Mátti svipta bræðurna að Brimnesi öllum nautgripum Árni Sæberg skrifar 21. desember 2023 13:11 Þessi mynd er frá árinu 2017, þegar bræðurnir voru einnig sviptir nautgripum. Vísir/Sveinn Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað íslenska ríkið af öllum kröfum tveggja bænda, sem Matvælastofnun svipti vörslum allra 137 nautgripa þeirra árin 2021 og 2022. Þetta segir í dómi héraðsdóms, sem kveðinn var upp í gær. Þar segir að þeir Arnar og Kjartan Gústafssynir, sem hafa um áratugaskeið, haldið bú að Brimnesi í Dalvíkurbyggð, hafi höfðað mál á hendur ríkinu til viðurkenningar skaðabótaskylda þess vegna fjárhagstjóns þeirra af ákvörðun Matvælastofnunar um vörslusviptingu allra nautgripa stefnenda á búi þeirra 9. september 2021 og 28. janúar 2022 og af framkvæmd vörslusviptingarinnar og vegna missis þess hagnaðar sem þeir hefðu notið ef ekki hefði komið til þeirrar vörslusviptingar. Þá hafi þeir einnig krafist miskabóta úr hendi ríkissins vegna aðgerða Matvælastofnunar. Ekki í fyrsta sinn sem bræðurnir eru sviptir búfénaði Matvælastofnun hefur áður haft afskipti af bræðrunum í Brimnesi vegna aðbúnað dýra á bænum. Árið 2017 lagði MAST til að mynda hald á 215 nautgripi, 45 þurfti að slátra en annað búfé var tekið í vörslu MAST að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Bræðurnir sögðu þá að þeir væru ósáttir við aðferðir MAST og að stofnunin hafi gengið of langt. „Það hefði ekki þurft að fara í þessar íþyngjandi aðgerðir,“ sagði Arnar Gústafsson á sínum tíma. Lengi verið undir smásjá Í tilkynningu á vef MAST segir að málið nú hafi átt sér langan aðdraganda og stofnunin hefði árum saman sett út á meðferð gripanna, aðbúnað þeirra, byggingar og búnað og ekki síst skort á eigin eftirliti bændanna og stöðugt krafist úrbóta. Búið að Brimnesi.Vísir/Sveinn Stofnunin hefði loks komist að þeirri niðurstöðu að verulega skorti á getu, hæfni og ábyrgð bændanna til að tryggja velferð dýranna. Bændurnir hafi kært hina fyrirhuguðu vörslusviptingu til matvælaráðuneytis sem hafi staðfest hana nokkrum dögum áður áður en hún var framkvæmd. Tókst ekki að sanna tjón sitt Þá segir að öllum kröfum bændanna hafi verið hafnað og í dóminum segi að þeim hafi ekki tekist að færa sönnur fyrir fullyrðingum sínum um ólögmæta og saknæma háttsemi starfsmanna Matvælastofnunar sem hafi valdið þeim tjóni og bakað þar með íslenska ríkinu skaðabótaskyldu. Hafi bændurnir orðið fyrir slíku tjóni verði að telja orsök þess vera þá að þeir sinntu ekki lögmætum úrbótakröfum sem leiddi til þess að þeir voru sviptir vörslum dýranna. Á slíku tjóni geti ekki aðrir en þeir sjálfir borið ábyrgð. Ákvörðun Matvælastofnunar um vörslusviptingu á 137 nautgripum og framkvæmd hennar hafi verið í fullu samræmi við lög um velferð dýra, stjórnsýslulög og óskráðar reglur stjórnsýsluréttar. Dalvíkurbyggð Landbúnaður Matvælaframleiðsla Dómsmál Tengdar fréttir Lambalát greinst á Brimnesi í Dalvíkurbyggð Matvælastofnun segir að ekki hafi enn tekist að tegundagreina bakteríuna, en unnið er áfram að því. 10. apríl 2015 16:19 Hrossin eins og hráviði einni viku síðar Fjórir graðhestar sem skotnir voru á færi að tilmælum Matvælastofnunar í síðustu viku liggja enn eins og hráviði um landareignina Skriðuland. 18. ágúst 2017 04:30 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Sjá meira
Þetta segir í dómi héraðsdóms, sem kveðinn var upp í gær. Þar segir að þeir Arnar og Kjartan Gústafssynir, sem hafa um áratugaskeið, haldið bú að Brimnesi í Dalvíkurbyggð, hafi höfðað mál á hendur ríkinu til viðurkenningar skaðabótaskylda þess vegna fjárhagstjóns þeirra af ákvörðun Matvælastofnunar um vörslusviptingu allra nautgripa stefnenda á búi þeirra 9. september 2021 og 28. janúar 2022 og af framkvæmd vörslusviptingarinnar og vegna missis þess hagnaðar sem þeir hefðu notið ef ekki hefði komið til þeirrar vörslusviptingar. Þá hafi þeir einnig krafist miskabóta úr hendi ríkissins vegna aðgerða Matvælastofnunar. Ekki í fyrsta sinn sem bræðurnir eru sviptir búfénaði Matvælastofnun hefur áður haft afskipti af bræðrunum í Brimnesi vegna aðbúnað dýra á bænum. Árið 2017 lagði MAST til að mynda hald á 215 nautgripi, 45 þurfti að slátra en annað búfé var tekið í vörslu MAST að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Bræðurnir sögðu þá að þeir væru ósáttir við aðferðir MAST og að stofnunin hafi gengið of langt. „Það hefði ekki þurft að fara í þessar íþyngjandi aðgerðir,“ sagði Arnar Gústafsson á sínum tíma. Lengi verið undir smásjá Í tilkynningu á vef MAST segir að málið nú hafi átt sér langan aðdraganda og stofnunin hefði árum saman sett út á meðferð gripanna, aðbúnað þeirra, byggingar og búnað og ekki síst skort á eigin eftirliti bændanna og stöðugt krafist úrbóta. Búið að Brimnesi.Vísir/Sveinn Stofnunin hefði loks komist að þeirri niðurstöðu að verulega skorti á getu, hæfni og ábyrgð bændanna til að tryggja velferð dýranna. Bændurnir hafi kært hina fyrirhuguðu vörslusviptingu til matvælaráðuneytis sem hafi staðfest hana nokkrum dögum áður áður en hún var framkvæmd. Tókst ekki að sanna tjón sitt Þá segir að öllum kröfum bændanna hafi verið hafnað og í dóminum segi að þeim hafi ekki tekist að færa sönnur fyrir fullyrðingum sínum um ólögmæta og saknæma háttsemi starfsmanna Matvælastofnunar sem hafi valdið þeim tjóni og bakað þar með íslenska ríkinu skaðabótaskyldu. Hafi bændurnir orðið fyrir slíku tjóni verði að telja orsök þess vera þá að þeir sinntu ekki lögmætum úrbótakröfum sem leiddi til þess að þeir voru sviptir vörslum dýranna. Á slíku tjóni geti ekki aðrir en þeir sjálfir borið ábyrgð. Ákvörðun Matvælastofnunar um vörslusviptingu á 137 nautgripum og framkvæmd hennar hafi verið í fullu samræmi við lög um velferð dýra, stjórnsýslulög og óskráðar reglur stjórnsýsluréttar.
Dalvíkurbyggð Landbúnaður Matvælaframleiðsla Dómsmál Tengdar fréttir Lambalát greinst á Brimnesi í Dalvíkurbyggð Matvælastofnun segir að ekki hafi enn tekist að tegundagreina bakteríuna, en unnið er áfram að því. 10. apríl 2015 16:19 Hrossin eins og hráviði einni viku síðar Fjórir graðhestar sem skotnir voru á færi að tilmælum Matvælastofnunar í síðustu viku liggja enn eins og hráviði um landareignina Skriðuland. 18. ágúst 2017 04:30 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Sjá meira
Lambalát greinst á Brimnesi í Dalvíkurbyggð Matvælastofnun segir að ekki hafi enn tekist að tegundagreina bakteríuna, en unnið er áfram að því. 10. apríl 2015 16:19
Hrossin eins og hráviði einni viku síðar Fjórir graðhestar sem skotnir voru á færi að tilmælum Matvælastofnunar í síðustu viku liggja enn eins og hráviði um landareignina Skriðuland. 18. ágúst 2017 04:30
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent