Fram kemur á heimasíðu félagsins að um þrjátíu manns hafi setið góðan fund. Þá hafi komið fram í tali fundarmanna að sverfa skuli til stáls í umræðum og aðgerðum um kjaramálin.
Tvær ályktanir voru samþykktar:
1. Aðalfundur Sjómanna- og vélastjórafélags Grindavíkur krefst þess að lífeyrissjóðurinn Gildi segi sig úr landssambandi lífeyrissjóða.
2. Aðalfundur Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur lýsir yfir mikill óánægju með að lífeyrissjóðurinn Gildi hafi ekki veitt Grindvíkingum bjargbrú í þessum hamförum.
Lífeyrissjóðurinn Gildi fékk lögmannsstofuna LEX vinna fyrir sig álitsgerð vegna sjóðfélagalána í Grindavík. Niðurstaðan var afdráttarlaus sú að lífeyrissjóðum væri ekki heimilt að afskrifa vexti og verðbætur með almennum hætti hjá lántökum.
Lánamál Grindvíkinga hafa mikið verið í umræðunni frá því að þeim var gert að rýma bæinn þann 11. nóvember síðastliðinn. Stóru viðskiptabankarnir þrír tilkynntu ellefu dögum seinna að þeir hefðu, í samstarfi við Samtök fjármálafyrirtækja, gert samkomulag um að fella niður vexti og verðbætur af íbúðalánum Grindvíkinga í þrjá mánuði.