Gísli klár í slaginn og Elvar á batavegi Valur Páll Eiríksson skrifar 27. desember 2023 19:01 Gísli Þorgeir Kristjánsson í leik með íslenska karlalandsliðinu í handbolta. Vísir/Getty Landslið karla í handbolta kom saman til æfinga í dag fyrir komandi Evrópumót í Þýskalandi í janúar. Landsliðsþjálfarinn er á leið á sitt fyrsta stórmót. Snorri Steinn Guðjónsson tók við stjórnartaumunum af Guðmundi Guðmundssyni fyrr á þessu ári. Liðið hefur farið í eitt verkefni undir hans stjórn í haust en nú fær hann smá tíma til að stilla liðið saman áður en Ísland spilar sinn fyrsta leik þann 12. janúar næst komandi. „Það fylgja þessu allskonar tilfinningar og maður fer fram og til baka með þetta allt. Það er bara partur af þessu og þær eiga eflaust eftir að verða meiri og allskonar eftir því sem nær dregur að þessu. Svo er það bara mitt og liðsins að vinna úr því, það breytist ekkert.“ segir Snorri Steinn um komandi verkefni. Snorri Steinn er á leið á sitt fyrsta stórmót.Vísir/Hulda Margrét En liðið átti í morgun sinn fyrsta fund fyrir komandi mót. Hverju geta strákarnir átt von á frá Snorra á komandi æfingum í aðdraganda mótsins? „Bara hörkuæfingum. Ég legg mikla áherslu á að það sé kraftur og power í æfingunum og við séum ekkert að labba of mikið. Auðvitað fylgir það líka að við séum á teig að fara í gegnum taktíska hluti en til að byrja með vil ég að það sé ákefð og orka á æfingunum. Að við séum að berjast fyrir hlutum sem eiga svo að tikka með okkur í síðasta lagi 12. janúar,“ segir Snorri Steinn. Gísli góður og Elvar á leiðinni Gísli Þorgeir Kristjánsson er nýsnúinn aftur á völlinn eftir að hafa farið úr axlarlið í sumar. Hann meiddist í undanúrslitum Meistaradeildarinnar er hann fór úr axlarlið í þriðja sinn á ferlinum en tók þrátt fyrir það þátt í úrslitaleiknum degi síðar og hjálpaði Magdeburg að vinna Meistaradeildina. Hann kveðst á réttri leið. „Staðan er bara gríðarlega góð. Það er ekki búið að vera neitt vesen hingað til, engir verkir og staðan er góð,“ „Það er svolítið staðan, auðvitað eru nokkur prósent sem ég hugsa að gæti verið betra en á heildina litið get ég verið gríðarlega ánægður á þeim stað í dag og get verið gríðarlega sáttur.“ segir Gísli Þorgeir. Elvar segist vera að koma til.VÍSIR/VILHELM Elvar Örn Jónsson hefur verið að glíma við meiðsli í kviði en segist á batavegi. „Staðan er ágæt. Ég er að byrja í dag að skjóta og hlaupa. Við sjáum hvernig þetta er eftir þessa æfingu,“ „Ég er búinn að vera og lyfta og hjóla svolítið mikið undanfarnar vikur. Núna er ég að fara aðeins að byrja að hlaupa og gera hlutina hraðar og við sjáum hvernig líkaminn bregst við því.“ segir Elvar Örn. Landslið karla í handbolta Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Snorri Steinn Guðjónsson tók við stjórnartaumunum af Guðmundi Guðmundssyni fyrr á þessu ári. Liðið hefur farið í eitt verkefni undir hans stjórn í haust en nú fær hann smá tíma til að stilla liðið saman áður en Ísland spilar sinn fyrsta leik þann 12. janúar næst komandi. „Það fylgja þessu allskonar tilfinningar og maður fer fram og til baka með þetta allt. Það er bara partur af þessu og þær eiga eflaust eftir að verða meiri og allskonar eftir því sem nær dregur að þessu. Svo er það bara mitt og liðsins að vinna úr því, það breytist ekkert.“ segir Snorri Steinn um komandi verkefni. Snorri Steinn er á leið á sitt fyrsta stórmót.Vísir/Hulda Margrét En liðið átti í morgun sinn fyrsta fund fyrir komandi mót. Hverju geta strákarnir átt von á frá Snorra á komandi æfingum í aðdraganda mótsins? „Bara hörkuæfingum. Ég legg mikla áherslu á að það sé kraftur og power í æfingunum og við séum ekkert að labba of mikið. Auðvitað fylgir það líka að við séum á teig að fara í gegnum taktíska hluti en til að byrja með vil ég að það sé ákefð og orka á æfingunum. Að við séum að berjast fyrir hlutum sem eiga svo að tikka með okkur í síðasta lagi 12. janúar,“ segir Snorri Steinn. Gísli góður og Elvar á leiðinni Gísli Þorgeir Kristjánsson er nýsnúinn aftur á völlinn eftir að hafa farið úr axlarlið í sumar. Hann meiddist í undanúrslitum Meistaradeildarinnar er hann fór úr axlarlið í þriðja sinn á ferlinum en tók þrátt fyrir það þátt í úrslitaleiknum degi síðar og hjálpaði Magdeburg að vinna Meistaradeildina. Hann kveðst á réttri leið. „Staðan er bara gríðarlega góð. Það er ekki búið að vera neitt vesen hingað til, engir verkir og staðan er góð,“ „Það er svolítið staðan, auðvitað eru nokkur prósent sem ég hugsa að gæti verið betra en á heildina litið get ég verið gríðarlega ánægður á þeim stað í dag og get verið gríðarlega sáttur.“ segir Gísli Þorgeir. Elvar segist vera að koma til.VÍSIR/VILHELM Elvar Örn Jónsson hefur verið að glíma við meiðsli í kviði en segist á batavegi. „Staðan er ágæt. Ég er að byrja í dag að skjóta og hlaupa. Við sjáum hvernig þetta er eftir þessa æfingu,“ „Ég er búinn að vera og lyfta og hjóla svolítið mikið undanfarnar vikur. Núna er ég að fara aðeins að byrja að hlaupa og gera hlutina hraðar og við sjáum hvernig líkaminn bregst við því.“ segir Elvar Örn.
Landslið karla í handbolta Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira