Yrði líklega aflminna en gæti varað lengur Atli Ísleifsson skrifar 28. desember 2023 08:35 Þorvaldur Þórðarson segir að virknin á Reykjanesskaga núna komi sérfræðingum í raun ekki á óvart. Vísir/Vilhelm Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að landrisið hafi haldið áfram við Svartsengi og sé nú á svipað statt og það var fyrir 18. desember þegar síðast byrjaði að gjósa. „Hæðin á landrisinu er farin að nálgast það sem hún var fyrir síðasta gos. Þannig að við getum farið að búast við að eitthvað fari að gerast þegar landrisið hefur náð sömu hæð, sem gæti gerst á næstu tveimur dögum eða kannski teygt sig eitthvað fram yfir áramótin,“ segir Þorvaldur. Hann var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi stöðuna á Reykjanesskaga. Hann telur, miðað við stöðuna nú, að ef komi til goss þá yrði það líklega aflminna en síðasta gos var í upphafi, en að það gæti þó varað lengur. „Þó að landris nú sé að ná sömu hæð þá fór það ekki niður í sama núllpunkt og það var fyrir. Þetta er því styttri tími og kvikumagnið minna en var fyrir síðasta gos. Þannig að gosið verður sennilega minna ef eitthvað gerist nú þegar það er búið að ná þessari sömu hæð. Eða þá heldur þetta áfram og þá gæti safnast saman meira magn af kviku og þá, ef það kæmi til goss, þá yrði gosið stærra. Ég á heldur ekki von á að það verði eins aflmikið og síðasta gos var í byrjun. Verði kraftminna og gæti teygt sig lengra inn í framtíðina og verði lengra en síðasta gos,“ segir Þorvaldur. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. Er þá líklegt að komi gos? Er það líklegasti möguleikinn eða sviðsmyndin? „Ég myndi nú halda að það væri fifty-fifty hvort kvika komi alla leið upp til yfirborðs eða hvort hún haldi sér neðanjarðar og fari á eitthvað brölt þarna niðri.“ Þorvaldur segir að virknin á Reykjanesskaga núna komi sérfræðingum í raun ekki á óvart. „Þessi virkni sem er núna, þegar við erum komin með gliðnun og svo eldvirkni í gang, þá er þessi virkni í raun eðlileg atburðarás.“ Hann segir ekki hægt að segja til um það með vissu hvar kvikan kæmi upp. Líkurnar séu samt sem áður, eins og áður hafi komið fram, langmestar á að kvika komi upp þarna milli Hagafells og Stóra-Skógfells. „Ég á von á því að það haldi sér á því svæði,“ segir Þorvaldur. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Bítið Grindavík Tengdar fréttir Enn kröftugt landris við Svartsengi Enn mælist landris við Svartsengi og er enn metin töluverð hætta við Grindavík. 27. desember 2023 12:00 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Sjá meira
„Hæðin á landrisinu er farin að nálgast það sem hún var fyrir síðasta gos. Þannig að við getum farið að búast við að eitthvað fari að gerast þegar landrisið hefur náð sömu hæð, sem gæti gerst á næstu tveimur dögum eða kannski teygt sig eitthvað fram yfir áramótin,“ segir Þorvaldur. Hann var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi stöðuna á Reykjanesskaga. Hann telur, miðað við stöðuna nú, að ef komi til goss þá yrði það líklega aflminna en síðasta gos var í upphafi, en að það gæti þó varað lengur. „Þó að landris nú sé að ná sömu hæð þá fór það ekki niður í sama núllpunkt og það var fyrir. Þetta er því styttri tími og kvikumagnið minna en var fyrir síðasta gos. Þannig að gosið verður sennilega minna ef eitthvað gerist nú þegar það er búið að ná þessari sömu hæð. Eða þá heldur þetta áfram og þá gæti safnast saman meira magn af kviku og þá, ef það kæmi til goss, þá yrði gosið stærra. Ég á heldur ekki von á að það verði eins aflmikið og síðasta gos var í byrjun. Verði kraftminna og gæti teygt sig lengra inn í framtíðina og verði lengra en síðasta gos,“ segir Þorvaldur. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. Er þá líklegt að komi gos? Er það líklegasti möguleikinn eða sviðsmyndin? „Ég myndi nú halda að það væri fifty-fifty hvort kvika komi alla leið upp til yfirborðs eða hvort hún haldi sér neðanjarðar og fari á eitthvað brölt þarna niðri.“ Þorvaldur segir að virknin á Reykjanesskaga núna komi sérfræðingum í raun ekki á óvart. „Þessi virkni sem er núna, þegar við erum komin með gliðnun og svo eldvirkni í gang, þá er þessi virkni í raun eðlileg atburðarás.“ Hann segir ekki hægt að segja til um það með vissu hvar kvikan kæmi upp. Líkurnar séu samt sem áður, eins og áður hafi komið fram, langmestar á að kvika komi upp þarna milli Hagafells og Stóra-Skógfells. „Ég á von á því að það haldi sér á því svæði,“ segir Þorvaldur.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Bítið Grindavík Tengdar fréttir Enn kröftugt landris við Svartsengi Enn mælist landris við Svartsengi og er enn metin töluverð hætta við Grindavík. 27. desember 2023 12:00 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Sjá meira
Enn kröftugt landris við Svartsengi Enn mælist landris við Svartsengi og er enn metin töluverð hætta við Grindavík. 27. desember 2023 12:00