Disney kærir bílaþvottastöð í Síle Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 28. desember 2023 21:13 Bílaþvottastöðin síleska Star Wash segir mál Disney-samsteypunnar ekki standast skoðun. Vísir/Samsett Lucasfilm, fyrirtæki í eigu Disney-samsteypunnar sem framleiddi Stjörnustríðsmyndirnar og myndirnar um Indiana Jones, er að kæra síleska bílaþvottastöð fyrir vörumerkjastuld. Bílaþvottastöðin er staðsett í Santíagó, höfuðborg Síle, og ber nafnið Star Wash sem er vitnun í Stjörnustríð. Þar geta viðskiptavinir fengið bílaþvott frá frægum persónum kvikmyndanna og þáttanna en Disney-samsteypan lítur svo á að verið sé að nota vörumerki í þeirra eigu á ólögmætan hátt. Svarthöfði þvær rúður Á samfélagsmiðlum Star Wash má sjá þjónustuna sem fyrirtækið síleska býður upp á. Þar sést Loðinn og stormsveitamann þvo vélarhlífar, Boba Fett að smúla og Svarthöfða beita mættinum til að hreinsa rúður. Reuters greinir frá því að eigandi stöðvarinnar Matias Jara hafi verið í umsóknarferli um vörumerkið hjá höfundarréttarstofnun Síle þegar honum barst kæra frá framleiðslufyrirtækinu Lucasfilm. Lögfræðingar Matiasar hafi sagt að fyrirtækið vildi koma í veg fyrir vörumerkjarskráninguna á grundvelli þess að það geti ruglað fólk og fengið það til að halda að bílaþvottastöðin væri í einhvers konar samstarfi við Disney-samsteypuna. Málflutningur Disney eigi ekki við rök að styðjast Matias er ósammála þessu og heldur því fram að nafnið sé nógu frábrugðið höfundarréttarvörðu nafni Stjörnustríðsmyndanna til þess að afstýra ruglingi og aðhöfundarréttur samsteypunnar nái ekki yfir bílaþvott. Matias segir að dóttir sín eigi hugmyndina að nafninu þegar fjölskyldan heimsótti skemmtigarð Disney í Bandaríkjunum. Hann tekur fram að bílaþvottastöðin sín framleiði ekki bíómyndir né selji hún vörur Disney eða neitt slíkt en að hún sé þó alveg frábær bílaþvottastöð. Chile Bíó og sjónvarp Hollywood Disney Star Wars Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Bílaþvottastöðin er staðsett í Santíagó, höfuðborg Síle, og ber nafnið Star Wash sem er vitnun í Stjörnustríð. Þar geta viðskiptavinir fengið bílaþvott frá frægum persónum kvikmyndanna og þáttanna en Disney-samsteypan lítur svo á að verið sé að nota vörumerki í þeirra eigu á ólögmætan hátt. Svarthöfði þvær rúður Á samfélagsmiðlum Star Wash má sjá þjónustuna sem fyrirtækið síleska býður upp á. Þar sést Loðinn og stormsveitamann þvo vélarhlífar, Boba Fett að smúla og Svarthöfða beita mættinum til að hreinsa rúður. Reuters greinir frá því að eigandi stöðvarinnar Matias Jara hafi verið í umsóknarferli um vörumerkið hjá höfundarréttarstofnun Síle þegar honum barst kæra frá framleiðslufyrirtækinu Lucasfilm. Lögfræðingar Matiasar hafi sagt að fyrirtækið vildi koma í veg fyrir vörumerkjarskráninguna á grundvelli þess að það geti ruglað fólk og fengið það til að halda að bílaþvottastöðin væri í einhvers konar samstarfi við Disney-samsteypuna. Málflutningur Disney eigi ekki við rök að styðjast Matias er ósammála þessu og heldur því fram að nafnið sé nógu frábrugðið höfundarréttarvörðu nafni Stjörnustríðsmyndanna til þess að afstýra ruglingi og aðhöfundarréttur samsteypunnar nái ekki yfir bílaþvott. Matias segir að dóttir sín eigi hugmyndina að nafninu þegar fjölskyldan heimsótti skemmtigarð Disney í Bandaríkjunum. Hann tekur fram að bílaþvottastöðin sín framleiði ekki bíómyndir né selji hún vörur Disney eða neitt slíkt en að hún sé þó alveg frábær bílaþvottastöð.
Chile Bíó og sjónvarp Hollywood Disney Star Wars Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira