Myndi hugsa sig tvisvar um ef símtal bærist frá Íslandi Smári Jökull Jónsson skrifar 30. desember 2023 10:31 Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson stýrðu íslenska landsliðinu í sameiningu á EM 2016. Visir/Getty Lars Lagerbäck fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta telur ólíklegt að hann taki að sér annað þjálfarastarf í boltanum. Lars er nú 75 ára og síðasta þjálfarastarf hans var hjá karlalandsliði Noregs þar sem hann starfaði á árunum 2017-2020. Síðan þá hefur Lars tekið að sér ýmis ráðgjafastörf bæði hjá félags- og landsliðum og meðal annars hjá íslenska landsliðinu í þjálfaratíð Arnars Þórs Viðarssonar. Þá hafi honum borist tækifæri til að snúa aftur í þjálfun en Svíinn góðkunni telur ólíklegt að hann taki að sér annað starf í þjálfun. „Nei, ég held ég ætti að vera nógu skynsamur til að halda áfram að segja nei. Ég hef fengið nokkur tilboð til en ég verð að átta mig á aldri mínum. Ég efast um að ég þiggi annað starf. Ég vinn aðeins við að hjálpa nokkrum félögum en það er aðallega sem ráðgjafi, ég stíg inn og tala við þjálfarana. Ég held ekki að ég vinni aftur í fullu starfi sem þjálfari,“ sagði Lars í samtali við Aron Guðmundsson íþróttafréttamann. Árangur Lars með íslenska karlalandsliðið er vel þekktur. Undir hans stjórn komst íslenska landsliðið í fyrsta sinn á stórmót, Evrópumótið 2016, og komst þar alla leið í 8-liða úrslit. Það er alveg ljóst að tíminn með íslenska landsliðinu á sérstakan stað í hjarta Lars. Hann sló á létta strengi þegar því var gaukað að honum að maður ætti aldrei að segja aldrei er hann virtist útiloka endurkomu í þjálfarastarf. „Kannski ef Íslendingar bæðu mig myndi ég kannski hugsa mig tvisvar um því þetta var einn besti tíminn á þjálfaraferli mínum.“ Innslagið úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá hér fyrir neðan Landslið karla í fótbolta Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Lars er nú 75 ára og síðasta þjálfarastarf hans var hjá karlalandsliði Noregs þar sem hann starfaði á árunum 2017-2020. Síðan þá hefur Lars tekið að sér ýmis ráðgjafastörf bæði hjá félags- og landsliðum og meðal annars hjá íslenska landsliðinu í þjálfaratíð Arnars Þórs Viðarssonar. Þá hafi honum borist tækifæri til að snúa aftur í þjálfun en Svíinn góðkunni telur ólíklegt að hann taki að sér annað starf í þjálfun. „Nei, ég held ég ætti að vera nógu skynsamur til að halda áfram að segja nei. Ég hef fengið nokkur tilboð til en ég verð að átta mig á aldri mínum. Ég efast um að ég þiggi annað starf. Ég vinn aðeins við að hjálpa nokkrum félögum en það er aðallega sem ráðgjafi, ég stíg inn og tala við þjálfarana. Ég held ekki að ég vinni aftur í fullu starfi sem þjálfari,“ sagði Lars í samtali við Aron Guðmundsson íþróttafréttamann. Árangur Lars með íslenska karlalandsliðið er vel þekktur. Undir hans stjórn komst íslenska landsliðið í fyrsta sinn á stórmót, Evrópumótið 2016, og komst þar alla leið í 8-liða úrslit. Það er alveg ljóst að tíminn með íslenska landsliðinu á sérstakan stað í hjarta Lars. Hann sló á létta strengi þegar því var gaukað að honum að maður ætti aldrei að segja aldrei er hann virtist útiloka endurkomu í þjálfarastarf. „Kannski ef Íslendingar bæðu mig myndi ég kannski hugsa mig tvisvar um því þetta var einn besti tíminn á þjálfaraferli mínum.“ Innslagið úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá hér fyrir neðan
Landslið karla í fótbolta Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira