Fréttavakt verður á Vísi yfir hátíðirnar fyrir utan aðfangadagskvöld þar sem blaðamenn Vísis fagna jólum í faðmi fjölskyldu og vina.
Sjónvarpsfréttatími Stöðvar 2 á aðfangadag verður í hádeginu klukkan tólf og svo kvöldfréttir á sínum stað á jóladag klukkan 18:30. Báðir tímar verða sendir út á Bylgjunni.
Við minnum á að hægt er að senda ábendingar um allt sem fréttnæmt má heita á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Skoðanagreinar sendist á greinar@visir.is.
Að neðan má sjá útsendinguna á Stöð 2 Vísi sem aldrei sefur. Þar má sjá nýlegar fréttir, vinsælar klippur og annála sem fréttastofa hefur unnið í desember.