Fótbolti

James hræddur í Katar þar sem hann mátti ekki fara nakinn í sturtu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
James Rodríguez stoppaði stutt við í Katar.
James Rodríguez stoppaði stutt við í Katar. getty/Simon Holmes

Kólumbíski fótboltamaðurinn James Rodríguez átti erfitt með að aðlagast lífinu í Katar þegar hann lék með Al-Rayyan.

James var aðeins eitt tímabil í herbúðum Al-Rayyan og lék bara sextán leiki fyrir liðið áður en hann fór til Olympiacos í Grikklandi. Hann hefur nú greint frá því hversu erfiðlega honum gekk að aðlagast lífinu í Katar.

„Lífið og menningin í Katar er mjög erfitt. Þetta er land sem er erfitt að aðlagast. Í fótbolta fara allir naktir í sturtu en samherjar mínir sögðu mér að ég gæti það ekki. Ég var hræddur,“ sagði James.

„Allir borða með höndunum sem var erfitt fyrir mig. Þeir reyndu að deila matnum með mér en ég afþakkaði. Ég bað um hnífapör en var sagt að borða með höndunum. Ég sagði að þeir væru brjálaðir og ég ætlaði ekki að gera það.“

James leikur núna með Sao Paulo í Brasilíu en þessi 32 ára miðjumaður hefur komið víða við á ferlinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×