Fjölskyldan heima þegar þjófar brutust inn til Grealish í miðjum leik Sindri Sverrisson skrifar 29. desember 2023 08:30 Sasha Attwood, unnusta Jack Grealish, var heima þegar þjófar brutust inn. Instagram/@sasha__rebecca Talið er að tíu fjölskyldumeðlimir Jack Grealish, þar á meðal unnusta hans, foreldrar og systkini, hafi verið stödd í nýju og glæsilegu stórhýsi hans þegar þjófar brutu sér leið inn. Grealish var þá að spila með Manchester City gegn Everton, í fyrrakvöld, og fjölskyldan að fylgjast með leiknum í sjónvarpinu. Samkvæmt frétt The Sun náðu þjófarnir að stela skartgripum að verðmæti einnar milljónar punda, sem samsvarar rúmum 170 milljónum íslenskra króna. Grealish mun hafa flýtt sér heim, strax og flautað hafði verið til leiksloka í 3-1 sigri City gegn Everton þar sem Grealish spilaði allan leikinn. Fjölskylda hans ýtti á sérstakan hættuástands-takka þegar ljóst var að þjófar væru komnir inn á heimilið, og faldi sig svo í gríðarstórri höllinni sem sögð er kosta 5,6 milljónir punda. Lögregla kom fljótt á svæðið og þyrla var send á vettvang í von um að finna þjófana en þeim tókst að sleppa, að minnsta kosti í bili. Burglars terrify Jack Grealish's family and leave with £1m of jewellery while he was playing 10 relatives in house watching him vs Everton Family pushed panic button, helicopter searched area Grealish dashed down tunnel at full-time https://t.co/1mYaBkY2k2— Mail Sport (@MailSport) December 29, 2023 Heimildamaður The Sun sagði: „Fjölskyldan er í miklu uppnámi. Þetta gengi tók mörg úr og skartgripi. Þeir gerðu þetta á meðan að Manchester City var að spila í beinni útsendingu í sjónvarpi, og öll fjölskyldan samankomin niðri til að hvetja hann áfram. Enginn meiddist en það ríkti mikil geðshræring. Það voru allir mjög óttaslegnir því þeim fannst þau svo berskjölduð.“ Daily Mail segir að í gær, daginn eftir innbrotið, hafi svo sést til Grealish fyrir utan húsið sitt að skoða leiðir að húsinu. Skammt sé síðan að hann flutti þangað inn og að í kjölfarið hafi hann fest kaup á nýrri öryggisgirðingu. Stórhýsið stendur á tíu hektara jörð og í því eru sjö svefnherbergi. Á svæðinu er einnig þyrluflugpallur, tennisvöllur, fótboltavöllur og krikketvöllur. Enski boltinn Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Fleiri fréttir Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Sjá meira
Samkvæmt frétt The Sun náðu þjófarnir að stela skartgripum að verðmæti einnar milljónar punda, sem samsvarar rúmum 170 milljónum íslenskra króna. Grealish mun hafa flýtt sér heim, strax og flautað hafði verið til leiksloka í 3-1 sigri City gegn Everton þar sem Grealish spilaði allan leikinn. Fjölskylda hans ýtti á sérstakan hættuástands-takka þegar ljóst var að þjófar væru komnir inn á heimilið, og faldi sig svo í gríðarstórri höllinni sem sögð er kosta 5,6 milljónir punda. Lögregla kom fljótt á svæðið og þyrla var send á vettvang í von um að finna þjófana en þeim tókst að sleppa, að minnsta kosti í bili. Burglars terrify Jack Grealish's family and leave with £1m of jewellery while he was playing 10 relatives in house watching him vs Everton Family pushed panic button, helicopter searched area Grealish dashed down tunnel at full-time https://t.co/1mYaBkY2k2— Mail Sport (@MailSport) December 29, 2023 Heimildamaður The Sun sagði: „Fjölskyldan er í miklu uppnámi. Þetta gengi tók mörg úr og skartgripi. Þeir gerðu þetta á meðan að Manchester City var að spila í beinni útsendingu í sjónvarpi, og öll fjölskyldan samankomin niðri til að hvetja hann áfram. Enginn meiddist en það ríkti mikil geðshræring. Það voru allir mjög óttaslegnir því þeim fannst þau svo berskjölduð.“ Daily Mail segir að í gær, daginn eftir innbrotið, hafi svo sést til Grealish fyrir utan húsið sitt að skoða leiðir að húsinu. Skammt sé síðan að hann flutti þangað inn og að í kjölfarið hafi hann fest kaup á nýrri öryggisgirðingu. Stórhýsið stendur á tíu hektara jörð og í því eru sjö svefnherbergi. Á svæðinu er einnig þyrluflugpallur, tennisvöllur, fótboltavöllur og krikketvöllur.
Enski boltinn Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Fleiri fréttir Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Sjá meira