Erlent

Úkraínu­menn halda jólin í desem­ber í fyrsta skiptið

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Hátíðarguðsþjónusta fór fram í Kænugarði í gær.
Hátíðarguðsþjónusta fór fram í Kænugarði í gær. EPA

Rétttrúnaðarfólk í Úkraínu mun í dag, jóladag, halda jól í desember í fyrsta skiptið. Hingað til hefur þjóðin formlega fagnað jólunum þann 7. janúar, samkvæmt júlíanska tímatalinu. 

Breytingin er gerð til þess að fjarlægja úkraínsku þjóðina frá rússneskum hefðum. Nú verða jólin haldin samkvæmt gregoríska tímatalinu. 

Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu lét lagalega breyta tímasetningu jólahátíðarinnar í júlí á þessu ári. Þá sagði hann breytinguna leyfa Úkraínumönnum að yfirgefa rússneskar hefðir, sem felast í að fagna jólum í janúar. 

Einkarekna rétttrúnaðarkirkjan í Úkraínu, sem starfað hefur síðan 2019, hefur að auki fært jólahátíðina aftur í desember.

Zelensky birti myndband á X í gær þar sem hann óskaði landsmönnum gleðilegra jóla. „Við fögnum jólunum öll saman. Á sama degi, sem ein stór fjölskylda, sem ein þjóð, sem eitt sameinað land,“ sagði hann. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×