárfestingafélagið stefnir að því að setja íbúðirnar í útleigu. 22. september 2023 18:00 Ásmundur Tryggvason ráðinn forstjóri Styrkáss Ásmundur Tryggvason hefur verið ráðinn forstjóri Styrkáss, nýs þjónustufyrirtækis sem samanstendur af Skeljungi og Kletti. Skrá á félagið í Kauphöll á Íslandi fyrir árslok 2027 og mun Ásmundur leiða þá vinnu. 4. október 2023 13:02 SKEL ætlar að „þyngja vægi“ skráðra félaga og fasteigna í eignasafninu Fjárfestingafélagið SKEL, sem hagnaðist um rúmlega tvo milljarða á fyrri árshelmingi miðað við nærri fimm milljarða á síðasta ári, ætlar á næstu misserum að auka vægi sitt í skráðum eignum og fasteignum. Forstjóri SKEL segir að félagið muni nýta að „stórum hluta“ þá fjármuni sem fengust við sölu á eftirstandandi hlut í Orkufélaginu í Færeyjum í fjárfestingar í Norður-Evrópu. 17. ágúst 2023 09:24 Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Sjá meira
Heimkaup safnar 1,5 milljarði í hlutafé til að opna nýjar verslanir Stjórnendur Heimkaupa vinna nú að gerð kynningarefnis til að safna allt að 1,5 milljörðum króna í hlutafjáraukningu til að fjármagna opnun nýrra matvöruverslana. „Við ætlum að koma með látum inn á markaðinn,“ segir forstjóri Heimkaupa, í samtali við Innherja. Allt hlutafé í Brauð & co. var metið á tæplega milljarð króna þegar Heimkaup keypti hlut Skeljar fjárfestingarfélags í bakaríinu í sumar í skiptum fyrir eigin bréf. 13. nóvember 2023 15:18
Skel kaupir tugi íbúða fyrir fleiri milljarða Fjárfestingafélagið SKEL hf. hefur fest kaup á 55 íbúðum við Stefnisvog 2 í Reykjavík fyrir rétt tæpa fimm milljarða króna. Samhliða kaupunum gerði félagið samning um kauprétt að 35 íbúðum við Stefnisvog 12. Fjárfestingafélagið stefnir að því að setja íbúðirnar í útleigu. 22. september 2023 18:00
Ásmundur Tryggvason ráðinn forstjóri Styrkáss Ásmundur Tryggvason hefur verið ráðinn forstjóri Styrkáss, nýs þjónustufyrirtækis sem samanstendur af Skeljungi og Kletti. Skrá á félagið í Kauphöll á Íslandi fyrir árslok 2027 og mun Ásmundur leiða þá vinnu. 4. október 2023 13:02
SKEL ætlar að „þyngja vægi“ skráðra félaga og fasteigna í eignasafninu Fjárfestingafélagið SKEL, sem hagnaðist um rúmlega tvo milljarða á fyrri árshelmingi miðað við nærri fimm milljarða á síðasta ári, ætlar á næstu misserum að auka vægi sitt í skráðum eignum og fasteignum. Forstjóri SKEL segir að félagið muni nýta að „stórum hluta“ þá fjármuni sem fengust við sölu á eftirstandandi hlut í Orkufélaginu í Færeyjum í fjárfestingar í Norður-Evrópu. 17. ágúst 2023 09:24