Ratcliffe má aldrei gagnrýna Glazer-fjölskylduna Sindri Sverrisson skrifar 28. desember 2023 11:00 Laxveiðimaðurinn Jim Ratcliffe er að eignast fjórðungshlut í Manchester United og mun sjá um fótboltalegan rekstur félagsins. Getty/Peter Byrne Íslandsvinurinn Sir Jim Ratcliffe verður að gæta þess að gagnrýna aldrei opinberlega þá Avram og Joe Glazer, eftir að hafa eignast 25% hlut í enska knattspyrnufélaginu Manchester United. Tilkynnt var um kaup Ratcliffe á aðfangadag. Glazer-fjölskyldan á áfram meirihluta í félaginu en Ratcliffe mun sjá um fótboltarekstur félagsins, og þar með til dæmis hafa umsjón með kaupum og sölum á leikmönnum. Óhætt er að segja að hin bandaríska Glazer-fjölskylda hafi verið óvinsæl hjá stuðningsmönnum United í gegnum tíðina, eða frá því að hún eignaðist félagið árið 2005. Glazer-fjölskyldan verður hins vegar ekki gagnrýnd af Ratcliffe því samkvæmt frétt The Times er ein af klásúlum kaupsamningsins sú að hann megi það ekki. Að sama skapi má Glazer-fjölskyldan ekki gagnrýna Ratcliffe opinberlega. Þetta kemur fram í skjali sem skilað var inn til kauphallarinnar í New York vegna sölunnar. Sir Jim Ratcliffe and the Glazers agree not to criticise each other under a mutual non-disparagement clause as part of #MUFC deal https://t.co/ShH1JuFUZa— James Ducker (@TelegraphDucker) December 28, 2023 Í skjalinu er einnig staðfest að tveir fulltrúar úr fyrirtæki Ratcliffe, INEOS, taki sæti í stjórn United en það eru þeir Sir Dave Brailsford og Jean-Claude Blanc. Verðið á 25% hlutnum sem Ratcliffe eignaðist er 1.250 milljónir punda, eða jafnvirði um 217 milljarða íslenskra króna. Búist er við að kaupin verði samþykkt af ensku úrvalsdeildinni áður en langt um líður en þó að það sé ekki frágengið munu allar aðgerðir United á félagaskiptamarkaðnum núna í janúar þurfa að njóta samþykkis INEOS. Enski boltinn Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Fótbolti Fleiri fréttir Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Sjá meira
Tilkynnt var um kaup Ratcliffe á aðfangadag. Glazer-fjölskyldan á áfram meirihluta í félaginu en Ratcliffe mun sjá um fótboltarekstur félagsins, og þar með til dæmis hafa umsjón með kaupum og sölum á leikmönnum. Óhætt er að segja að hin bandaríska Glazer-fjölskylda hafi verið óvinsæl hjá stuðningsmönnum United í gegnum tíðina, eða frá því að hún eignaðist félagið árið 2005. Glazer-fjölskyldan verður hins vegar ekki gagnrýnd af Ratcliffe því samkvæmt frétt The Times er ein af klásúlum kaupsamningsins sú að hann megi það ekki. Að sama skapi má Glazer-fjölskyldan ekki gagnrýna Ratcliffe opinberlega. Þetta kemur fram í skjali sem skilað var inn til kauphallarinnar í New York vegna sölunnar. Sir Jim Ratcliffe and the Glazers agree not to criticise each other under a mutual non-disparagement clause as part of #MUFC deal https://t.co/ShH1JuFUZa— James Ducker (@TelegraphDucker) December 28, 2023 Í skjalinu er einnig staðfest að tveir fulltrúar úr fyrirtæki Ratcliffe, INEOS, taki sæti í stjórn United en það eru þeir Sir Dave Brailsford og Jean-Claude Blanc. Verðið á 25% hlutnum sem Ratcliffe eignaðist er 1.250 milljónir punda, eða jafnvirði um 217 milljarða íslenskra króna. Búist er við að kaupin verði samþykkt af ensku úrvalsdeildinni áður en langt um líður en þó að það sé ekki frágengið munu allar aðgerðir United á félagaskiptamarkaðnum núna í janúar þurfa að njóta samþykkis INEOS.
Enski boltinn Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Fótbolti Fleiri fréttir Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Sjá meira