Lífið

Æsku­heimili Beyoncé brann á jóla­nótt

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Eldur kviknaði í húsinu á jólanótt.
Eldur kviknaði í húsinu á jólanótt. AP/Elizabeth Conley

Æskuheimili tónlistarkonunnar Beyoncé í Houston í Bandaríkjunum brann á jólanótt. Fjölskyldan sem býr í húsinu slapp til allrar hamingju óhullt.

Fréttastofa AP greinir frá því að útkall hafi borist viðbragðsaðilum í Houston klukkan tvö um nóttina og slökkvilið hafi verið komið á staðinn innan fimm mínútna. 

Húsið er á tveimur hæðum og byggt úr múrsteini árið 1946. Slökkviliði tókst vel að ná hemil á eldnum, sem óvitað er hvernig kviknaði.

Samkvæmt frétt AP keypti Knowles fjölskyldan, fjölskylda Beyoncé, húsið árið 1982 og bjó þar, þar til Beyoncé var fimm ára gömul.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.